Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. með pistil um ESB-málið

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, fyrrum ráðherra , skrifar einnig pistil um ESB-málið á Pressuna. Hann segir:

"Nú er samningaferlið á milli Íslands og ESB að komast á hástig. Í júní voru opnaðir fjórir kaflar af tæplega fjörutíu. Tveimur var lokið strax og hinir eru í ferli.

Hinsvegar er mikilvægt að ná sem allra fyrst að opna erfiðu kaflana; þ.e. um landbúnað, sjávarútveg og gjaldmiðilsmálin. Eftir því hefur verið kallað og nauðsynlegt er að svo verði til að hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu snemma árs 2013 um hvort við göngum í ESB. Fyrir þingkosningar í maí það ár.

Því er verra þegar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skuli hægja á ferlinu með því að setja sitt fólk ekki til verka við undirbúning viðræðna við sambandið. Auðvitað er óhugsandi að einn ráðherra reyni að taka sér það alræðisvald að fara gegn ályktun Alþingis og ákvörðun um aðildarumsókn. Það voru jú meginrök Jóns Bjarnasonar í hvalveiðimálinu á dögunum.

Ráðherrann var þar í seldri sök, að eigin sögn, vegna ályktunar Alþingis frá 1999 um hvalveiðar. Hann gat því ekki annað en stutt veiðar áfram þrátt fyrir andstöðu margra úr stjórnarflokkunum gegn Hvalveiðum.

Sama á auðvitað við vegna umsóknarinnar um aðild að ESB. Vel þekkjum við heita umræðu liðinna ára um yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart löggjafanum. Ekki skal því haldið fram hér að slíkt sé í uppsiglingu enda óhugasandi með öllu að ráðherra gangi gegn ákvörðun Alþingis í nokkru máli.

En að erfiðu köflunum. Rýniskýrsla ESB um landbúnaðarmálin á Íslandi er einkar áhugavert skjal. Gefur skýrslan væntingar um jákvæða samningsniðurstöðu okkar í þessu erfiða máli. Markmið Alþingis er að verja stöðu landbúnaðarins og gera greininni kleift að sækja fram í kjölfar aðildar. Rýniskýrslan gefur fyrirheit um að það geti vel gengið eftir. Samið verði um sérlausnir fyrir íslenskan landbúnað."

Allur pistil Björgvins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband