Leita í fréttum mbl.is

Landbúnaðarmálin í leiðara FRBL

FRBLGóður leiðari Fréttablaðsins í dag fjallar einnig um ESB-málið, þ.e. landbúnaðarmál og er eftir Ólafur Stephensen. Hann skrifar:

"Andstæðingar þess að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu gera nú mikið úr því að ESB hafi sett skilyrði fyrir því að hægt sé að fara að ræða landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum.

Hvaða skilyrði eru það? Jú, að Ísland leggi fram tímasetta áætlun um hvernig það hyggst uppfylla kröfur Evrópusambandsins um m.a. stjórnsýslu landbúnaðarmála og breytingar á löggjöf, fari svo að þjóðin segi já við aðildarsamningi.

Af hverju eru þessi skilyrði sett? Vegna þess að Ísland lýsti yfir að það hygðist ekki byrja að laga stjórnsýslu, löggjöf og stofnanir sínar að regluverki ESB fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, færi svo að þjóðin segði já. Í rýniskýrslu sinni um landbúnað gerir Evrópusambandið engar athugasemdir við þessa aðferðafræði íslenzkra stjórnvalda, þótt hún sé frábrugðin því sem gerzt hefur í öllum öðrum ríkjum sem sótt hafa um aðild.

Af hverju kemst Ísland upp með þetta? Eina ástæðan fyrir því er að íslenzk löggjöf, stofnanir og stjórnsýsla eru nú þegar mjög vel aðlagaðar regluverki ESB vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það sem á eftir að gera, komi til ESB-aðildar, er algjörir smámunir miðað við aðlögun undanfarinna sextán ára. Ísland er reyndar einna stytzt komið í aðlögun á sviði landbúnaðar, en það hjálpar þó heilmikið til að Alþingi skyldi í desember 2009 samþykkja frumvarp Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að taka upp stóran hluta af matvælalöggjöf Evrópusambandsins, sem gerbreytir öllu regluverki á sviði matvælaöryggis."

Allur leiðarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband