Leita í fréttum mbl.is

Krónan er dýr!

Ein krónaPressan.is skrifar: "Veikist krónan mikið meira eru raunverulegar líkur á að Orkuveitan lendi í greiðsluþroti. Forstjóri fyrirtækisins vonast eftir fjármagni frá lífeyrissjóðunum þrátt fyrir lánshæfismatslækkun frá Moody’s.

Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Hjörleifur Kvaran Orkuveituna þola núverandi ástand á gengi íslensku krónunnar en veikist hún hins vegar mikið meira eru raunverulegar líkur á greiðsluþroti. Segir hann þetta staðan hjá flestum fyrirtækjum landsins í dag og Orkuveituna ekki vera neitt einsdæmi.

Hjörleifur segist hafa beðið lengi eftir að krónan styrktist: ,,stjórnvöld hafa æ ofan í æ sannfært okkur um að það sé að fara að gerast. Fyrst átti krónan að styrkjast með því að Icesave-málið leystist. Svo átti hún að styrkjast með endurskoðun á efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvorugt hefur gerst.“"

Þetta vekur upp þá spurningu: hvernig getur gjaldmiðill í höftum styrkst eitthvað að ráði? En eitt er víst: Krónan er íslensku efnahagslífi dýr! Þetta er sama krónan og átti að bjarga öllur hér!

Samkvæmt greiningu Íslandsbanka eru afar litlar líkur á að krónan styrkist á næstum mánuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef Orkuveitan lendir í greiðsluþroti, er það þá vegna þess að krónan er vond eða vegna þess að Orkuveitan skuldsetti sig út fyrir öll skynsemismörk?

Það er gott að geta kennt örðu um en eigin klúðri.

Verður þetta ekki eins með kjarasamningana? Þar sömdu menn um launahækkanir sem engin innistæða var fyrir, sem veldur verðbólgu, sem hækkar lánin o.s.frv. Hvað ætli sé langt í að menn kenni krónunni um það líka?

Haraldur Hansson, 25.8.2011 kl. 13:02

2 identicon

Þessi fyrirtæki skulsettu sig í erlendri mynt.  Þess vegna er það erfiðara að borfa til baka í dag.  Þess vegna er það ofurskuldsetningu að kenna og gjaldmiðlinum að erfitt er að greiða skuldir með þeim tekjum sem fyrirtækið hefur því það er í íslenskum krónum.  

Aukin eftirspurn innanlands getur auðvitað ekki styrkt gengið því mest öll neysla er innflutt.  Það eykur þrýsting á gengið til lækkunar ef laun hækka of mikið.  Þetta er í raun aðeins hagfræðin um framboð og eftirspurn. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 15:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 3 milljarða í arð til ríkissjóðs.

Jafnframt er gert ráð fyrir að sala eigna skili 7 milljörðum í ríkissjóð.

Landsvirkjun hefur ekki greitt út arð frá árinu 2007
þegar fyrirtækið greiddi 500 milljónir í arð til ríkissjóðs.

Eftir hrunið, haustið 2008, var tekin ákvörðun um að hlífa Landsvirkjun við arðgreiðslum vegna mikils titrings á lánamörkuðum.

Eiginfjárhlutfall Landsvirkjunar var 34% um síðustu áramót."

Landsvirkjun greiði þrjá milljarða króna í arð til ríkissjóðs

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 16:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 8,9%, Kanadadollar um 8,16%, íslensku krónunni um 6,91%, japanska jeninu um 3,15%, breska sterlingspundinu um 2,9%, sænsku krónunni um 2,02% og norsku krónunni um 0,51%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 60,62%.

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 16:30

5 Smámynd: Grásleppan

Ef ekki væri vegna krónunnar þá væri hér orðið þjóðargjaldþrot eins og á Grikklandi. Orkuveitan væri löngu kominn í þrot hefði hún notast við handónýta evru sem er að setja allt á annan endann í Evrópu.

Grásleppan, 25.8.2011 kl. 17:48

6 identicon

Grásleppan:  Þú segir alltaf bara eitthvað.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 17:54

7 Smámynd: Grásleppan

Stefán og Steini. Þið ættuð að fara að lesa ykkur betur til um evrópumálin á Evrópuvaktinni, einnig eru leiðarar moggans mjög fróðleigir

Grásleppan, 25.8.2011 kl. 20:28

8 identicon

Grásleppan:  Það er ekkert betra en að búa bara á staðnum og taka púlsinn á evrópumálum innan ESB.

Ég þarf engar sögubækur eða ævintýrabækur. 

Ég hef búið í ESB í 10 ár og þekki aðstæður mjög vel. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 20:32

9 Smámynd: Grásleppan

Íbúar ESB vilja komast út úr þessu bálkni! Það á eftir að líða undir lok einn daginn eins og sovéttríkin forðum og verður þá fagnað um víða veröld!

Grásleppan, 25.8.2011 kl. 21:39

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef búið víða í Evrópu, í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, Hrísey, á Akureyri, í Hnífsdal, Grindavík, á Seltjarnarnesi, í 101, 104, 107 og 108 Reykjavík, Svíþjóð, Eistlandi og Rússlandi.

Heimsbyggðin hefur engan áhuga á Mófuglunum, Hádegismórunum og ykkur aftaníossum þeirra, rauðmögunum og grásleppunum, nema til að hafa ykkur að háði og spéi.

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 21:47

11 identicon

Grásleppan:  Ég hef byrjað að tala um evruna hjá mörgum vinum mínum.  Það skilur enginn af hverju ég er að tala um peninga.  Þeir fá borgað í evrum og borga í evrum.  

Ég skil ekki fullyrðingar Íslendinga á Íslandi hvað evrópumenn vilja þegar þeir eru sjálfir á Íslandi.

Hvernig væru ef menn myndu sjálfir taka púlsinn? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 21:50

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan hefði styrkst ef Icesave deilan hefði verið leyst. Þ.e ef þjóðin hefði sagt JÁ

En þjóðin sagði NEI og því fór sem fór.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2011 kl. 23:33

13 identicon

Sleggjan:  Ég veit það ekki.  Það þarf að hugsa um svo margt annað.  Nú er verið að tala um virkjunarmöguleika.  Sem betur fer.

Mér hefur fundist VG vera svolítið akkeri á þessu öllu saman.

En ég er ekki hlutlaus.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 23:36

14 Smámynd: Elle_

Fullveldi lands snýst ekki um dýrt og ekki dýrt. 

Elle_, 26.8.2011 kl. 00:00

15 Smámynd: Elle_

Hlustið á forsetann: Heimsveldi falla. Einræðisherrar leggja niður vopn sín en ríki sem leitast við að vera frjáls, sjálfstæð og fullvalda hafa farið með sigur af hólmi á síðari tímum, bæði í Evrópu og um gjörvalla heimsbyggðina.

Elle_, 26.8.2011 kl. 00:02

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eistland er núna í Evrópusambandinu AÐ EIGIN ÓSK en var áður í Sovétríkjunum gegn vilja sínum, ElleEricson.

Þorsteinn Briem, 26.8.2011 kl. 00:06

17 identicon

Elle:  Hver er einræðisherra ESB?

Hvaða ríki eru undirokuð?

Hvaða ríki geta ekki gert það sem þau vilja?

Ég veit ekki betur en að Grikkland er ekki að skera eins mikið niður eins og Þýskaland og Frakkland vill.  

Hvað gerist þá? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 00:06

18 Smámynd: Elle_

Grikkland og Írland í það minnsta eru undirokuð af valdstjórninni.

Elle_, 26.8.2011 kl. 00:09

20 Smámynd: Elle_

Danmörk fær ekki að verja landamæri sín að vild.  

Elle_, 26.8.2011 kl. 00:14

21 identicon

Elle:  Þetta er ekki rétt.  Ríkin mega gera það sem þau vilja.  Danmörk má gera það sem það vill.  Það gera önnur ríki.  

Fréttirnar á Íslandi eru alltaf í efsta stigi.

En þú mátt alveg trúa þessu. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 00:17

22 Smámynd: Elle_

Miðstýringin er að valda ósætti og ófriði í nokkrum löndum.  Það var nú það fyrir friðinn í friðarálfunni. 

Elle_, 26.8.2011 kl. 00:17

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Norðurlöndin hafa ENGAN áhuga á að segja sig úr Schengen-samstarfinu.

Schengen-samstarfið
tók gildi hér á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 25.3.2001.

Mbl.is 1.2.2002
:

"Um 20 danskir meðlimir í samtökum Vítisengla eða Hell's Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær og var 11 þeirra meinuð landganga."

"Norðurlöndin fimm hafa frá árinu 1954 átt með sér álíka samstarf, Norræna vegabréfasambandið, um afnám vegabréfaskoðunar vegna ferða milli þeirra.

Það var ekki síst til þess að varðveita það sem Noregur og Ísland afréðu að taka þátt í Schengen-samstarfinu með hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 26.8.2011 kl. 00:19

24 identicon

Elle:  Segðu mér hvernig miðstýringin virkar?  Nú vil ég fá að vita það.  Nú er ég orðinn eruoskeptiker.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 00:20

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

EKKERT RÍKI hefur sagt að það vilji segja sig úr Evrópusambandinu eða hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.

Þorsteinn Briem, 26.8.2011 kl. 00:23

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað hefði krónan styrkst ef gengið hefði verið frá icesaveskuld þeirra sjalla sem þeir settu Landið íábyrgð fyrir.

Sko, staðreyndin er þessi: Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ásamt öfgamönnum allrahanda hafa stórskaðað land og þjóð til langs tíma litið með háttalagi sínu síðustu misseri. Og var þó skaðinn af þeirra völdum nógur fyrir. Nýbúnir að rústa landinu.

Í raun svipuð taktík og Tepokavitleysingarnir í BNA beittu hérna á dögunum. þeir hikuðu ekki við að stefna Bandaríkjunum í voða. Sinntu engu um þjóðarhag.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2011 kl. 00:27

27 identicon

Það er svolitið sérstakt að ég fór á fund á kommúnistum í Berlín.  Kommar sögðu að enginn Grikki vildi vera án evru.  Evran og ESB væru ekki orsökin heldur grísk stjórnmál.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 00:28

28 Smámynd: Elle_

 >Nú er ég orðinn eruoskeptiker.<  Haaahh, hhhah.  Já, enda kominn til Sviss, las það í öðrum þræði og þú hefur þá lært af þeim.  Stefán, miðstýringin er voða lúmsk og tekur yfir 90 þúsund blaðsíður of lögum.  Hvorki meira né minna.

Elle_, 26.8.2011 kl. 00:28

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁRALÖNG ÓSTJÓRN hjá Grikkjum, rétt eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum:

Sjálfstæðisflokkurinn - TRAUST efnahagsstjórn, stærsta velferðarmálið!


Framsóknarflokkurinn - ÁRANGUR ÁFRAM, ekkert stopp!

Þorsteinn Briem, 26.8.2011 kl. 00:31

30 Smámynd: Elle_

90 þúsund blaðsíður af lögum sem Jóhanna gæti ekki lesið.

Elle_, 26.8.2011 kl. 00:41

31 identicon

Elle:  Þetta var skárra í Berlín, en ég er aðeins búinn að vera hér í 2 vikur.  Við sjáum til

En Elle, hvernig væri að skreppa til útlanda og tala við ESB pakkið? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 00:48

32 Smámynd: Elle_

Ég hef aldrei kallað venjulegt fólk í E-sambandinu neinu ljótu.  Kenni ekki hinum venjulega manni um pólitískan yfirgang og þau eru ekkert öðruvísi en við.  Við þurfum heldur ekki að fara úr landi fyrir það.

Elle_, 26.8.2011 kl. 00:58

33 Smámynd: Elle_

2 Englendingar, heiðursmenn, komu og hittu okkur í ÞJ. HEIÐRI.  Þeir þola ekki að vera í E-sambandinu. 

Elle_, 26.8.2011 kl. 01:03

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn les lagasöfn spjaldanna á milli.

Íslenska lagasafnið
er rúmlega tvö þúsund blaðsíður.

Þorsteinn Briem, 26.8.2011 kl. 01:10

35 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Evran er dýr.

Sigurbjörn Svavarsson, 27.8.2011 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband