Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson um dýr orð Bjarna Benediktssonar

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson gerir ummæli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi þess efnis að hætt beri við aðildarumrókna Íslands að ESB, að umtalsefni í sínum fasta laugardagspistli. Þorsteinn segir: "Einstaklingar standa ekki upp frá samningum án tilefnis eða gildra raka, hvað þá þjóðríki. Óumdeilt er að tilefni væri fyrir hendi ef Evrópusambandið hefði þegar á þessu stigi sett fram skilyrði sem útilokuðu frekari leit að lausnum á sérstöðu Íslands. Ekkert slíkt hefur hins vegar gerst.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsendur hafi breyst fyrir þá sök að nokkur ríki Evrópusambandsins hafa lent í skuldavanda rétt eins og Ísland. Eru það gild rök? Vissulega er það svo að skuldavandi nokkurra Evrópusambandsríkja getur leitt til breytinga, rétt eins og staða Íslands er ekki söm eftir hrun krónunnar í kjölfar misheppnaðrar peningastefnu. Við höfum til dæmis þurft að lúta ýmsum skilyrðum AGS í peninga- og ríkisfjármálum."

Síðar segir Þorsteinn: "Aðildarviðræðurnar eru ekki hluti af valdaátökum líðandi stundar. Þær hafa heldur ekkert að gera með þá hagsmuni að verja pólitíska arfleifð liðins tíma. Þær snúast um framtíðarhagsmuni Íslands.

Að halda viðræðunum áfram heldur fleiri dyrum opnum um skipan peningamála og pólitíska stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það gefur kjósendum kost á að velja frjálslyndari ríkisstjórn en kostur er á með VG. Það er því yfirvegaðri og skynsamlegri leið en viðræðuslit án tilefnis frá gagnaðilanum."

Þetta er rétt hjá Þorsteini, málið snýst um framtíðarhagsmuni Íslands og að kalla það framsýni að hætta viðræðum, eins og gert var síðar í vikunni, er algjörlega óskiljanlegt!

Allur pistill Þorsteins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 7,65%, Kanadadollar um 7,28%, íslensku krónunni um 6,59%, sænsku krónunni um 3,28%, breska sterlingspundinu um 1,16%, japanska jeninu um 1,13% og norsku krónunni um 0,84%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 58,78%.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 16:58

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Athyglisvert

GERÐUR AÐ VIÐSKIPTARÁÐHERRA Í ESB STJÓRN JÓHöNNU SIGURÐARDÓTTUR EFTIR AÐ HAFA STJÓRNAÐ ÁHLAUPI Á BANKAKERFIÐ Spámaður í föðurlandi

Velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir valdi sem viðskiptaráðherra fyrst í stað Gylfa Magnússon kennara við Háskóla Íslands. Það var að vonum þar sem hann hafði með góðum árangri stjórnað áhlaupi á bankakerfi landsins í október 2008. Í framhaldi af því fór Gylfi mikinn á útifundum Harðar Torfasonar og hafði ráð undir rifi hverju og sá allt fyrir.

Í apríl 2009 kom Gylfi fyrir viðskiptanefnd Alþingis en neðangreint er úr frétt Viðskiptablaðsins af þeim fundi þ.2.4.2009:

"Nú sér loks fyrir endann ná því hrunsferli sem hófst í október 2008. Við höfum nokkra skýra mynd af því sem þarf að gera til að hér verði heilbrigt fjármálakerfi með þokkalega rekstrarstöðu,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á opnum fundi viðskiptanefndar sem nú stendur yfir.

Jón Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir fundinum til að ræða viðbrögð stjórnvalda við erfiðleikum á fjármálamarkaði síðustu vikur m.a. um aðgerðir stjórnvalda gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum og beitingu neyðarlaga gagnvart Straumi, SPRON og Sparisjóðabankanum, fjárhagslega fyrirgreiðslu til VBS og Saga Capital og fyrirheit um stuðning við nokkra sparisjóði."

Frá því að Gylfi sá fyrir endan á hrunsferlinu hafa 8 fjármálafyrirtæki fallið.

Örn Ægir Reynisson, 20.8.2011 kl. 17:00

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Össur og félagar í landráðfylkingunni róa nú lífróður til Brussel þar sem Evrópusambandið mun hrynja yfir þá.

Eftir munu þeir standa berstrípaðir með landráð á samviskunni,búnir að valda Íslensku þjóðini þúsundum milljarða tjóni og ólíklegt er að Ögmundur Jónasson verði dómsmálaráðherra i næstu ríkisstjórn

Örn Ægir Reynisson, 20.8.2011 kl. 17:09

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hvað skyldi efnahagsárás evrópusambandsins með aðstoð aðildarsinna hrunið og allt það sem á eftir hefur komið

þar með talin esb ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kosta þjóðina mörg þúsund milljarða þegar upp er staðið,

að vísu tókst þjóðini að koma í veg fyrir einn þáttin í aðgerðini,innlimun Íslands í evrópusambandið,en það var icesave sem að hin gegnsæja velferðarstjórn reyndi með bolabrögðum að troða uppá þjóðina

Örn Ægir Reynisson, 20.8.2011 kl. 17:19

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Raunsæi Tómasar Inga - ESB-blinda Þorsteins Pálssonar

BJÖRN BJARNASON

20. ágúst 2011 klukkan 09:54

Tómas Ingi Orlich, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, lýkur í dag fróðlegum og upplýsandi greinarflokki í Morgunblaðinu um Evrópusambandið, rætur þess, sögu og framtíð. Því skal haldið fram að ESB með sínar 230 milljónir króna til að upplýsa Íslendinga um ágæti ESB og aðildar að því mun aldrei komast með tærnar þar sem Tómas Ingi hefur hælana í kynningu sinni á ESB í ljósi íslenskra hagsmuna.

Í lokagrein sinni reifar Tómas Ingi stöðu og vanda Evrópusambandsins á líðandi stundu og minnir á að Jacques Delors, franski stjórnmálamaðurinn sem meðal annars beitti sér fyrir gerð EES-samningsins í tíð sinni sem forseti framkvæmdastjórnar ESB, telji sambandið og evruna nú á barmi hengiflugs. Eina leiðin til bjargar sé að stíga enn eitt skref til yfirþjóðlegs valds í nafni ESB og nú með því að færa efnahagsmál og ríkisfjármál frá þjóðríkjum til sameiginlegra stofnana.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, boðuðu eftir fund sínn í París 16. ágúst að „skref fyrir skref“ yrði komi á fót gouvernement économique það er efnahagsstjórn með ríkisstjórnarvald á evru-svæðinu. Um þetta stefnumið segir Tómas Ingi Olrich réttilega í Morgunblaðinu:

„Slík stefna er líkleg til að valda gífurlegum deilum í sambandinu og draga úr pólitískum trúverðugleika þess. Að stefna sjálfstæði þjóðarinnar inn í það öngstræti stjórnmálaátaka og efnahagslegrar óvissu, sem Evrópusambandið er, ber tvímælalaust vott um alvarlegustu blindu, sem stjórnmálamenn þjóðarinnar hafa nokkru sinni verið slegnir.“

Undir þessi þungu viðvörunarorð er tekið. Stuðningsmenn ESB-aðildar hér á landi leggja sig í líma við að mála það sem er að gerast innan ESB allt öðrum og bjartari litum en þeir sem standa þar vaktina og reyna að verjast hverju áfallinu eftir öðru með ótrúlega dræmum árangri.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sagði það „skrum“ að evran ætti undir högg að sækja, Nokkur illa rekin S-Evrópuríki væru að gera mönnum lífið leitt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í Le Monde að það skiptí Íslendinga „óendanlega“ miklu máli að taka upp evru enda væri ekki við hana að sakast um neitt heldur lélega efnahagsstjórn!

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, er sleginn hinni alvarlegu blindu. Þorsteinn er óssamála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem vill hætta aðildarviðræðunum við ESB meðal annars með vísan til ástandsins innan sambandsins. Um þetta segir Þorsteinn í Fréttablaðinu 20. ágúst:

„Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsendur hafi breyst fyrir þá sök að nokkur ríki Evrópusambandsins hafa lent í skuldavanda rétt eins og Ísland. Eru það gild rök?“

Þorsteinn Pálsson er fulltrúi Össurar Skarphéðinssonar í viðræðunefndinni um ESB-aðildina. Þetta mat hans á því sem er að gerast innan Evrópusambandsins staðfestir að skjólstæðingar Össurar utan og innan Samfylkingarinnar eru slegnir sömu blindu og hann þegar að evrunni kemur. Menn hlógu að ástarjátningum Össurar í garð evrunnar í Brussel sumarið 2010. Engum dettur lengur í hug að gleðjast þegar evran ber á góma nema kannski þeim sérkennilega hópi á Íslandi sem enn lifir í evru-blekkingunni og ESB-aðildarvoninni.

Örn Ægir Reynisson, 20.8.2011 kl. 17:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
kostaði þessa upphæð:

Ornolfur Arnason
"Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."

Thorvaldur Gylfason
"Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.

Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet.
"

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 17:38

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."

Já rétt mikill er máttur EES samningsins og frjáls flæðis fjármagns dyggilega stutt af heimskri peningamálastefnu sem var hönnuð af núverandi seðlabankastjóra.

Eggert Sigurbergsson, 20.8.2011 kl. 17:53

8 Smámynd: Elle_

Engin heimild er frá alþingi eða þjóðinni fyrir aðlögun embætta og stofnana að erlendu ríkjasambandi eða erlendu veldi og það verður að hætta óheimilum gjörningnum.  Ekki er verið að kíkja í neinn poka eins og alþingi var ranglega sagt.  Og við almenningur sættumst aldrei á einu sinni að kíkja í neinn poka.  Og enn síður galtóman poka. 

1994 sagði sami Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra:
Íslendingar hefðu ekki hag af aðild að ESB


ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=129125

Elle_, 20.8.2011 kl. 19:16

9 identicon

Eggert: Á ekki bara að loka landinu?  Ég mæli með því að banna kortanotkun erlendis sem er umfram gjaldeyriskaup í banka þannig að enginn fái meira en 350.000 krónur.  Það á einnig að banna meira ein eina utanlandsferð á ári og að innkaup hvers Íslendings séu ekki meira en 50% af árlegum innkaupum hans.

Elle:  Ég held að menn megi skipta um skoðun.  Ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það.  Ég þekki nokkra, ekki marga, sem hafa skipt um skoðun.  Það eru menn sem voru á móti ESB og menn sem voru með ESB.  Þetta er lífið.  Við skiptum öll um skoðun og eigum að vera fólk til að standa fyrir okkar skoðanabreytingum. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 21:19

10 Smámynd: Elle_

Auðvitað megum við skipta um skoðun og það var ekki punkturinn minn heldur.  Hinsvegar benti ég á gömul rök hans sem voru góð gegn E-sambandinu hvað okkur varðar.  Hann snýst eins og blað i vindi og maður veltir fyrir sér fyrir hverja hann vinnur.  Og finnst óskiljanlegur fullveldisafsalsvilji ykkar og rökin fyrir honum. 

Elle_, 20.8.2011 kl. 21:33

11 identicon

Elle,  þið eruð í meirihluta.  Þið hafið hann líklega einnig við þjóðaratkvæðagreiðlsuna um ESB samninginn.  Ég myndi taka því rólega.

Ég myndi gera það.  ESB hefur engan meirihluta á Íslandi og mun ekki hafa hann næstu áratugina. 

Ég er þegar í ESB og það skiptir mig engu máli í raun og veru hvort að Ísland gangi í ESB eða ekki.  

Ég myndi gjarnan sjá Ísland í ESB því ég tel það einstaklingum á Íslandi til bóta.  Þá má nefna það sem HH hafa verið að tala um síðustu daga og neytendavernd.

En þessir ESB-sinnar tala alltaf um efnahagsmál en ekki hagsmuni fjölskyldu og einstaklinga nema þá um matvöruverð.

Hvaða menn halda virkilega að matvöruverð muni lækka á Íslandi við inngöngu í ESB?  Matvöruverð mun kanski standa í stað, en aldrei nokkrun tíma lækka.  Matvöruverð lækkar aldrei nema í samkeppni og hún eykst ekki þó svo að Ísland gangi í ESB.  Landið er of lítið til þess.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 22:06

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sigurbergsson,

Enda þótt aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði ekki samþykkt hér í þjóðaratkvæðagreiðslu á Ísland áfram aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, eins og Noregur.

"Á Íslandi veitti Alþingi stjórnvöldum heimild til að staðfesta EES-samninginn með því að samþykkja lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 12. janúar 1993."

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995


"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað."

Nú höfum við hins vegar UNDANÞÁGU frá frjálsum fjármagnsflutningum og hér eru GJALDEYRISHÖFT sem verða EKKI afnumin á næstunni.

"Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 22:47

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"I didn't do it!"

Davíð Oddsson
"var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004, lengst allra, borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005, formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005 og aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands 2005 til 2009."

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 22:57

14 Smámynd: Elle_

Ekki verður um neinn ´samning´ að ræða, heldur skylduskilyrði E-sambandsins sem öllu ræður í hinum rangnefndu ´samningaviðræðum´.  Nei, matur mundi ekkert lækka og enda fáránlegt að vera fastur undir miðstýringu erlends veldis fyrir lækkun gjalda og lækkun á lambahrygg ef svo væri.  Og skrýtið að sambandssinnar tali endalaust um efnahagsmál eins og það væri mál málanna.  Fullveldið er ekki til sölu fyrir neitt, EKKI NEITT.  En við megum ekki eyða meiri skattpeningum í það.  Við stoppum þetta ólýðræðislega ferli sem við kusum ekki og stjórnarskráin leyfir ekki. 

Elle_, 20.8.2011 kl. 23:02

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólk í ÖLLUM íslenskum stjórnmálaflokkum vill aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og FJÖLMARGIR taka að sjálfsögðu ekki afstöðu til aðildarinnar fyrr en samningur um hana liggur fyrir, og jafnvel ekki fyrr en í kjörklefanum.

Menn hafa ENGAN grundvöll til að spá fyrir um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina, hvorki þeir sem eru andvígir henni eða fylgjandi.

Og enda þótt 60% Íslendinga væru fylgandi aðildinni í skoðanakönnun DAGINN FYRIR þjóðaratkvæðagreiðsluna gætu menn ENGAN VEGINN treyst því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði þannig.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 23:07

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR hér á vörur frá Evrópusambandsríkjunum FELLDIR NIÐUR en frá þeim kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 23:11

17 Smámynd: Elle_

Ekki verður um neinn ´samning´ að ræða, heldur skylduskilyrði E-sambandsins sem öllu ræður í hinum rangnefndu ´samningaviðræðum´.

Við stoppum þetta ólýðræðislega ferli sem við kusum ekki og stjórnarskráin leyfir ekki.  

Elle_, 20.8.2011 kl. 23:12

18 Smámynd: Elle_

Við getum lækkað tolla á öllu sem við viljum.  Þurfum ekki E-ríkið til að lækka tolla.

Elle_, 20.8.2011 kl. 23:14

19 Smámynd: Elle_

Tollar munu ekki lækka neitt og það heita að vísu vörugjöld, ekki tollar þar sem tollskráin er alþjóðasamningur sem við ráðum ekki og ekki E-ríkið heldur þó það hafi mikið vald. 

Elle_, 20.8.2011 kl. 23:18

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

ERLENDIR BANKAR Í EISTLANDI.

"
The biggest financial service providers are commercial banks. There were six commercial banks and eleven branches of foreign banks in Estonia at the end of 2008."

Þar af voru sænsku bankarnir Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og Swedbank með samtals 70% markaðshlutdeild.


Statistical Yearbook of Estonia 2009

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 23:19

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

STÓRAUKNAR ERLENDAR FJÁRFESTINGAR HÉRLENDIS MEÐ EVRU Í STAÐ KRÓNU.

Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka hér þátt í verslun og iðnaði ef við verðum með evru
í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.


Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki
, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur.

Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.

Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.

Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.

Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð í framleiðsluna í langflestum tilfellum.


Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 23:22

22 identicon

Elle:  Það er ekki hægt að lækka tolla eða vörugjöld því þá fer of mikið að dýrmætum gjaldeyri úr landinu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 23:23

23 Smámynd: Elle_

Fullveldið er ekki til sölu fyrir neitt, EKKI NEITT.  Ekki heldur fyrir neina efnahagsplúsa í bönkum erlendis hvort sem er í Eistlandi eða Svíþjóð eða í Undralandi.

Elle_, 20.8.2011 kl. 23:29

24 Smámynd: Elle_

Nei, við lækkum bara gjöld eftir okkar behag.  Hví ætti erlendur gjaldeyrir að fara úr landi við það?  Og: SO WHAT?

Elle_, 20.8.2011 kl. 23:31

25 identicon

Elle:  Eigum við þá ekki að leyfa krónunni að fljóta?  Allavega að leyfa Íslendingum að starfa á Íslandi en eiga fjölskyldu erlendis?

Það sem íslensk stjórnvöld þurfa að gera er að segja þjóðinni hvernig staðan er.  Það væri betra fyrir okkur öll ef það væri ekki alltaf að gera stöðuna betri eða aðra en hún er.

Það versta við þetta er að við myndum gera meiri kröfu til stjórnvalda ef hún segði hvernig ástandið væri.

Ég var rosalega sáttur við það þegar VG og SF fóru saman í stjórn.  Þá hugsaði ég að þarna væri stjórn sem myndi gera eitthvað og það fyrir opnum tjöldum.  Ég varð fyrir rosalegum vonbrigðum með þessa stjórn.  Ég er í raun stjórnarandstæðingur í dag.

Ég hefði óskað mér að hún segði okkur strax hver staðan væri og frá því myndum við vinna saman að uppbyggingu þjóðarinnar.  En sú varð ekki raunin.  Nú er það of seint.

Ég hefði viljað hafa Lilju, Ásmund og Atla innan VG og innan stjórnarflokkanna.  Þau hefðu haft miklu meira að segja þar en utan.  En það er þeirra mál. 

Það er ákveðin uppgjöf á íslenskum stjórnmálum hjá mér.  Ég starfa samt sem áður í Þýskalandi sem ákafur jafnaðarmaður.  En Jafnaðarstefnan á Íslandi er líklega ekki til nema í Sandgerði.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 23:52

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar höfum LENGI búið í UNDRALANDI, ElleEricson.

Og MEIRIHLUTI Íslendinga VILL EKKI búa í þessu UNDRALANDI ÞÍNU.

Hér hefur OFTAST verið MIKIL VERÐBÓLGA og HVERNIG ætlarðu að koma í veg fyrir það?!

Hér HÆKKAR verðlag þegar gengi íslensku krónunnar lækkar og EINNIG þegar gengi krónunnar hækkar og eftirspurnin hér eykst.

Og ENGINN er tilbúinn að lána íslenskar krónur til langs tíma ÁN VERÐTRYGGINGAR.

Hvað ætlarðu að gera í því?!

Og hverjir eiga að búa í þessu UNDRALANDI þínu?!

Vegna þess að við búum og höfum LENGI búið í UNDRALANDI hafa þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga flutt frá þessu UNDRALANDI þínu síðastliðna áratugi.

Þeir hafa bara ENGAN ÁHUGA á að búa í þessari ímynduðu Paradís þinni.

Þorsteinn Briem, 21.8.2011 kl. 00:17

27 Smámynd: Elle_

Nei, við getum ekki leyft örmiðli að fljóta, á hann verður ráðist af fjárglæframönnum, glæpamönnum og vogunarsjóðum, Stefán.  Kannski ættum við að skoða nánar upptöku dollars, bandaríska eða kanadíska.   Persónulega vil ég það og hef viljað eins lengi og ég man. 

Tel ísl. gjaldmiðilinn, í höftum eða ekki höftum, of hættulegan, bæði vegna ofanverðs og vegna óstjórnarinnar í landinu og spillingarinnar.  Nú höfum við prófað örmiðil í 70 ár og komið nóg af óðaverðbólgu og fáránlegum sveiflum.  Stjórnmálamenn eyða eins og villimenn og valda verðbólgu með ofureyðslu.  Og fella svo gengið bara að vild og valda enn meiri verðbólgu.  Og það mun ekkert lagast. 

Sjálf gladdist ég ekki að VG fór í stjórn með Versta Flokknum, fannst það ömurlegt.  Óstjórn og spilling innanlands þýðir samt ekki að við værum óhult undir erlendri óstjórn og spillingu eins og í E-ríkinu.  ALLS EKKI.  

Elle_, 21.8.2011 kl. 00:19

28 identicon

Steini, hann er allvega sáttur við höft.  Maðurinn sem vill opna hagkerfið.  Hann hefur verið sáttur við höft á krónunni þangað til að Ísland leitar á náðir annara til að redda sér.

Eiga þýskir skattgreiðendur, þ.á.m. ég, að redda krónunni þegar í ESB er komið?

Eða hvað heldur Steini að gerist þegar Ísland gangi í ESB og taki upp Evru?

Hvaða töfralausn hefur Steini fyrir krónuna þegar gengið er í ESB?  Allir heilvita menn opna bankareikninga erlendis og nota þá.  ESB hefur passað upp á það að kostnaður við úttekt af bankareikningum verði aldrei meiri erlendis (innan ESB) en í heimalandi:)

Líklega er best að halda í krónuna því hún er best þannig að mati aðildarsinna. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 00:29

29 Smámynd: Elle_

Aldrei dytti mér í hug að kalla spillta landið okkar neina PARADÍS og hef aldrei gert, Steini.  Viltu ekki lesa það sem ég póstaði þarna 00:19 og var samt ekki búin að lesa þitt skömmu á undan?  Það lýsti sko engri PARADÍS eða UNDRALANDI.  Við verðum að hafa harðari dóma og skerkara aðhald að glæpamönnum og spilltum stjórnmálamönnum.  Við þurfum ekki erlent ofurríki. 

Elle_, 21.8.2011 kl. 01:08

30 Smámynd: Elle_

- - -  sterkara aðhald að glæpamönnum.

Elle_, 21.8.2011 kl. 01:10

31 identicon

Steini býr í Samfylkingarlandi.  Það er einhver Paradís sem enginn skilur nema einhver sem er haldinn sterkri þörf að hugsa eins og aðrir, þ.e. "Groupthink"

En margir eru haldnir því hvort sem þeir eru með eða á móti ESB. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 01:13

32 Smámynd: Elle_

Ef ég væri E-ríkis-sinni mætti ég að tala svona við Steina og hann segði bara:  ´Elsku kallinn minn´ eða þannig.  Hinsvegar ef ÉG vogaði mér fengi ég grjót og hnullunga, já Grettistök framan í mig og ekkert ´elsku´ neitt.  Og það er ekki voða lýðræðislegt.

Elle_, 21.8.2011 kl. 01:30

33 Smámynd: Elle_

Núna hittirðu sko naglann á höfuðið, Stefán.  Í Versta Flokknum má nefnilega ekki hafa sjálfstæða skoðun og þá kemur Jóhanna hótari.  Og allir steinþegja sem einn og allir öskra sem einn: EVRÓPUSAMBANDIÐ HIÐ EINA, ICESAVE, ICESAVE.

Elle_, 21.8.2011 kl. 01:44

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Örn Ægir Reynisson, þú ættir að skrifa pistla líka á bloggið þitt.

Líttu í stjórnborðið ...

"Einstaklingar standa ekki upp frá samningum án tilefnis eða gildra raka, hvað þá þjóðríki," skrifar Þorsteinn Pálsson, en íslenzka þjóðin sótti aldrei um að láta troða sér inn í þetta ESB, það er algerlega á ábyrgð stjórnmálastéttar sem fór EKKI að þjóðarvilja í því máli.

Hins vegar vildi almenningur þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa umsókn, þegar tillagan um hana var komin fram á Alþingi. 76,3% vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina sjálfa skv. skoðanakönnun Gapacent Gallup birtri 10. júní 2009, en einungis 17,8% vildu það ekki.

ALLAR (8) Gallup-kannanir frá 4. ágúst 2009 til 11. ágúst 2011 hafa sýnt eindregna andstöðu við að ganga í ESB (staðan síðast er: 64,5% á móti, 35,5% með). Sama á við um könnun MMR 17. marz 2011, og í annarri fyrri þar, birtri 14. júní 2010, vildu 57,6% hætta við umsóknina, en 24,3% vildu það ekki.

Allt er þetta kappnóg ástæða til að draga þessa fráleitu umsókn til baka, Þorsteinn Pálsson!

Önnur þungvæg ástæða er sú, að geysilegu fé er fórnað í þessa umsókn og aðildarferlið að ESB, sennilega tugum milljarða, eins og fram kemur í grein eftir Vigdísi Hauksdóttur alþm. í Mbl. 5. þ.m. (Hvað kostar aðlögunarferlið að ESB?). En Þorsteinn fer líklega seint að setja það fyrir sig, enda er hann einn af þeim hálaunuðu embættismönnum ríkisins sem hafa hag af því að þessu "ferli" sé haldið áfram, sjálfur lykilmaður í "samninganefnd" um þetta mál.

Jón Valur Jensson, 21.8.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband