Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmdastjórn ESB rannsakar gengis og verðtyggingu

ESBFram kemur í miðlum í dag að nefnd að vegum Evrópuþingsins hefur fengið erindi frá Íslandi. Á Eyjunni segir að..."Evrópuþingið hafi falið framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að rannsaka hvort gengistryggð lán og verðtrygging neytendalána hér á landi brjóti gegn neytendalöggjöf Evrópusambandsins. Að auki vinnur Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, að rannsókn á málinu."

Neytendalöggjöf ESB er ein sú umfangsmesta í heimi og það verður vissulega áhugavert að sjá hvað út úr þessu kemur.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður, gerir þetta að umtalsefni í pistli og Eyjan segir frá þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það hljóta allir að fagna þessu. Gott mál.

Jón Baldur Lorange, 3.10.2011 kl. 21:39

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er klárt mál að Hagmunasamtök heimilanna eiga að berjast fyrir inngöngu í ESB.

Þ.e ef þeir vilja virkilega berjast fyrir betri kjörum fyrir heimilin í landinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2011 kl. 21:21

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ef okkur líkar eitthvað sem einhver gerir, Sleggjan og Hvellurinn, þá er nú óþarfi að giftast honum eða henni. Er það nu ekki heldur langt gengið?

Jón Baldur Lorange, 5.10.2011 kl. 01:19

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jújú sammála því.

Ein mesta meinsemd í Íslensku samfélagi er verðtryggingin sem er að knésetja heimili landsins.

Íslendingar hafa ekki getað losað sig við hana... en það virðist vera að ESB er að berjast fyrir almenning og neytendur. Eitthvað sem íslenskir pólítikusar eru alveg fyrirmunað að gera.

(þú sérð kannski á þessu svari að ég er algjörlega ósammála þessari líkingu vegna þess að enginn heilvita maður mundi giftast manneskju bara vegna þess að viðkomandi segir eitthvað sniðugt einn daginn)

Sleggjan og Hvellurinn, 5.10.2011 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband