22.10.2011 | 10:29
Ræða Þorsteins Pálssonar á Sjávarútvegssýningunni
Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á sjávarútvegssýningunni, sem haldin var um miðjan október. Þar ræddi Þorsteinn Evrópumálin og sagði þar meðal annars:
"Á viðreisnarárunum varð Ísland virkur aðili að Bretton-Woods gjaldmiðlasamstarfinu þar sem breytingar á gengi lutu mjög hörðum reglum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og einhliða ákvörðunarvald Íslands var takmarkað að sama skapi. Einmitt við þær stöðugleikaaðstæður tókst að semja um fyrstu erlendu fjárfestinguna í áliðnaði hér á landi. Þannig hófst nýtt sóknartímabil.
Hækkun á verðgildi krónunnar á fyrsta áratug þessarar aldar stafaði ekki af óvild stjórnenda Seðlabankans í garð útflutningsgreina eins og halda mætti ef rökréttar ályktanir væru dregnar af málflutningi þeirra sem ákafast tala gegn erlendu myntsamstarfi.
Markaðsöflin voru einfaldlega sterkari en fullveldisyfirráð Seðlabankans. Eins réði vantraust á markaði meir um hrun krónunnar en ásetningur Seðlabankans að hjálpa útflutningsatvinnuvegunum með því að setja fjárhag heimila og fyrirtækja í rúst.
Gengishrunið fjölgaði verðminni krónum í bókhaldi þeirra útflutningsfyrirtækja sem nota ríkismyntina í reikningsuppgjöri. Það hefur hins vegar ekki aukið útflutning. Til þess að svo megi verða þarf grundvallarbreytingar á samkeppnisumhverfinu. Það markmið kallar á nýja viðreisnaráætlun og virkara alþjóðlegt samstarf.
Nákvæmlega þetta sá Jóhannes Nordal í byrjun viðreisnar fyrir fimmtíu árum þegar hann skrifaði að þátttaka í Efnahagsbandalaginu mundi gefa Íslendingum ný og ómetanleg tækifæri til að byggja upp nýjar framleiðslugreinar. Fyrir tuttugu árum sagði hann að nokkur ár hlytu að líða áður en Íslendingar gætu oriðið aðilar að formlegu gengissamstarfi Evrópuþjóða. Þessi orð segja þá sögu að í meira en hálfa öld hefur þekking og reynsla vísað veginn í þessa átt.
Veigamikil skref hafa verið stigin til að tryggja þessa hagsmuni. En því fer hins vegar fjarri að okkur hafi tekist að treysta samkeppnishæfni landsins eins og þörf er á. Það gerist ekki sjálfkrafa með aðild að Evrópusambandinu. Á hinn bóginn getur hún auðveldað okkur að ná því marki og verja þá stöðu til lengri tíma. Aðildin er þannig umgjörð um ríka pólitíska og efnahagslega hagmsuni.
Þá er spurt: En setja þeir gríðarlegu erfiðleikar sem evruríkin glíma nú við ekki strik í reikninginn? Svarið er: Jú. Við þurfum að haga viðræðunum í samræmi við þá stöðu. Þau ár sem við höfum til stefnu gefa okkur ráðrúm til þess.
Stundarerfiðleikar breyta hins vegar ekki þeim langtímahagsmunum sem eru í húfi. Jafnvel þó að allt færi á versta veg í Evrópu er blekking að halda að við stöndum þá betur að vígi ein og sér heldur en í sambandi við þær þjóðir sem starkastar eru í álfunni."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.