Leita í fréttum mbl.is

Stefan Füle sannfærður um að hægt verði að taka fullt tillit til sérstöðu Íslands í landbúnaðarmálum

Stefan FuleÍ Fréttablaðinu þann 20.október birtist frétt um landbúnaðarmál á forsíðu og í henni sagði meðal annars: "

"Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, og Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórn sambandsins, hafa boðið Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til fundar í Brussel innan skamms. Jón Bjarnason sagði á Alþingi 12. september síðastliðinn að hann væri reiðubúinn að "fara til Brussel og hitta þar hina háu herra og fá beint til mín hvers er verið að krefjast hér í áætlanagerð".

Vísaði Jón þar til kröfu Evrópusambandsins um að fyrir liggi áætlun um hvernig Ísland hyggst hrinda í framkvæmd breytingum á stjórnsýslu og löggjöf um landbúnaðinn til að uppfylla skilyrði ESB, fari svo að aðildarsamningur verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin hefur gefið út að engar slíkar breytingar verði gerðar fyrr en kosið hafi verið um hugsanlegan aðildarsamning."

Í fréttinni kom fram að ESB sýnir fullan vilja til þess að taka tilliti til sérstöðu Íslands í landbúnaðarmálum, enda staðreynd að ef til aðildar kæmi, yrði Ísland strjálbýlasta land ESB. Það er óneitanlega sérstaða!

Stefan Füle (mynd) yfirmaður stækkunarmála ESB sagði við Fréttablaðið um Jón Bjarnason: "Við viljum aðstoða hann og samstarfsfólk hans við að útbúa áætlun um hvernig megi laga stjórnsýslu í landbúnaðinum að lögum og reglum Evrópusambandsins. Ég er sannfærður um að þar er hægt að taka fullt tillit til sérstöðu Íslands," segir hann.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Viðtalið er sérlega gott og fræðandi.  Þá er Stefan Füle  þeirrar náttúru að hann mun einn og sér auka fylgið við ESB. Og þegar upp verður staðið mun Svartaraus-liðið einnig hafa reynst okkur  JÁ-sinnum haukar í horni. Það gerist þegar allur almenningur hefur áttar sig á að NEI- kvæðnin er drifin áfram af þjóðrnis ofstæki í bland við einhvern krankleika sem ég kann ekki almennilega skil á.    

Atli Hermannsson., 22.10.2011 kl. 12:16

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

AH: Þumall upp!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 22.10.2011 kl. 14:08

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Í hvaða Evrópusamband? Allt saman að hruni komið burtséð frá því að Ísland hefur ekkert þarna inn að gera.

Þolinmæði Breta og Bandaríkjamanna gagnvart evruríkjum á þrotum

STYRMIR GUNNARSSON

22. október 2011 klukkan 10:45

George Osborne (t.v,)

Þolinmæði bæði Bandaríkjamanna og Breta gagnvart forystumönnum evruríkjanna er augljóslega á þrotum. Hitt er annað mál, hvort þeir geti nokkuð við því gert. Þegar Georg Osborne, fjármálaráðherra Breta kom til Brussel í morgun sagði hann að nóg væri komið af skammtímalausnum og plástrum, sem dygðu í nokkrar vikur.

Robert Preston, viðskiptaritstjóri BBC segir ljóst, að björgunaraðgerð II við Grikki hafi mistekizt.

Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að Bandaríkjamönnum sé nóg boðið. Þeir telji að Þjóðverjar hafi brugðizt bæði í Líbýudeilunni og í evrukrísunni. Obama, forseti, hefur þrýst mjög á Þjóðverja og Frakka um varanlega lausn á vanda evruríkjanna. Hann lítur svo á, að takist það ekki hafi það neikvæð áhrif á efnahagsþróunina í Bandaríkjunum og þar með á möguleika hans sjálfs að ná endurkjöri í nóvember 2012.

BBC segir augljóst að bæði Obama og Cameron horfi til heimavígstöðva í gagnrýni þeirra á evruríkin. Það komi Cameron ekki illa að geta kennt evrukreppunni um að efnahagsleg endurreisn Bretlands gangi ekki eins vel og hann hefur lofað.

Allt eru þetta vísbendingar um, að evruríkin geti ekki lengur ýtt vandanum á undan sér eins og þau hafa ítrekað gert undanfarin misseri. Nú er unnið að björgunarpakka III fyrir Grikkland og jafnframt aðgerðir til þess að bjarga Ítalíu og Spáni. Takist ekki að leysa þessi mál öll í síðasta lagi á leiðtogafundi G-20 ríkjanna eftir tvær vikur í Cannes í Frakklandi er ómögulegt að spá fyrir um hvað þá gerist.

Það hlýtur að vera mikið og alvarlegt umhugsunarefni fyrir leiðtoga evruríkjanna hvort yfirleitt er hægt að reka myntsamstarf nokkurra ríkja með þessum hætti. Annað hvort verði að taka ákvörðun um endanlega sameiningu þessara ríkja eða hver fari sína leið.

SG

Örn Ægir Reynisson, 22.10.2011 kl. 14:24

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hvað segja Evrukratar við hervæðingu sambandsins ef það lifir(stóríkisins)sem þið viljið láta innlima Ísland í?

Með Lissabon-sáttmála hefur verið stofnað embætti yfirmanns utanríkis- og öryggismála ESB. Sá hinn sami er varaformaður framkvæmdastjórnar ESB. Sett hefur verið á fót Samvinnustofnun hermála, komið á sérstökum Evrópuherdeildum (EU Battlegroups) og Ráðherraráð ESB og Evrópuþingið hefur samþykkt að stofna skuli 60 þúsund manna her (Eurocorps). Vopnasala hefur lengi verið stór liður í atvinnustarfsemi margra ESB-ríkja. „Aðildarríkin skulu auka hernaðarmátt sinn‟ segir í 42. grein Lissabon-sáttmálans. Evrópusambandið býr sig þannig undir að verða hernaðarstórveldi.

Örn Ægir Reynisson, 22.10.2011 kl. 16:45

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jón Bjarna ætti að fara í skinnklæðum til Brussel eins og Björn Jónsson (faðir Sveins Forseta) Ráðherra og Ritstjóri gerði eitt sinn er hann fór að hitta hina háu herra í Danmörku uppúr 1900.

Eg ef séð mynd af honum í þessari ferð. Man nú ekki hvar. En óvenjulegt þótti að heldrimenn væru í skinnklæðum. Aldrei botnað almennilega í afhverju hann tók uppá þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.10.2011 kl. 17:25

6 Smámynd: Jóhannes Arason

Ísland getur ekki gengið í Efnahagsbandalagið, við myndum þurrkast út. Við erum í tímabundnum vandræðum eftir bankahrun, enn alvarlegra að vera með handónýta ríkistjórn, með 2 stefnur. Reyndar um eitt sammála og er það að sitja sem fastast, þó þorri landsmanna vilji losna við hana.

Jóhannes Arason, 22.10.2011 kl. 21:26

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég gat nú ekki lesið þetta út úr viðtalinu við Stefan Fule, hvernig sem ég snéri því.

Jón Baldur Lorange, 22.10.2011 kl. 22:06

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Bjarnason átti ekki að anza þessu Brusselboði.

Utanstefnur viljum vér engar hafa. Markmið þeirra er að gera hann meyran, en villa fyrir honum ella og flækja inn í þeirra refjar. Þeir ætla sér að ná Íslandi, út á það gengur þetta, en Jón er þó vakandi, það sést af grein hans í Mbl. í gær.

Það ber að hafna þessari útþenslustefnu, sem Štefan Füle, fyrrverandi kommúnisti í Tékkóslóvakíu (EFTIR að sovétmenn og leppar þeirra réðust þar inn og steyptu Dubcek), núverandi útþenslumálaráðherra Evrópusambandsins, er sérlegur fulltrúi fyrir. Ráðherraígildi er staða hans, því að hann er kommissar í framkvæmdastjórninni með útþenslu- og áróðursmál á sinni könnu. Og greinar sínar í blöðum hér klæðir hann í klókindabúning manns, sem æfður er í PR-mennsku og áróðursbrögðum, enda skólagenginn úr MGIMO-diplómatastofnuninni í Moskvu, “which was known for its tight links with the Soviet secret service, the KGB” (nánar HÉR).

"Stækkun"? Sakleysislegt orð um útþenslu stórveldis. Þetta stórveldi vill ALLA Evrópu, "Our aim is One Europe," segja þeir sjálfir, sjá nánar HÉR (og lesið nú með vakandi athygli hvert mikilvægt atriði sem vitnað er til í þeirri athugasemd).

Að endingu legg ég til, að áróðursskrifstofum Evrópusambandsins hér á landi verði lokað og fjáraustur þess til áróðurs verði bannaður með skýrum lögum, en á meðan beitt þeim lögum sem í gildi eru í því efni. Samherjar! Við þurfum að sameinast um málssókn vegna þeirrar áróðursherferðar, sem á ekki að leyfast neinu stórveldi til að sölsa undir sig land okkar.

Jón Valur Jensson, 23.10.2011 kl. 05:31

9 Smámynd: Jóhannes Arason

Eðlilegt að þeir noti fína orðið "Stækkun" í staðinn fyrir útþenslu.

Við inngöngu Íslands fengju þeir enga smá stækkun efnhagslögsögu EC, aðgang að gjöfulustu fiskimiðum í Norður Atlandshafi, úrvinnslu aflans, aðgang að orkulindum, mögulega úrvinnslu olíu og aðgang að og stjórn norður siglinga, eftir að það opnar. Nei þeir eru ekki vitlausir að vilja okkur inn. Ároðursmeisturum frá Brussel á að gera jafn erfitt að koma hér á meðan við ákveðum okkur án áróðurs og glæpamótorhjólagengjum aðgangur að landinu !

Jóhannes Arason, 23.10.2011 kl. 06:51

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikil og blind er trú sumra á að ekkert sé vafasamt hjá ESB-embættismönnum, sem fullyrða allt mögulegt og ómögulegt á tímum sem þessum.

Enginn veit í raun neitt um hvernig ESB verður eftir eitt ár hvað þá síðar, og þó koma mannlegir og breyskir einstaklingar hver af öðrum og fullyrða þetta og hitt, eins og þeir hafi allt vald og upplýsingar veraldarinnar í hendi sér.

Þvílíkt ábyrðarlaust áróðurshjal.

Og áhrifagjarnir ESB-trúaðir láta glepjast af svona loforðaflaumi út í óvissuna? Ég er að reyna að skilja hvers vegna, en get það bara ekki, enda segja aðildarsinnar, sumir hverjir, að þeir séu miklu framsýnni, gáfaðri og klárari en nei sinnar.

Slíkur er mikilmennsku-hrokinn.

Það eitt minnir óhjákvæmilega á íslenskt ofursjálfstraust hæfustu útrásar-bankaræningja sögunnar, sem ekki reyndust landsmönnum betur en svo, að þeir stálu hér öllu steini léttara og fóru með úr landi. Og eru enn að. Nú er í gangi taka tvö hjá þeim.

Síðan fá þeir ræningja-svikarar landhelgi fyrir þjófagóssið í ESB-ríkjunum með aðstoð Brussel-veldisins, sem er falið vald heimsmafíunnar í höllinni fánaskreyttu.

Mikil er jákvæð trú sumra á græna grasið á hinum bakkanum, sem þeir ætla að flytja frítt til Íslands, því "guðirnir" í Brussel borga allt af einskærri hjartagæsku og kærleika, þótt þeir eigi ekki til eina krónu til að bjarga sínum eigin aðildarlöndum út úr vonlausum bankakreppum.

Þetta skil ég ekki, en aðildarsinnar skilja nú meir en ég.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.10.2011 kl. 08:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ hérlendis um ÞRIÐJUNG og kúabúum um rúman HELMING frá árinu 1990, síðastliðin 20 ár.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36

Þorsteinn Briem, 23.10.2011 kl. 11:45

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 23.10.2011 kl. 11:46

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 23.10.2011 kl. 11:48

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.

Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.


ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.


Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.

ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.


En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.

EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.

Þorsteinn Briem, 23.10.2011 kl. 11:50

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Norðurlöndin hafa ENGAN áhuga á að segja sig úr Schengen-samstarfinu.

Schengen-samstarfið
tók gildi hér á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 25.3.2001.

Mbl.is 1.2.2002
:

"Um 20 danskir meðlimir í samtökum Vítisengla eða Hell's Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær og var 11 þeirra meinuð landganga."

"Norðurlöndin fimm hafa frá árinu 1954 átt með sér álíka samstarf, Norræna vegabréfasambandið, um afnám vegabréfaskoðunar vegna ferða milli þeirra.

Það var ekki síst til þess að varðveita það sem Noregur og Ísland afréðu að taka þátt í Schengen-samstarfinu með hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 23.10.2011 kl. 12:17

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 23.10.2011 kl. 12:20

17 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Paste/

Myntbandalagið: Frá krísu til krísu-segir belgískur sér­fræðingur

STYRMIR GUNNARSSON

23. október 2011 klukkan 09:53

Belgískur sérfræðingur, Bart van Craeynest, aðalhagfræðingur óháðs belgísks fjármálafyrirtækis, sem nefnist Petercam, segir í viðtali við Dagens Næringsliv í Noregi í dag, að aðildarríki myntbandalagsins muni hrekjast frá krísu til krísu á næstu árum. Þau ríki séu nú sennilega komin í samdráttarskeið og megi búast við núll hagvexti eða neikvæðum hagvexti á næstu 2-3 árum.

Bart van Craeynest segir að myntbandalag dugi ekki til. Aðildarríkin verði að taka upp sameiginlegt ríkisfjármálabandalag sín í milli. Ella muni evran ekki lifa af.

Þessi belgíski sérfræðingur, sem þannig talar er ekki einn um þessa skoðun. Segja má að nánast allir þeir sem hafa tjáð sig um þessi mál á undanförnum mánuðum og standa utan við hóp stjórnmálamanna og embættismanna í ESB-ríkjunum hafi talað á sama veg.

Það er hins vegar athyglisvert, að í þeim fréttum, sem hafa borizt um þá tillögugerð, sem nú er unnið að á vegum evruríkjanna og samþykkja á í dag og á miðvikudag í næstu viku er ekki gert ráð fyrir slíku ríkisfjármálabandalagi. Ástæðan fyrir því er einföld:

Kjósendur í evruríkjunum eru ekki tilbúnir til að ganga svo langt. Þetta finna stjórnmálamenn, ekki sízt í Þýzkalandi.

Þess vegna er spurning, hvort niðurstaðan af leiðtogafundunum í dag og á miðvikudag og svo eftir tvær vikur í Cannes verði aðgerðir, sem muni engan vanda leysa til frambúðar heldur leiða til þess að evruríkin hrekist áfram undan veðri og vindum frá krísu til krísu eins og hinn belgíski sérfræðingur spáir.

Örn Ægir Reynisson, 23.10.2011 kl. 15:48

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú var sótt að lélegum málstað EBS-innlimunarstefnumanna.

Þá byrjar "Steini Briem" sín fráleitu rað-copy-paste-skrif á nýjan leik, eins og sjá mátti fyrir.

Ein tegund skröks hjá Steina: "Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu."

Sönnun hins gagnstæða má sjá í bók Ragnars Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, þar sem fram kemur, að Norðmenn hefðu við ESB-inngöngu orðið að lúta því, að t.d. spænsk varðskip hefðu haft ein haft leyfi til alvöru-eftirlits með veiðum spænskra fiskiskipa.

Jón Valur Jensson, 23.10.2011 kl. 16:35

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 23.10.2011 kl. 18:38

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 3,57%, Kanadadollar um 5,9%, breska sterlingspundinu 1,66%, íslensku krónunni 3,68% og sænsku krónunni 1,65% en lækkað um 2,31% gagnvart japanska jeninu, norsku krónunni um 1,12% og svissneska frankanum 1,62%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,23%.

Þorsteinn Briem, 23.10.2011 kl. 18:54

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi verðbólga og þessar gengisfellingar, stundum gengishrun eða langvarandi gengissig, hafa engu breytt um þá höfuð-staðreynd, að eftir upptöku gjaldmiðilsins, íslenzku krónunnar (1922 eða 1923) hafa átt sér stað miklu meiri efnislegar framfarir – í uppbyggingu atvinnuvega, húsakosti landsmanna og almennum lífskjörum á Íslandi – heldur en í Danmörku.

Þrástagl manna eins og Steina Briem á öðru er einungis blekkingarleikur til að tæla menn til Evrópusambandsins og það í nafni þess meinta ágætis að "fá" evruna, sem þó hvorki hentar mörgum þjóðum á evrusvæðinu, eins og bert er orðið með eindæmum, og ennþá síður okkur Íslendingum.

Jón Valur Jensson, 24.10.2011 kl. 00:03

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti fyrri klausa mín raunar að vera FEITLETRUÐ!

Jón Valur Jensson, 24.10.2011 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband