Leita í fréttum mbl.is

Ísland fær stuðning Ítalíu í ESB-umsókninni

Á www.visir.is stendur: "Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.

Ráðherrarnir fóru yfir stöðuna í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið og lýsti Frattini eindregnum vilja Ítala til að viðræðurnar gengju sem greiðast. Hann hvatti Íslendinga til að knýja á dyr Ítala ef flækjur kæmu upp í samningunum, og kvaðst hafa mikinn skilning á mikilvægi fiskveiða í efnahagslífi Íslendinga.

Utanríkisráðherran árréttaði sérstaklega hversu langt Íslendingar væru nú þegar komnir í samstarfi við Evrópuríki gegnum EES samninginn, segir í tilkynningunni.

„Frattini ræddi stöðu mála á evrusvæðinu og aðgerðir sem gripið hefur verið til meðal annars á Ítalíu þar sem ríkisstjórnin tók í morgun ákvörðun um aðgerðir til að ná niður fjárlagahalla á næstu tveimur árum. Kvaðst hann þess fullviss að evran kæmi sterkari út úr þeim aðgerðum sem nú er verið að grípa til á evrusvæðinu." Öll fréttin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ánægjuleg frétt. enda er ísland tilbúið að vera þjóð á meðal þjóða.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2011 kl. 21:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frattini nefnist Franco sá,

fróður um klisjur sem hljóma vel.

Víst ekki af sínum vana brá

værukær Össur og fekk sér þá

Spumante-staup fyrir stórutá:

"Öldungis rétt hjá þér, að ég tel."

.

Franco gegnir: "Svo gleður mig

gríðarlega, ef hlusta má

Norðurskautsráðið napurt á.

Eldfjalla skiptumst ösku á.

Æ skal ég hafa í minnum þig."

.

Össur viknar: "Þitt vinarþel

veitir mér hamingju niðrí tá,

allir segi því jamm og já,

ég meðtalinn, við Brussel -- sjá:

Fullveldið glaður fram ég sel."

Jón Valur Jensson, 8.9.2011 kl. 23:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dio mio!!!

Þorsteinn Briem, 9.9.2011 kl. 00:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Össur fær stundum ekki són í

Evrópusambands-gemsann sinn,

hringir þá beint í Berlusconi

á blístri standandi af pepperoni:

"Hvar finn ég línuna, herra minn?"

.

Glaumgosinn einatt anzar þessu:

"Yngismey leysir vanda þinn.

Evrusvæðið er allt í klessu,

evran ei virði neinnar messu.

Finndu þér stúlku fagurt skinn!

.

Jón Valur Jensson, 9.9.2011 kl. 00:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá gamli bara í stuði í kveld!!!

Þorsteinn Briem, 9.9.2011 kl. 00:26

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Eistar, Finnar, Lettar, Þjóðverjar .... og nú Ítalir.

Það vilja bara allir að Ísland gangi í ESB. Nema Íslendingar.

Haraldur Hansson, 9.9.2011 kl. 01:16

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Íslendingar vilja inn í ESB.

Enda sótti alþingi um. Fulltrúarlýðræði.

Stærsti flokkurinn var með ESB á dagskrá.

Staðreynd.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.9.2011 kl. 10:08

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sleggjunni og Hvellinum er farið að förlast. Í HVERRI EINUSTU skoðanakönnun Gallup/Capacent Gallup og MMR frá ágúst 2009 hefur mikill meirihluti Íslendinga verið andvígur "aðild að ESB". Í nýjustu könnun Capacent Gallup, birtri 11. ágúst, voru 35,5% fylgjandi "aðild", en 64,5% andvígir.

Að minnast í þessum dúr á Sjálfstæðisflokkinn er sömuleiðis hlægilegt í þessu ábyrgðarlausa innleggi "Sleggjunnar og Hvellsins". Hann hefur aldrei gengið til kosninga "með ESB á dagskrá", og fjölmennur landsfundur hans tók með yfirgnæfandi fjölda atkvæða einarða, glerharða ákvörðun gegn ESB-aðild.

Sleggjan og Hvellurinn þurfa að æfa sig betur fyrir framan spegilinn með sínar ólíkindahugmyndir, prófa t.d. fyrst, hvort þeir trúa sjálfir orðum sínum.

Jón Valur Jensson, 9.9.2011 kl. 11:59

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jón valur

ég var ekki að tala um XD

Samfylkingin er stærstur á Alþingi með 30% atkvæða. XD fékk einungis með 24%

Sleggjan og Hvellurinn, 9.9.2011 kl. 12:20

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aðeins 60% kjósenda Samfylkingar styðja innlimun í ESB, kom nú í ljó í einhverri könnun.

.

Og Samfylking var með einungis 22% fylgi skv. þjóðarpúlsi Gallups nú í byrjun þessa mánaðar (sjá HÉR!).

En stendur ekki til að biðjast afsökunar á þessu rakna bulli ykkar: "Íslendingar vilja inn í ESB"? -- eða á enn að berja Sleggjunni og Hvellinum í steininn?

Jón Valur Jensson, 9.9.2011 kl. 14:42

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér væri líklega réttara að orða þetta svona: Á enn að berja Sleggjunni með Hvelli í steininn?

Jón Valur Jensson, 9.9.2011 kl. 14:43

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég var að svara Haraldi ef þú tókst ekki eftir því.

Hann segir að ALLIR Italir vilja Ísland í ESB vegna þess að eitt stykki utanríkisráðherra sagði það.

Þess vegna segi ég að ALLIR Íslendingarnir vilja í ESB vegna þess að utanríkisráðherran okkar (Össur) vill það.

En einsog þú sérð... þá meikar það sem Haraldur sagði ekkert sens.

Það hefur ekki verið farið framm gallúp könnun á Italíu hvort þau vilja Ísland í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.9.2011 kl. 15:57

14 Smámynd: Snorri Hansson

Föstudagur, 9. september 2011

Ekki hægt að ganga úr evrunni

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú lýst því yfir að ef ríki eru einu sinni orðin hluti af evrusvæðinu og með evruna sem gjaldmiðil sé ekki aftur snúið fyrir þau. Ekki sé með öðrum orðum hægt að yfirgefa svæðið, og þar með Evrópusambandið, og hætta með evruna ef fyrirkomulagið reynist illa.

Þetta er vitanlega athyglisverð yfirlýsing í ljósi umræðunnar um það hvort ríki geti gengið úr Evrópusambandinu ef þeim líkar ekki vistin. Ummælin fela að minnsta kosti það í sér að frá sjónarhóli framkvæmdastjórnar sambandsins er það allavega ekki í boði sé ríki komið með evruna sem gjaldmiðil.

Snorri Hansson, 9.9.2011 kl. 17:54

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og svo er það strangt skilyrði fyrir ný ríki ESB, að þau taki upp evruna!

Það, sem áður átti að vera helzti "kosturinn", er nú orðin íþyngjandi skylda og áhættuvaldur!

Jón Valur Jensson, 9.9.2011 kl. 19:08

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 9.9.2011 kl. 21:18

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson virðist halda að enginn hér viti nokkuð um Evrópusambandið nema hann, jafnvel þeir sem eru með háskólapróf í Evrópurétti.

Þorsteinn Briem, 9.9.2011 kl. 21:46

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

A German magnate, a sober sceptic, writes against the euro, þ.e.a.s. Hans-Olaf Henkel, í Financial Times 29 August: 'A sceptic’s solution – a breakaway currency' (hann er fyrrv. formaður Sambands þýzka iðnaðarins,BDI) ...

He says, for example: "The "one-size-fits-all" euro has turned out to be a “one-size-fits-none” currency," etc., he tells the story of how Maastricht was only paid lip service, showing how shallow people's confidence in the EU can be; and that "deprived of the ability to devalue, countries in the “south” lost their competitiveness"; that Plan A will be detrimental to all in the end, and that "dissatisfaction with the euro drags down the acceptance of the EU itself".

Nánar hér á mínum LiveJournal og í FT-greininni.

Jón Valur Jensson, 9.9.2011 kl. 22:40

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.9.2011:

"Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ítrekaði stuðning sinn við evruna í ræðu sem hún flutti í gær í kjölfar þess að þýski stjórnlagadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn hennar hefði verið heimilt að koma evruríkjum í erfiðleikum til aðstoðar en yrði þó að hafa fullt samráð við þýska þingið."

"Evran er miklu meira en gjaldmiðill"

Þorsteinn Briem, 10.9.2011 kl. 00:33

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evran átti víst að hjálpa, vera mesta hjálpin fyrir efnahagslífið, en nú er það hún sem allt þetta lið þitt er að reyna að hjálpa.

Jón Valur Jensson, 10.9.2011 kl. 05:38

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er alveg klárt að atvinnulífið á Íslandi vill evruna. Sama hvað miðaldra NEI-sinnar segja.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2011 kl. 14:59

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað kemur aldur manna þessu máli við? Gangið þið Sleggjan og Hvellurinn með þær grillur í höfðinu, að ungt fólk og gamalt sé ekki andstætt innlimun í ESB? Hvernig geta þá 64,5% þjóðarinnar verið á móti "aðild" að ESB?

Svo er "atvinnulífið" ekki bara einhverjir stórkarlar í SA og SI.

Þar að auki hafa margir orðið að endurskoða afstöðu sína til evrunnar á allra síðustu mánuðum. Í gær heyrði ég þá frétt , að evran hafi ekki staðið lægra gagnvart dollarnum í þónokkurn tíma (man ekki hvort það var 1½ eða 2½ ár).

Jón Valur Jensson, 10.9.2011 kl. 16:59

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 38:

"Það liggur fyrir að stór samtök innan Samtaka atvinnulífsins hafa ályktað um að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna.

Þetta sjónarmið hefur legið lengi fyrir hvað varðar Samtök iðnaðarins og nýverið hafa Samtök verslunar og þjónustu ályktað á sama hátt.

Það kom einnig fram á fundi með nefndinni að Samtök ferðaþjónustunnar vilja taka upp evru en hafa ekki stefnu gagnvart aðild að Evrópusambandinu."

"Þá liggur fyrir að sveiflur í gengi krónunnar koma illa við alla atvinnustarfsemi í landinu. Allar greinar eru nú orðið með erlend lán í sínum efnahag og eru háðar aðföngum erlendis frá sem taka verðbreytingum með gengissveiflunum."

"Áður hefur verið rætt um sjónarmið sjávarútvegsins hvað þetta varðar og sjónarmið landbúnaðarins mótast sömuleiðis af viðhorfum til landbúnaðarstefnu ESB en báðar greinarnar líða fyrir þær miklu sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar að undanförnu.

Sjávarútvegurinn hefur þó þá sérstöðu umfram aðrar greinar að hann býr við sveiflujöfnun gagnvart gengisbreytingum þar sem laun sjómanna eru gengistengd (hlutaskiptin).

Nefndin hefur túlkað starfssvið sitt á þann hátt að það sé ekki hlutverk hennar að taka efnislega afstöðu til aðildar að ESB með öllu sem því fylgir, heldur að horfa þröngt á þá kosti sem eru uppi varðandi gjaldmiðilsmálið.

Út frá þeim sjónarhóli virðist ekki vera teljandi munur á viðhorfum ólíkra atvinnugreina hvað það varðar að núverandi staða í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar er óviðunandi."

Þorsteinn Briem, 10.9.2011 kl. 19:25

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 4,47%, Kanadadollar um 4,03%, íslensku krónunni um 5,21% og breska sterlingspundinu um 1,28%.

Þorsteinn Briem, 10.9.2011 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband