Leita í fréttum mbl.is

Guđmundur Gunnarsson á Eyjunni: ESB og kjarabaráttan

Guđmundur GunnarssonGuđmundur Gunnarsson, Eyjubloggari, tekur fyrir ESB og kjaramálin í nýjum pistli ţar. Hann segir međal annars: "Stćrsta kjaramál íslenskra launamanna er ađ finna varanlega lausn á gjaldmiđilsmálum Íslendinga. Viđ verđum ađ horfast í augu viđ ţá stađreynd ađ ef viđ ćtlum ađ búa áfram viđ krónuna verđur ađ taka upp mun strangari efnahagsstjórn en ef viđ tćkjum upp Evru. Krónan kallar á mjög digra og dýra gjaldeyrisvarasjóđi, sem veldur ţví ađ vaxtastigiđ ţarf ađ vera um 3,5% hćrra en ţađ er t.d. í Danmörku.

T.d. má benda á auglýsingar bankanna ţessa dagana burtu međ verđtrygginguna, í stađ ţess bjóđum viđ upp á langtímalán međ 6,45% vöxtum. Hér er veriđ ađ fćra ţađ sem viđ borguđum međ verđtryggingu yfir í annađ form, ţú greiđir kostnađinn strax í stađ ţess ađ fćra hann yfir á seinni hluta lánstímans.

Í löndum sem búa viđ stöđugan gjaldmiđil eins og t.d. á hinum norđurlöndunum eru langtímavextir frá 2 – 3%. Ef fjölskylda kaupir sér eitt hús á Íslandi og önnur fjölskylda hús í t.d. í Danmörku, er stađan sú eftir 30 ár ađ íslenska fjölskyldan hefur greitt sem svarar andvirđis rúmlega tveggja húsa, séu greiđslur bornar saman viđ stöđu dönsku fjölskyldunnar. Ţá er eftir ađ taka inn í dćmiđ mismun á verđbólgu, sem ćtla má ađ muni um tvö til ţrefalt meiri á Íslandi, sem verđur gert upp á 5 ára fresti eins bankarnir bjóđa í dag .

Menn strika ekki út háa verđbólgu, sveiflur í efnahagslífi, okurvexti, verđtryggingu, hátt vöruverđ, slakan kaupmátt og segjast ćtla ađ taka upp laun eins og ţau gerast best í nágrannalöndum okkar, henda verđtryggingu og lćkka vexti. Ţađ hefst ekki nema međ stórbćttri efnahagsstjórn landsins. Ef viđ ćtlum ađ halda áfram í krónuna kallar á ţađ á mun harkalegri efnahagsstjórn en ef viđ gengjum í ESB.

Allur pistill Guđmundar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband