Leita í fréttum mbl.is

David Cameron: Bretland áfram í ESB

MBLÁ www.mbl.is stendur: "Það yrði mjög slæmt fyrir Bretland ef Evrusamstarfinu yrði hætt því um 40 prósent af útflutningi Bretlands er til Evrópu. Þetta kom fram í máli David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á ársfundi Íhaldsflokksins sem fer fram nú um helgina.

Cameron sagði Breta ekki geta neitað þeirri staðreynd að tvö sterkustu hagkerfi Evrópu: Þýskaland og Frakkland eigi í nokkrum erfiðleikum og að það valdi miklum áhyggjum."

Síðar segir: "Cameron sagðist ósammála því að Bretland ætti að yfirgefa sambandið. Bretar ættu frekar að beita sér fyrir breytingum innan ESB. Hann sagði ESB vera falið of mikið vald fyrir hönd Bretlands og nauðsynlegt væri að fá eitthvað til baka." Frétt MBL

Þetta er í samræmi við yfirlýsingar William Hague, utanríkisráðherra, þegar hann tók við embætti, en hann sagði þá að Bretland myndi að sjálfsögðu halda áfram í Evrópusamstarfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband