Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni: ESB og kjarabaráttan

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, Eyjubloggari, tekur fyrir ESB og kjaramálin í nýjum pistli þar. Hann segir meðal annars: "Stærsta kjaramál íslenskra launamanna er að finna varanlega lausn á gjaldmiðilsmálum Íslendinga. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ef við ætlum að búa áfram við krónuna verður að taka upp mun strangari efnahagsstjórn en ef við tækjum upp Evru. Krónan kallar á mjög digra og dýra gjaldeyrisvarasjóði, sem veldur því að vaxtastigið þarf að vera um 3,5% hærra en það er t.d. í Danmörku.

T.d. má benda á auglýsingar bankanna þessa dagana burtu með verðtrygginguna, í stað þess bjóðum við upp á langtímalán með 6,45% vöxtum. Hér er verið að færa það sem við borguðum með verðtryggingu yfir í annað form, þú greiðir kostnaðinn strax í stað þess að færa hann yfir á seinni hluta lánstímans.

Í löndum sem búa við stöðugan gjaldmiðil eins og t.d. á hinum norðurlöndunum eru langtímavextir frá 2 – 3%. Ef fjölskylda kaupir sér eitt hús á Íslandi og önnur fjölskylda hús í t.d. í Danmörku, er staðan sú eftir 30 ár að íslenska fjölskyldan hefur greitt sem svarar andvirðis rúmlega tveggja húsa, séu greiðslur bornar saman við stöðu dönsku fjölskyldunnar. Þá er eftir að taka inn í dæmið mismun á verðbólgu, sem ætla má að muni um tvö til þrefalt meiri á Íslandi, sem verður gert upp á 5 ára fresti eins bankarnir bjóða í dag .

Menn strika ekki út háa verðbólgu, sveiflur í efnahagslífi, okurvexti, verðtryggingu, hátt vöruverð, slakan kaupmátt og segjast ætla að taka upp laun eins og þau gerast best í nágrannalöndum okkar, henda verðtryggingu og lækka vexti. Það hefst ekki nema með stórbættri efnahagsstjórn landsins. Ef við ætlum að halda áfram í krónuna kallar á það á mun harkalegri efnahagsstjórn en ef við gengjum í ESB.

Allur pistill Guðmundar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband