24.8.2011 | 22:05
Þorgerður vill samning og þjóðaratkvæði
Eyjan skrifar: "Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ósammála Bjarna Benediktssyni, flokksformanni, um að draga eigi til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Hún vill að viðræður verði kláraðar og að þjóðin fái síðan að kjósa um samning.
Mín skoðun hefur ekki breyst, sagði Þorgerður Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Við eigum að klára þetta mál og leyfa síðan þjóðinni að koma að málinu og kjósa um það.
Við eigum að treysta þjóðinni, alveg eins og í Icesave, við eigum að fjölga valkostum en ekki ýta þeim út af borðinu, sagði hún."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Klárað hvaða mál? Ólýðræðislega valdníðslu? Við fengum ekki að kjósa og segjum NEI.
Elle_, 24.8.2011 kl. 22:56
Elle: Ekki segir þú nei við þjóðaratkvæðagreiðslu? Það getur ekki verið ólýðræðislegt að senda mál í þjóðaratkvæði.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 22:57
Gallup: 76,3 % vildu þjóðaratkvæði, júní, 09.
Elle_, 24.8.2011 kl. 23:13
Meirhluti Alþingis og þjóðarinnar vildi samþykkja síðasta Icesave samninginn áður en hann fór í þjóðaratkvæði. Var það ólýðræðislegt að hafa þjóðaratkvæði um Icesave samninginn?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:18
"Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald."
Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 23:27
Viið vorum aldrei með meirihluta fyrir kúgunarsamningnum, Stefán. Ykkur er farið að förla þarna í verðandi stórríkinu.
Elle_, 24.8.2011 kl. 23:31
"Vilji flokksþings Framsóknar var skýr."
"Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt.
Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi.
Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."
Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 23:31
Í lýðræði ræður meirihlutinn, ekki minnihlutinn. Enda fara ´lýðræðisflokkarnir´ síminnkandi og hverfa loks að lokum.
Elle_, 24.8.2011 kl. 23:35
Katrín Jakobsdóttir - Leysa þarf málið með þjóðaratkvæðagreiðslu og gallar eru á tvöföldu aðferðinni
Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 23:37
Og svo var það líka forsetinn sem vísaði ICESAVE í úrslit þjóðarinnar. Jóhanna og Steingrímur vældu yfir lýðræði hans sem þau vildu ekki. ALLS EKKI. ICESAVE var IT fyrir þau. Og eins og þið munið nánast bölvuðu þau honum í fyrra skiptið. Fyrir framan fréttamenn heimsins.
Elle_, 24.8.2011 kl. 23:47
Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.
Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins."
Ríkisstjórninni falið að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 23:56
Lýðræði þýðir samt ekki að meirihlutinn getið brotið lög og stjórnarskrá gegn minnihlutanum. ICESAVE var dauðadæmt. Nema það ynnist fyrir dómi. Hvaða dómur dæmir gegn lögum?
Elle_, 24.8.2011 kl. 23:57
Steingrímur hefur ekkert vægi lengur.
Elle_, 24.8.2011 kl. 23:58
„Við eigum að treysta þjóðinni, alveg eins og í Icesave, við eigum að fjölga valkostum en ekki ýta þeim út af borðinu,“ segir Þorgerður, en hvernig treystir hún þjóðinni og til hvers??? Af hverju hvetur hún ekki þjóðina til þess að byrja STRAX að kynna sér "samniginn", því að hann er í reynd fyrst og fremst allt lagaverk ESB, t.d. Rómarsamningurinn og Lissabonsaningurinn, ótal margt í viðbót raunar, en þungvægustu atriði eru í sáttmálunum, ennfremur í fordæmi annarra aðildarsamninga (accession treaties, þ.e. inntökusáttmála) sem fyrri meðlimaríki hafa þurft að skirfa upp á, og OKKUR YRÐI EKKI HLÍFT VIÐ ÞVÍ. H É R er vísað í aðildarsamning Svíþjóðar, Finnlands o.fl. ríkja, og svo vill til, að þar opinberast réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi við Evrópusambandið. Af hverju byrjar Þorgerður ekki að fræða þjóðina um það? Eða ætlast hún til þess, að einhver kanína verði dregin upp úr einhverjum ESB-hatti á síðustu stundu?! Sumir tala jafnvel um, að þeir munu ekki gera upp hug sinn fyrr en í kjörklefanum!!!!!
Hafi Icesave-samningarnir verið flóknir, þá er samningspakkinn við ESB tröllaukinn í samanburði.
En jafnvel þið hér látið alltaf eins og enginn fái að vita neitt "fyrr en samningur liggur á borðinu"!!!!!!!!!
Svo er alveg fráleitt, að það sé hlutverk ríkisstjórnar, sem hangir á bláþræði, að gefa þjóðinni að "fá" að kjósa um" þetta. Þjóðin valdi þetta ekki í þingkosningunum 2009; VG sneru einfaldlega við blaðinu til að þókknast Samfylkingu til að fá sín ráðherrasæti o.s.frv. o.s.frv.
Allar skoðanakannanir Gallup og MMR á árinu sýna, að þjóðin vill EKKI gera neinn "aðildarsamning" við Evrópusambandið (sú nýjasta: 64,5% andstöðu). Allar tíu skoðanakannanir þeirra frá ágúst 2009 sýna það sama.
Þorgerður er einfaldlega ESB-stelpa, getur ekki annað ... ótrúlegt!
"Treystir" þjóðinni -- góður þessi !!!
Jón Valur Jensson, 25.8.2011 kl. 00:01
Svandís Svavarsdóttir þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu."
Fjölþætt sannfæring - Myndband
Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 00:03
Árni Þór Sigurðsson 3.7.2010:
"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda.
Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."
Ísland og Evrópusambandið – þjóðarumræða eða þöggun?
Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 00:06
Og EKKI er hann að upplýsa þjóðina um FULLVELDISFRAMSALIÐ, hann Árni Þór! En takið þið í alvöru mark á honum í þessu máli? Finnst ykkur ekkert undarlegt, að maður, sem þáði prívat og persónulega 10 millj. kr. styrk frá ESB til ársdvalar í Brussel -- já, hann Árni Þór! -- skyldi hafa verið gerður að lykilmanni í Alþingi til að annast þar öðrum fremur þessi umsókarmál hans Össurar & Co.?
Jón Valur Jensson, 25.8.2011 kl. 00:24
Ögmundur Jónasson þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur.
Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum? Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."
ESB reynir á Vinstri græna
Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 00:33
Auðvitað verður kosið .Það styyttis í það 16, mánuðir í það lengsta.Til Alþingis og hvort eigi að halda ESB ruglinu áfram.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:02
Átti að vera "mesta".st.b. hefur ekki getað komið með neinar sannanir fyrir þvi að hann sé Briem, né að hann hafi unnið á Morgunblaðinu.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:13
Það átti að fara fram þóðaratkvæðagreiðsla,í júní,0,9,um hvort við vildum sækja um aðild að ESB. Þessi stjórn hefur alla sína stjórnartíð,stundað valdníðslu. Fylgst var með hvernig ,óbreyttir þingmenn,voru talaðir til,undir vegg,ef þeir voru andvígir,eða hikandi. það verður að taka umsóknina til baka. Nú reynir á Íslands Hrafnistumenn,að hrinda þessu áhlaupi, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur,vonandi Hreyfingin, berjist nú gegn útlenskum Evrum,sem vilja kaupa ykkur til óþverra verka gegn Íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2011 kl. 01:18
Auðvitað skiptir engu máli hver st.br. er. Þorgerður Katrín mun að sjálfsögðu standa frammi fyrir því hvort fólk í Sjálfstæðisflokknum telur að henni sé treystandi fyrir fjárreyðum Íslands meðal annars.Ég persónulega gef henni 0.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:23
Þorgerður segir ekkert til um hvenær þessi"samningur" hennar sem hún vill láta kjósa um eigi að líta dagsins ljós.Henni finnst það kannski allt í lagi að ESB vilji ræða málið í 20 ár.Hún er bullari.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:29
Hún er ekki Sjálfstæðismaður, hún er krati og hefur verið það frá fæðingu, og ekki bætti úr skák vera hennar með ÞÝSKUM krötum.Stefán Júlíusson getur eflaust fundið nafn hennar í skrám þýska krataflokksins
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:33
Þingmenn Framsóknarflokksins sem greiddu atkvæði MEÐ þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði MEÐ aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði MEÐ aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.
Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 01:37
Aðgangur Kaupþings Banka að þýskum bönkum var ekki eðlilegur.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:37
Var Hreyfingin ekki með??
Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2011 kl. 01:47
Þýsku bankarnir lánuðu mest til Íslenskra banka og fjármálastofnana.Þeir neita í morgum tilvikum að viðurkenna mistökin.Engin þýskur banki má viðurkenna mistök.Það gæti orsakað vantrú á hinu evrópska ofurmenni.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:52
Sem tapaði reyndar seinni heimstirjöldinni.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 01:56
Helga Kristjánsdóttir,
Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari greiddu atkvæði á móti þingsályktunartillögu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Hins vegar kom eftirfarandi fram á þessu bloggi:
30.8.2010:
Þór Saari: Fráleitt að draga ESB-umsókn til baka!
"Annar sem telur þessa hugmynd beinlínis FRÁLEITA er Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Í athugasemd við færslu Marðar Árnasonar um ESB-málið segir Þór umræðuna vera komna á mjög lágt plan og að "Evrópuhersútspil" Ungra bænda sé besta dæmið.
Athugasemd Þórs er svona:
"Sæll Mörður.
Þetta er áhugaverð tillaga og eftir nokkra umhugsum held ég að hún sé mjög skynsamleg.
Þótt þetta hljómi vitleysislega í miðjum aðildarviðræðum er umræðan hins vegar komin í hjólför á svo lágu plani að það er beinlínis pínlegt.
"Íslenskir bændasynir kvaddir í Evrópuher" er bara eitt dæmið.
Ég mun ekki styðja tillögu um stöðvun aðildarviðræðna og tel hana í raun fráleita.""
Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 02:49
Auðvitað bjarga íslendigar sé sjálfir.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 04:49
Á að vera sér sjálfir.Það eru draumórar að einhverjir aðrir geri það.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 04:52
Nei við Esb.
Sigurgeir Jónsson, 25.8.2011 kl. 04:58
Já það er ótrúlegt að Þorgerður Katrín stígi fram og lýsa yfir stuðningi sínum við þessa glötuðu Ríkisstjórn með því að hrópa hátt TREYSTUM ÞJÓÐINNI...
Það er sem er, og það sem er er að þessi Ríkisstjórn lofaði Þjóðinni því að hún fengi að segja vilja sinn um það hvort hún vilji í þessa ESB ferð eða ekki áður en lagt var af stað...
Þjóðinni var lofað því að hún fengi 2 þjóðaratkvæðagreiðslur um þetta mikla mál og það er það sem þjóðin er ósátt við, ósátt að henni skuli ekki hafa verið TREYST fyrir því að svara til um það hvort þetta sé það sem hún vilji eða ekki...
Að Þorgerður Katrín rísi upp núna og væli um að Þjóðinni verði TREYST er bara of seint vegna þess að ALLT TRAUST er farið fjandans til hjá þessari Ríkisstjórn og á hún sér ekki viðreisnar von nema þá með endurnýjuðu vinnu umboði...
Ríkisstjórnin starfar á fölskum forsendum segi ég vegna þess að Ríkisstjórnin var kosin til að vinna allt aðra vinnu en þá sem hún hefur verið að vinna.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.8.2011 kl. 07:19
Heyr Heyr Ingibjörg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2011 kl. 11:02
SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:
"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.
Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.
Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.
Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.
FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 14:45
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir,
HVERJIR í ríkisstjórn Íslands lofuðu þjóðinni TVEIMUR þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Íslands að Evrópusambandinu?
HVENÆR nákvæmlega lofuðu þeir þessum tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum?
Og HVAR get ég séð eða heyrt eitthvað um það?
Hér á Íslandi er ÞINGRÆÐI og MEIRIHLUTI Alþingis SAMÞYKKTI þingsályktunartillögu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 15:11
Jón Valur, Það er löngu búið að sanna að þú hefur rangt fyrir þér. Þar að leiðandi ertu lygari. Þar sem þú heldur viljandi fram röngum upplýsingum um Evrópusambandið.
Það er ekkert að marka þig og þinn málflutning.
Jón Frímann Jónsson, 25.8.2011 kl. 18:08
Þú ert nú með mig á heilanum, pjakkurinn þinn.
Það, sem úr þinni tölvu kemur hér, t.d. á nýlegri vefslóð, óháttvíst og vitlaust, segir fyrst og fremst eitthvað um þig sjálfan, hvorki um mig né málefnin, sem hér er deilt um.
Jón Valur Jensson, 25.8.2011 kl. 21:16
Jón og Jón þið eruð frábærir. Þið minnið mig á myndina "One upon a time there was a revolution" með James Coburn og Rod Steiger.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 21:22
Þeir hétu John og Juan.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 21:30
Stebbi minn, fáðu þér einn þýzkan öllara og slappaðu af.
Þetta er allt undir kontról hér. Bráðum verð ég kominn með Jón í band.
Jón Valur Jensson, 25.8.2011 kl. 23:01
Eins og í bíómyndinni. Þú ert auðvitað John. Jón Frímann er Juan.
Ég er ekki lengur í ESB. Kominn til Sviss. Það er frábært að heyra hvað þeim finnst um alla þessa tvíhliðasamninga.
Ég þori ekki að segja þér frá því:)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 23:19
Jón Valur, Ég er ekki með þig á heilanum. Það er bara sjúkleg ímyndun í þér að halda það.
Hinsvegar er ég á móti öllu sem þú stendur fyrir og hefur hingað til talað fyrir. Enda er þar á ferðinni mannvonskan og óumburðarlyndi holdi klædd. Á meðan þú stendur fyrir þeim málflutningi sem þú gerir í dag. Þá mun ég skrifa á móti því sem þú segir þar sem þess er kostur. Sem er ekki á þínu bloggi. Vegna þess að þú ert ritskoðari sem þolir ekki aðrar skoðanir en þínar eigin.
Það er ennfremur rétt mál sem ég fer með hérna. Þú ert lygari, og krónískur að auki.
Fullyrðingar þínar um ESB hafa hingað til verið ekkert nema rangfærslur og blekkingar um Evrópusambandið. Ég á ekki von á því að það breytist á næstunni.
Ég reikna ennfremur með því að sjá þig með gjallarhorn niðri við Alþingi eftir að ESB aðild Íslands verður samþykkt árið 2013 af Alþingi og íslensku þjóðinni.
Jón Frímann Jónsson, 26.8.2011 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.