Leita í fréttum mbl.is

Magnús Orri Schram í FRBL: Einangrun

Magnús Orri SchramMagnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni Einangrun og segir þar meðal annars: "Evrusamstarfið mun að öllum líkindum dýpka og breytast töluvert á næstu árum. Til að bregðast við skuldavandamálum einstakra ríkja er stefnt að nánara samstarfi svo taka megi á ríkisútgjöldum og skuldastöðu. Við þessar jákvæðu breytingar mun samstarf innan evru styrkjast og væntanlegur ávinningur Íslendinga af upptöku evru verður enn til staðar.

Þess vegna er afstaða formanns Sjálfstæðisflokksins til aðildarumsóknar mikil vonbrigði. Það er með hreinum ólíkindum að formaðurinn vilji taka af þjóðinni möguleikann til upplýstrar ákvörðunar um aðild að ESB, án þess að vita hvernig tekst með t.d. sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Atvinnulífið í landinu hefur lengi kallað eftir aðild, enda öruggt rekstrarumhverfi mikilvægt fyrir öflugt atvinnulíf, þá sérstaklega þau fyrirtæki sem búa við mikla vaxtarmöguleika. Afstaða formannsins er líka mikil vonbrigði fyrir heimilin, sem hafa vænst lægri vaxta, afnáms verðtryggingar og lægra matarverðs með aðild að ESB.

Þessi afstaða er einnig vonbrigði fyrir miðju og hægri kjósendur sem telja að alþjóðaviðskipti, lægri viðskiptakostnaður og öryggi í rekstrarumhverfi fyrirtækja gegni lykilhlutverki við uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú snúið bakinu við þessum kjósendum og gefið yfirlýsingu um íhalds- og einangrunarstefnu."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband