Leita í fréttum mbl.is

Áhugavert um matvælalöggjöf ESB

Fréttablaðið birti í dag áhugaverða grein um matvælalöggjöf ESB, en síðari hluti hennar tekur gildi hér á landi í nóvember. Í greininni segir meðal annars:

"Markmið matvælalöggjafarinnar er að vernda líf og heilsu manna og tryggja jafnframt frjálst flæði vöru á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá eiga reglurnar að tryggja hagsmuni neytenda og til að mynda gera þeim kleift að rekja feril matvæla á öllum stigum framleiðslu og dreifingar.

"Ég held að þessar reglur séu vandaðar og settar að mjög vel skoðuðu máli. Almennt séð held ég að þær séu til bóta og þetta sé góð löggjöf," segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun, um nýju reglurnar."

Síðar segir: "Íslensk sláturhús hafa að sögn Sigurðar haft útflutningsleyfi til Evrópuríkja frá árinu 1992. Nú hafi öll sauðfjársláturhús, nokkur stórgripahús og öll stóru mjólkurbúin slíkt leyfi.

Matvæla- og dýralækningastofnun ESB sótti Ísland heim í september á síðasta ári. Markmiðið var að meta framleiðsluferla við kjöt- og mjólkurframleiðslu á Íslandi hjá fyrirtækjum sem flytja út til ríkja

ESB og ganga úr skugga um hvort framleiðslan væri í samræmi við reglur. Voru heimsótt fimm fyrirtæki sem öll höfðu hlotið útflutningsleyfi.

Hjá öllum fimm fyrirtækjum var hins vegar misbrestur á því að reglunum væri framfylgt. Engin gögn voru til staðar um það hvort fyrirtækin hefðu uppfyllt gæðastaðla áður en þau hlutu leyfið. Þá kom í ljós skortur á skipulagi, aðstöðu, tækjum og viðhaldi í þeim öllum auk þess sem ýmsar aðrar athugasemdir voru gerðar við starfsemi þeirra.

Í einu kjötframleiðslufyrirtæki þóttu aðstæður fullkomlega óviðunandi og var þess þegar krafist að leyfið yrði dregin til baka. Í öðru sláturhúsi þótti vera töluverð hætta á smitum milli tegunda auk þess sem skortur var á merkingum. Mjólkurbúin tvö sem heimsótt voru uppfylltu hins vegar kröfur að mestu leyti. Þá töldu skoðunaraðilarað heilbrigði fólks stæði ekki ógn af framangreindum vanköntum.

"Það var strax tekið á þessum athugasemdum held ég. Almennt er ástandið nokkuð gott en ef þú ferð í svona matvælafyrirtæki má lengi finna eitthvað sem er að. Auðvitað má ýmislegt bæta," segir Sigurður, spurður um þessa gagnrýni." (Leturbreyting - ES-blogg)

Þetta er gott dæmi um góða löggjöf frá ESB, sem er í þágu bæði framleiðenda og ekki síst neytenda.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðunarmenn eiga alltaf að finna að einhverju.

Ég man eftir því að Svisslendingar voru með tvöfalda framleiðslu á matvöru árið 1997 þegar ég var fyrst í Sviss.  Ein var eins og þeir vildu hafa hana og aðra fyrir útflutning til ESB landa.  Það fannst mér ansi áhugavert. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vá, ofsalega áhugavert !!!

eða hitt þó heldur.

Okkur varðar ekkert um þetta. En hafið ið spurt viðmælandann, hvort honum hafi verið boðið til Brussel? Það er full ástæða til að spyrja; árum saman hefur heilum herskara embættismanna og fulltrúum ríkisstofnana verið boðið þangað, fríar ferðir og uppihald, -- fyrir utan stjórnmálamenn, verkalýðsfrömuði, atvinnurekendur, háskóla- og félagsmálamenn af ýmsu tagi.

Tilgangurinn er eflaust sá hinn sami og lá að baki þeirri fjárfestingu ESB að láta 230 milljónir til Athygli hf. til að annast fyrir sig hlutdrægan "kynningar"-áróður um Evrópusambandið, sem sendisveit ESB hér á landi hefur sjálf ekki leyfi (skv. Vínarsamningnum) til að halda hér uppi.

Jón Valur Jensson, 25.8.2011 kl. 23:08

3 identicon

Ég hef aldrei verið í Brussel. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 23:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 23:21

5 identicon

Góða nótt Steini;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 23:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, STÓRLÆKKAÐ MATVÖRUVERÐ, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU.

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 23:31

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Valur

Þú hefur ekkert málefnalegt fram að færa í sambandi við þessa frétt og byrjar að tala um utanlandsferðið.

Svona talar rökþrota maður. ESB er að verja neytendur, almenning og fyrirtæki.

Fólk mun á endanum sjá í gegnum drengi einsog Jón Val og horfa skynsamlega á hlutina og kjósa JÁ þegar samningurinn lyggur fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2011 kl. 23:32

8 identicon

Steini:  Gerum tékklista.  Flest allt það sem þú segir núna mun ekki gerast þegar Ísland gengur í ESB.

Það er svo margt annað, en af hverju nefnir þú það ekki.

Eins og t.d. fjórfrelsið.  Að einstaklingur geti unnið á Íslandi en búið með fjölskyldu sinni erlendis;)

Kveðjur:)) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 23:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Þú ert hér með alls kyns FULLYRÐINGAR ÁN ÞESS AÐ RÖKSTYÐJA ÞÆR.

Ég hef aftur á móti RÖKSTUTT mínar fullyrðingar hér í bak og fyrir.

Þú getur að sjálfsögðu sagt að þér FINNIST eitt og annað, eins og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En þessar ENDALAUSU lýsingar ykkar á því hvað YKKUR FINNST um eitt og annað SKIPTIR AKKÚRAT ENGU MÁLI fyrir þá sem vilja taka afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 25.8.2011 kl. 23:52

10 identicon

Steini:  Góða nótt.  Það er gaman að lifa í draumaheimi og biðja raunveruleikann um að staðfesta að hann er þar.

Þú ert þar.

Góða nótt.  Dreymi þig vel. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 00:23

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

ÖLLUM
er nákvæmlega sama hvað þér FINNST um mig og Evrópusambandið, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 26.8.2011 kl. 00:28

12 identicon

Mér finnst ESB miklu betra en draumórarnir þínir.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 00:31

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Ég beiti ALLTAF RÖKUM og STAÐREYNDUM í öllum mínum málflutningi og hef skrifað ÞÚSUNDIR frétta og fréttaskýringa án þess að nokkrar athugasemdir hafi verið gerðar við þær.

En EKKI hvað mér FINNST um hitt og þetta.

Þess vegna hafa FJÖLMARGIR áhuga á því sem ég birti hér og taka SJÁLFIR afstöðu til þess.

ÖLLUM
er hins vegar skítsama hvað ÞÉR FINNST um Evrópusambandið og fjórfrelsið sem þú ert með á heilanum og jafnvel í heila stað, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 26.8.2011 kl. 01:01

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Vonandi kemur ESB. þetta ekkert við,en það sem okkur ríkisborgurum kemur við,er hvað utanríkisráðherra er að gera. Nú skal hann svara Jóni Leósyni,þá kemur í ljós það sem við höldum fram,að maðurinn er umboðslaus að neyða okkur í Evrópusambandið. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2011 kl. 03:34

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Of þreyttur er ég til að þrasa

við þrjózka menn,

kom mér helzt í hug í gærkvöldi og hélt síðan áfram að lognast út af og hef núna engan tíma í svör, þannig að þið haldið bara áfram að njóta ykkar, evruvinir (lesið þó Staksteina í dag) og Evrópusambandsaaðdáendur ...

Jón Valur Jensson, 26.8.2011 kl. 07:57

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er víða pottur brotinn í íslenskri matvælaframleiðslu.. sláturhúsin á íslandi eru flest á undanþágum sama gildir um flestar kjötvinnslurnar.. matvælaöryggi mæ ass.

íslensk mjólkurframleiðsla og ostaframleiðsla er sorglega léleg og kostnaðarsöm.. svo má lengi telja..

Fiskvinnslurnar eru a ðdeyja út í boði LÍÚ og sjallana.. svona má lengi telja..

íslenskir bændur eru sorglega slakir og lélegir í sínu einkaframtaki.. finnast góðar undnatekningar þó en þeir eru oft kúgaðir af bændaforystunni..

islendingar eru þrælar eigin hugsunarháttar..

Óskar Þorkelsson, 26.8.2011 kl. 08:31

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga. Það verður kosið um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir. Þjóðin verður því ekki þvinguð inn í ESB.

Alþingi tók um það ákvörðun að sækja um ESB aðild og því hefur utanríkisráðherra fullt umboð til að vinna því máli brautargengi.

Jón Valur. Það er lágkúrulegt að ásaka alla sem eru annarrar skoðunar en þú um að hafa annarlegar hvatir til sinna skrifa eða vera á einhvers konar mútum. Það er fullt af fólki sem hefur raunverulega kynnt sér hvað felst í ESB aðild og gerir sér grein fyrir því að hagsmunum Íslands er væntganlega betur borgið innan ESB en utan. Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að hræðskuáróður um missi auðlynda, fullveldis, sjálstæðis og hamfarir í sjávarútvegi eða landbúnaði eru innihalgslaus hræðsluáróður og ekkert annað.

Sigurður M Grétarsson, 26.8.2011 kl. 09:10

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Sigurður mikið vildi ég að ég væri sátt,það er svo erfitt að horfa upp á stjórnvöld,kynna aðildarumsóknina ísmegilega,það gerir mig allavega reiða,þegar pakkann skyldi opna,siðan ákveða hvort við vildum sækja þarna um. En nei,þetta er ekki þannig ,það er of seint að kjósa um,þegar allt okkar regluverk hefur verið innleitt. Okkar dugmestu mótmælendur vita allt um "Stjórnarskrá" ESB. Þið vitið að þeir geta breytt reglum,hvort sem okkur líkar betur eða ver.-- Rétt fyrir samdrátt Jóhönnu og Steingríms,lýsti hann yfirvofandi borgarastyrjöld,ef Ags kæmi inn, hann var á móti öllu,sem hann leggur sig fram um að innleiða hér,þannig stjírnmálamönnum er ekki treystandi,enda margir sem hann kusu,æfir út í hann.  Ef hræðslu áróður er það að vara við, hvað kallast þá áróðurinn um Kúpu norðursins og annan "fokking" áróður,sem ógnar fólki til hlíðni við að greiða fjárkúgurum. Eru þessir peningar til enn? Þeir voru til í Seðlabankanum,meðan áróðurinn stóð sem hæst,síðan er eins og þeir hafi gufað upp. Rétt einu sinni sýndu Sigmundur Davíð,Vigdís,Eygló, virðingarverða baráttu,ekki aðeins að Sigm. kæmi með lausn sem síðan reyndist sú besta, til aðstoðar heimilum í greiðsluvanda  en var ekki hlustað á)heldur batt fólk vonir við hann. Hann einn gat hugheyst fólk og komið með dæmi um,hvað gæti gerst,í versta og besta falli,í mótmælum gen Æsi-reikningnum. Vonandi treysta andstöðu  flokkarnir böndin á þingi,vinna fyrir heiðri þóðar sinnar,af hugsjón,styrkir Esb eu ætlaðir í annað,hann gengur ekki í heiðvirða menn.

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2011 kl. 13:26

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga. Hvað meinar þú með því að það verði orðið of seint að kjósa því allt regluverkið hafi verið innleitt? Ert þú enn að bera á borð þá haugalygi ESB andstðinga að við séum í "aðlögunarferli" en ekki "umsóknarferli". Það er einfaldlega rangt að allr regluverk ESB verði þegar innleitt þegar að kostningum kemur. Aðlögunin fer fram eftir kosningar ef þjóðin ber gæfu til að samþykkja ESB aðild.

Hvað varðar stjórnarskrá ESB þá er það svo að hvorki er hægt að breyta stofnsáttmála ESB né ákvæðum í aðildarsamningum einstakra ríkja nema með 100% samþykki allra aðildarríkja. Það hafa því allar þjóðir neitunarvald um slíkar breytingar og því verður engu í þeim köflum breytt sem að okkur snúa nema með okkar samþykki. Svo má ekki gleyma því að ef ESB bretist með þeim hætti að við teljum okkur illa vært þar inni þá getum við einfaldlega gengið þaðan út aftur. Það getum við einfaldlega vegna þess að öfugt við bullið í ýmsum ESB andstæðingum þá höldum við okkar sjálfstæði og fullveldi þó við göngum í ESB.

Hvað varðar Icesave málið þá er það alveg rétt að viðbrögð umheimsins hafa ekki orðið eins slæm og menn óttuðust. Það var hins vegar ekki svo eð til væru sjóðir til að gera upp það mál enda hefði þá ekki verið kosningar um ríkisábyrð á láni frá Bretum og Hollendingum til að gera málið upp.  Icesave málið snerist einfaldlega um það hvort við vildum ganga að tilteknu samkomulagi um lausn málsins eða taka áhættu fyrir dómstólum. Það kemur ekki í ljós hvort var hagstæðara fyrir okkur fyrr en dómur fellur í málinu. Sá dómur getur orðið þannig að við þurfum að greiða minna en samkomulagið gerði ráð fyrir og jafnvel ekki neitt en niðurstaðan getur líka orðið sú að við þurfum að greiða mun meir aen samkomulagið gerði ráð fyrir.

Sigurður M Grétarsson, 26.8.2011 kl. 20:19

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

SMG beindi þessum orðum til mín: "Það er lágkúrulegt að ásaka alla sem eru annarrar skoðunar en þú um að hafa annarlegar hvatir til sinna skrifa eða vera á einhvers konar mútum."

En þetta er fráleit alhæfing hans sjálfs, ég hef ekki einu sinni ásakað SMG fyrir þetta. En sífelld heimboð Brussel-manna til hundraða Íslendinga höfðu áreiðanlega sinn tilgang, rétt eins og 230 milljónirnar sem fara í gegnum Athygli og SMG hneykslast ekki vitund yfir!!!

Ég ásakaði ekki íslenzka ESB-sinna um að vera almennt með "annarlegar hvatir til sinna skrifa eða að vera á einhvers konar mútum," fjarri fer því; - áhrifin af nefndum boðsferðum eru hins vegar ugglaust þau að snúa ýmsum og blekkja þá til fylgis eða eindregnara fylgis við stórríkið sem vill innbyrða okkur.

Jón Valur Jensson, 26.8.2011 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband