Leita í fréttum mbl.is

Andrés Pétursson um gjaldmiðilsmál í Fréttablaðinu

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna skrifar grein í Fréttablaðið í dag um gjaldmiðilsmál. 'i greininni, sem ber yfirskriftina Svisslendingar tengja frankann við evruna, segir meðal annars: "

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa ekki bent á neinar raunhæfar leiðir varðandi framtíðarskipan gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir hafa flestir viðurkennt þau vandamál sem tengjast íslensku krónunni; þ.e. miklar sveiflur í gengi, háa vexti og varnarleysi gagnvart árásum erlendra spákaupmanna. Andstæðingarnir hafa fabúlerað um aðra gjaldmiðla eins og norsku krónuna, svissneska frankann, Bandaríkjadollar eða jafnvel Kanadadollar. Virtir hagfræðingar eins og Ásgeir Jónsson og Gylfi Zoega hafa hins vegar bent á veikleika slíkra úrræða eins og skort á varanlegum bakhjarli fyrir slíkan "gjaldmiðil" og þar að auki væri það gríðarlega dýrt fyrir íslenska ríkið að mynda varasjóð til bakka hann upp.

Staðreyndin er sú að eini raunhæfi valkostur Íslands í gjaldeyrismálum, ef menn vilja ekki evru, er að halda í krónuna með tilheyrandi gjaldeyrishöftum. Færð hafa verið sterk rök fyrir því af mörgum sérfræðingum að með þeirri leið myndum við smám saman dragast aftur úr í lífskjörum miðað við nágrannaþjóðir okkar og einnig að dæma íslenskan almenning til að greiða miklu meira til dæmis í

húsnæðisvexti. Um þetta var meðal annars fjallað í vandaðri skýrslu nefndar Framsóknarflokksins frá árinu 2008 um gjaldmiðilsmál. Þar segir meðal annars:

"Eftir að hafa kynnt sér þau sjónarmið sem hafa verið uppi um gjaldmiðilsbreytingar og kallað á fund sinn hóp sérfræðinga og hagsmunaaðila um málefnið er það skoðun nefndarinnar að það séu fyrst og fremst tveir kostir sem komi til greina.

Annaðhvort að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli og þá með fjölbreyttari framkvæmd peningastefnunnar og stórefldum gjaldeyrisvarasjóði eða með því að taka upp evru sem gjaldmiðil með fullri aðild að peningamálstefnu Seðlabanka Evrópu. Rökin fyrir því að taka upp evruna ef skipt er um gjaldmiðil á annað borð eru m.a. að nýr gjaldmiðill þurfi að endurspegla utanríkisviðskipti þjóðarinnar sem best og vera stór alþjóðlegur gjaldmiðill. Sá gjaldmiðill sem er besti samnefnari þessara þátta fyrir Ísland er evran."

Af einhverjum ástæðum hafa núverandi forystumenn Framsóknarflokksins stungið þessari skýrslu ofan í skúffu. Búið er að fjarlæga tengil í skýrsluna af heimasíðu flokksins og lítið sem ekkert er vísað í hana í umræðum þingmanna flokksins um gjaldmiðilsmál."

Öll greinin er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er verið að gera Framsóknarflokkin að litlum afturhalds þjóðarembuflokk sem berst gegn umbætum og ESB.

Þess vegna má engin skynsöm skýrsla þvælast fyrir þeim.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2011 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband