7.9.2011 | 21:00
Friðrik Jónsson bætir við pistli um ESB-málið
Það virðist rigna inn pistlum um ESB-málið á netið, einn nýr er eftir Friðrik Jónsson, sem skrifar reglulega á Eyjuna. Hann segir:
"Samfylkingin er jafnan gagnrýnd af fulltrúum annarra flokka á þingi fyrir það að hafa enga aðra framtíðarsýn en aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þessi gagnrýni beinist augljóslega jafnframt að okkur sem ekki eru félagar í Samfylkingunni, en eru hlynntir aðild Íslands að ESB.
Sú gagnrýni er við nánari skoðun ósköp léttvæg, þó ekki væri nema af tveimur megin ástæðum.
Annars vegar vegna þess að framtíðarsýnin Ísland í ESB er ansi mögnuð og fæli í sér verulegar breytingar á ýmsum sérviskuháttum íslenskum. Alvöru fríverslun við okkar helstu nágrannaþjóðir á svo að segja öllum sviðum yrði stærsta merkjanlega breytingin frá fyrsta degi, áhrif á stjórnsýslu yrðu önnur breyting, margt til batnaðar, sumt íþyngjandi, og víðtæk efnahagsleg áhrif yrðum við vör við í vaxandi mæli, sérstaklega í aðdraganda upptöku Evru sem gjaldmiðils, og ekki síst þegar því takmarki yrði náð, svo fátt eitt sé talið.
Hins vegar vegna þess að þeir sem gagnrýna með þessum hætti hafa ekki boðið upp á neina sambærilega framtíðarsýn eða valkost sem hægt væri að stilla upp andspænis aðild að ESB. Vefur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er skýrt dæmi um þetta. Þar á forsíðu er tengill í skjal sem yfirskriftina 12 ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild. Allar ganga þær meira og minna út á að hafna aðild út frá mestmegnis bábyljurökum um hversu afleitt samband þetta er, en hvergi er reynt að setja fram annan heildarvalkost. (Leturbreyting, ES-blogg)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hinn valkosturinn er að halda uppi sjálfstæðu, fullvalda þjóðríki, Friðrik Jónsson! - ríki sem á í viðskiptum við allan umheiminn og gerir verzlunar- og tollasamninga við mörg ríki, m.a. í samfloti með öðrum EFTA-þjóðum. Afsal æðsta fullveldis landsins (einkum á sviði löggjafar)s í hendur Brussel- og Stassborgar-valdamönnum, sér í lagi ráðherraráðinu, er bæði fyrir neðan virðingu okkar og andstætt þjóðarhagsmunum,
Jón Valur Jensson, 7.9.2011 kl. 23:41
Þýskaland og Kína undirrita 1.700 milljarða króna viðskiptasamninga
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 00:31
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 00:33
Innskot Steina svara ekki mínu svari til Friðriks.
Svo eru 1700 milljarðar ekki miklir peningar milli Kína og Þýzkalands.
Jón Valur Jensson, 8.9.2011 kl. 03:29
Jón Valur Jensson,
Engu máli skiptir hvort ÞÉR FINNST 1.700 milljarðar króna vera há eða lág upphæð.
Kína og Þýskaland, sem er EITT AF ríkjum Evrópusambandsins, hafa gert þennan viðskiptasamning.
Og önnur ríki Evrópusambandsins gera að sjálfsögðu einnig viðskiptasamninga við ríki sem ekki eru í Evrópusambandinu.
Þar að auki er harla einkennilegt ef ÞÉR FINNST ekkert fullveldisafsal vera fólgið í aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu en aftur á móti í aðild landsins að Evrópusambandinu, þar sem það TÆKI ÞÁTT Í að semja lög sambandsins.
Eða þá að fullveldi Íslands MINNKI við að TAKA ÞÁTT Í að semja lög Evrópusambandsins.
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 04:25
Þetta er ekki spurning um, hvað mér finnist, enda sagði ég ekkert í þá veru. Sem hlutfall af utanríkisviðskiptum þessara tveggja ríkja er þetta smávægileg upphæð.
Þátttaka Íslands í löggjöf Evrópusambandsins yrði það, sem enskir kalla "negligible" eða m.ö.o. nánast ekki nein. Ísland fengi ENGAN tillögurétt um lög á ESB-þinginu í Strassborg og Brussel, en umræðu- og atkvæðisrétt. Rétt til frumvarpa þar hefur framkvæmdastjórnin í Brussel EIN. Þetta er eins og ef ríkisstjórn Íslands hefði EIN heimild til að bera fram lagafrumvörp á Alþingi! En þér "finnst" þetta eflaust sýna, hve lýðræðislegt það sé þetta Evrópusamband þitt.
Atkvæðisréttur Íslands á ESB-þinginu yrði um 1/125 hluti allra atkvæða og færi minnkandi, ef ríkjunum þar fjölgar. En Jón Sigurðsson forseti taldi það af og frá, að Íslendingar ættu að lúta því að taka þátt í þingi Dana upp á þau býti, að við fengjum þar 1/25 hluta allra atkvæða. Um þetta ritaði hann í I. árg. Andvara árið 1874 (s. 116-117, hornklofainnskot JVJ):
„Um hitt, sem einungis snertir Danmörku, höfum vér aldrei óskað að hafa neitt atkvæði; það eru Danir sjálfir, sem hafa verið að ota að oss þessum málum og bersýnilega til þess að ávinna með því fullkomið yfirvald yfir oss í vorum eiginmálum, því að þá er það eftir þeirra áliti jafnrétti, að þegar vér erum til dæmis 25 sinnum færri en þeir, þá skulum vér hafa einungis eitt atkvæði móti 25 í hverju máli sem er. Þeir [Danir] eru íhaldnir [= skaðlausir], þó að þeir gefi oss eitt atkvæði af 25, þótt það sé í þeirra eiginmálum, en vér getum ekki staðizt við að hafa ekki meira en 25. part atkvæða í vorum eiginmálum. Oss finnst því auðsætt, að í þessari grein sé mikill óréttur falinn, er vér ættum sem fyrst að fá rétting á.“
Sjá menn ekki hliðstæðuna? Esb.-innlimunarsinnar láta eins og það yrði til góðs fyrir okkur að fá atkvæði um „málefni Evrópu“ og að sá mikilvægi ávinningur réttlæti það að gefa þingfulltrúum og ráðherrum hinna 27 þjóðanna „hlutdeild í“ (= allsráðandi vald yfir) okkar löggjafarmálum, okkar eiginmálum, ef fulltrúum þeirra sýnist svo.
En hliðstæðan er ekki fullkomin. Í stað þess að við hefðum fengið 25. hvern þingmann á þingi Dana skv. áðurgreindu fengjum við 125. hvern þingmann á 750 manna Esb.þinginu í Strassborg og Brussel og einungis 1/1666 (0,06%) atkvæðavægis í hinu volduga ráðherraráði í Brussel – því sem t.d. fer með virkustu löggjöf um sjávarútvegsmál í Esb., m.a. „regluna“ óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða (um hana: afhjúpandi staðreyndir hér: blogg.visir.is/jvj/2010/07/25/relative-stability/)!
Jón Valur Jensson, 8.9.2011 kl. 09:16
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:
"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 14:23
Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 14:25
"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."
Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 14:30
EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.
25.5.2009:
"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.
Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.
Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.
The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent - "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."
EU source of less than 30% of Irish laws
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 14:38
Finninn Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:
"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið.
Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það.
"LÍTIL LÖND í Evrópusambandinu á borð við heimaland mitt, Finnland, geta haft MJÖG MIKIL ÁHRIF ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.
Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra.
Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.
Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur ALDREI, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.
RÍKIN setjast niður, RÖKRÆÐA OG KOMAST AÐ NIÐURSTÖÐU SEM ALLIR GETA SÆTT SIG VIÐ."
Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi - Skilningur á sérstöðu Íslands
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 14:40
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 14:50
Steini, hvað finnst þér um þetta?
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?horfa=1&raeda=rad20110607T203149
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 14:51
30.7.2010:
Uffe Elleman Jensen, fyrrverandi UTANRÍKISRÁÐHERRA DANMERKUR, segir það "vera forsendu að skilja að aðild að ESB feli EKKI í sér afsal sjálfstæðisins.
Sem dæmi til stuðnings nefnir Uffe Elleman nágrannalönd okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland."
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 14:51
Já, hann auglýsir mikið ESB, en er ekki verið að leggja til í ESB, að bandalagið taki yfir landamæravörzlu? Er það ekki viðbragð gagnvart sjálfstæðri stefnu Dana í þeim málum? Og geturðu efazt um, að Danir neyðist til að láta almennt eigin lög víkja fyrir ESB-lögum, ef þau fyrrnefndu rekast á þau síðarnefndu? Og hvað þýðir það? Settu nú kvarnirnar í gang.
Jón Valur Jensson, 8.9.2011 kl. 21:02
Norðurlöndin hafa ENGAN áhuga á að segja sig úr Schengen-samstarfinu.
Schengen-samstarfið tók gildi hér á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 25.3.2001.
Mbl.is 1.2.2002:
"Um 20 danskir meðlimir í samtökum Vítisengla eða Hell's Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær og var 11 þeirra meinuð landganga."
"Norðurlöndin fimm hafa frá árinu 1954 átt með sér álíka samstarf, Norræna vegabréfasambandið, um afnám vegabréfaskoðunar vegna ferða milli þeirra.
Það var ekki síst til þess að varðveita það sem Noregur og Ísland afréðu að taka þátt í Schengen-samstarfinu með hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu."
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 21:08
Synd að Ísland geti ekki tekið þátt í frjálsum fjármagnsflutningum með hinum Norðurlöndunum og koma í veg fyrir að hægt sé að starfa á Íslandi en eiga fjölskyldu í öðru Norðurlandi.
Það verður víst að fórna einhverju fyrir stjálfstætt Ísland.
Steini, ertu ekki laumu andstæðingur ESB?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 21:49
Ætli Heimssýn vill ekki óbreytt ástand.
Gjaldeyrishöft, krónan, háa vexti, verðtryggingu hrun og gjaldþrot.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2011 kl. 21:51
Stjórnarflokkarnir vilja endilega gjaldeyrishöftin, allt til 2015, fram yfir þeirra kjörtímabil, svo mikill er áhuginn!
Svo er nóg af gjaldþrotum víðar en hér.
Einn ykkar stuðningsmanna, Jón Bjarni Steinsson, hamaðist við það fram á síðustu nótt að sýna lesendum blogg míns, að frammistaða Íslendinga eftir bankahrunið hafi verið betri en hjá þeim í ESB á ýmsum sviðum.
Stefán, atvinnuleysið er ekki fórn vegna sjálfstæðs Íslands. Það er líka atvinnuleysi í ESB og hefur verið þar til mjög langs tíma. Spurðu bara Gunnar Rögnvaldsson!
Jón Valur Jensson, 8.9.2011 kl. 22:15
Stefán Júlíusson,
Hættu að vorkenna sjálfum þér og væla hér sífellt eins og stunginn grís.
Þúsundir Íslendinga starfa á öðrum Norðurlöndum og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu, til að mynda í Þýskalandi.
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 22:32
Við skulum skoða hvað stærstu og flottustu fyrirtæki á Íslandi segja... þau fyrirtæki sem er að skapa milljarða fyrir Ísland. Án þess að nota auðlindir okkar (fyrir utan mannauð)
http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf
http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
Held að afstaðan er frekar skýr.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2011 kl. 22:47
Steini: Staðreyndir eru staðreyndir en þú kemur með eitthvað helv. kopý peist dæmi úr einhverjum fjölmiðlaheimi og kallar það staðreyndir. Ég mæli með því að þú takir þátt í raunveruleikanum.
Raunveruleikinn er grimmur og því hef ég samúð með þér að þú skulir ekki kynna þér málin heldur bara kopý peista eins og að það sé sannleikurinn.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 22:52
Stefán Júlíusson,
STAÐREYND:
Þúsundir Íslendinga starfa á öðrum Norðurlöndum og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu, til að mynda í Þýskalandi.
Hættu að væla og skæla hér eins og smákrakki.
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 23:01
Steini: Starfa margir Íslendingar á Íslandi og búa erlendis? Veistu hversu margir það eru?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 23:04
Vísindavefurinn - Hversu margir Íslendingar búa erlendis:
"Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár 1. janúar 2010 var fjöldi einstaklinga með lögheimili erlendis 67.988.
Þetta er mjög há tala, sérstaklega miðað við að á sama tíma voru 317.630 búsettir á Íslandi, sem skýrist af því að þarna eru ekki aðeins íslenskir ríkisborgarar, heldur einnig fólk erlendis frá sem flutt hefur tímabundið til landsins og átt hér lögheimili, til dæmis vegna vinnu, en flutt svo út aftur.
Það má komast aðeins nær réttri tölu með því að skoða ríkisfang þessa fólks og hvar það er fætt.
Af þessum 67.988 einstaklingum voru 36.202 með íslenskt ríkisfang og 31.786 með erlent ríkisfang.
Ef litið er til þess hvar fólk er fætt þá voru 27.267 einstaklingar af þessum 67.988 fæddir á Íslandi og 40.721 fæddir í útlöndum."
Þorsteinn Briem, 8.9.2011 kl. 23:18
Steini, þetta eru einstaklingar með lögheimili erlendis. Þú veist augljóslega ekkert um hvað þú ert að skrifa.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 07:10
Stefán Júlíusson,
Jamm, enginn skilur þig og allir eru vondir við þig, meira að segja systir þín, iðnaðarráðherrann.
Þú hefur starfað hér á Íslandi og samkvæmt Þjóðskrá Íslands átt þú lögheimili HÉRLENDIS en EKKI til að mynda í Þýskalandi, þar sem þú SEGIST hafa búið mörg undanfarin ár með þýskri konu, ef ég skil þig rétt.
En samkvæmt íslenskum lögum um lögheimili EIGA hjón og fólk í skráðri sambúð SAMA lögheimili.
Samkvæmt ÍSLENSKUM LÖGUM hefur þú því EKKI búið erlendis undandarin ár, hvað þá með þýskri konu og er því hvorutveggja úr sögunni, elsku kallinn minn.
Lög um lögheimili nr. 21/1990
Þorsteinn Briem, 9.9.2011 kl. 13:08
Þetta var leyfilegt áður en að gjaldeyrishöftin voru sett á.
Enda er ekki um skráða sambúð að ræða. Ekki komið að því enn þá.
Það sem þú ert að koma með núna hef ég verið að benda þér á.
Mér finnst ansi leiðinlegt og dapurt að þú ert að segja að samband mitt sé úr sögunni. Þakka þér fyrir það.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 13:15
Það er gott að þú sjáir ekkert að því að loka landinu.
Skil ekki hvað þú vilt í ESB ef það að loka landinu er svona frábært og þú kannt aðeins að vitna í íslensk lög.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 13:19
Stefán Júlíusson,
Hér á Íslandi gilda að sjálfsögðu ÍSLENSK LÖG og fjöldinn allur af lögum Evrópusambandsins hefur verið tekinn upp í íslensk lög.
Þú ert einfaldlega íslenskur ríkisborgari sem OPINBERLEGA hefur búið einn OG starfað hérlendis en EKKI starfað hérlendis og verið í sambúð erlendis.
Þú hefur því OPINBERLEGA verið í SÖMU stöðu og ég, sem bý og á lögheimili hér á Íslandi og er hvorki í hjónabandi né skráðri sambúð.
Þorsteinn Briem, 9.9.2011 kl. 16:31
Ég starfaði á Íslandi og var í sambúð erlendis. Færðu það ekki í kollinn á þér?
Ert þú að segja mér í hvaða stöðu ég er í? Þú ert furðulegur.
Eigðu samt góða helgi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 16:36
Stefán Júlíusson,
Þú ert íslenskur ríkisborgari, sem hefur átt lögheimili OG starfað HÉRLENDIS undanfarin ár og EKKI verið í skráðri sambúð, að eigin sögn.
Það er ekki nóg að SEGJAST búa erlendis með erlendri konu.
Slíkt skiptir ENGU máli gagnvart ÍSLENSKUM LÖGUM um lögheimili og hér á Íslandi gilda að sjálfsögðu íslensk lög.
Þorsteinn Briem, 9.9.2011 kl. 17:17
Steini: Þú ert ansi þver. Þetta var löglegt og því gerði ég þetta. Þetta varð ólöglegt haustið 2008 þegar hrunið átti sér stað.
Þá varð þetta ólöglegt. Ég er búinn að vera að reyna að segja þetta.
Hvenær ætlar þú að skilja þetta?
Þetta er síðasta færslan. Ég hef öðrum hnöppum að hneppa.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 18:08
Stefán Júlíusson,
ENGINN hefur haldið því fram að lög hafi ekki breyst, þannig að sumt varð ólöglegt sem áður var löglegt, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 9.9.2011 kl. 19:09
Steini: Enn og aftur og svo hætti ég algerlega.
Það var hægt að millifæra peninga heim til sín, þ.e. Þýskalands, áður en að gjaldeyrishöftin voru sett á.
Hvað ertu ekki að skilja.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 19:13
Um þetta snýst EES og ESB.
Ég sé að þú ert harður í andstöðu þinni við EES og ESB og um hvað þetta snýst.
Kynntu þér EES og ESB betur áður en þú ferð að styðja þetta opna bandalag þjóðríkja.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.