Leita í fréttum mbl.is

Hvað með framdyrnar fyrir alvöru gjaldmiðil handa allri þjóðinni?

EvraViðskiptablaðið hefur að undanförnu verið að fjalla ítarlega um gjaldmiðilsmál og í síðstu viku var þar frétt sem vakti athygli ritstjórnar ES-bloggsins: STÆRSTU FYRIRTÆKIN Í ERLENDRI MYNT. Kjarni fréttarinnar er sá að 38 af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera nú upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni, langflest gera upp í EVRUM.

Alls hafa um 137 fyrirtæki fengið leyfi Ríkisskattstjóra til að gera upp í Evrum og árið 2007 varð "sprenging" í þessu eins og Viðskiptablaðið kemst að orði. Ári síðar, 2008 fengu 72 fyrirtæki leyfi til þess að gera upp í Evrum.

Af þeim 38 stórfyrirtækjum sem gera upp í Evrum, eru 11 sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru með um 42% kvótans.

Eftir aðeins nokkrar vikur bætist svo risi í hóp þeirra fyrirtækja sem gera upp í Evrum: ICELANDAIR!

Í fréttinni segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að Evran sé komin inn "bakdyramegin" sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar.

Almenningur verður hinsvegar að notast við haftakrónuna!

Hvað með framdyrnar fyrir alvöru gjaldmiðil handa allri þjóðinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband