31.10.2011 | 16:16
Friðrik Indriðason um krónuna í FRBL
Friðrik Indriðason, blaðamaður, skrifaði skemmtilega grein um gjaldmiðilsmál í Fréttablaðið fyrir skömmu og þar segir hann meðal annars:
"Fyrir hundraðkrónu seðill var hægt að kaupa gotterí í gamla daga sem dugði í hátt í mánuð. Fyrir gervigullsleginn hundraðkall í dag færðu örfá grömm af blandi í poka. Við erum að komast aftur á sama stig og þarna um árið þegar við skárum tvö núll aftan af krónunni. Þá var gaman. Ég man að ég fór til Kaupmannahafnar nokkrum dögum síðar og tókst í fyrsta og eina skipti í minni sögu að skipta íslenskum seðlum í dönskum banka. Gjaldkerinn lét þess getið á sinni þvottekta Kaupmannahafnarmálýsku hve þessir hundraðkrónu seðlar væru fallegir.
Aðdáendur krónunnar segja að hún hafi bjargað okkur í kreppunni og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Hinsvegar skil ég ekki alveg hvernig það eru rök fyrir áframhaldandi tilvist hennar. Nema náttúrulega að þessir spekingar viti fyrir víst að hér verði allt í hári og fári í efnahagsmálum og viðvarandi kreppur næstu áratugina eða aldirnar. Þá er gott að hafa krónuna.
Andstæðingar krónunnar benda á að hún er í rauninni handónýt mynt og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Þú getur hvergi skipti henni í aðrar myntir nema með skilyrðum í íslenskum bönkum. Dollurum eða evrum er hægt að skipta nær hvar sem er í heiminum án vandræða. Þar að auki setti krónan þúsundir heimila á hausinn þegar hún féll niður úr gólfinu haustið 2008."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það virðist vera að sumir haldi að gjaldmiðill sé töfratæki sem lækni öll mein, "nýr" gjaldmiðill er akkúrat ekki töfratæki sem hægt er að fá út í næstu búð þegar umsjónarmenn ríkisins eru búnir að kúka upp á bak.
Gjaldmiðill er bein og milliliðalaus lýsing á getu og árangri landsfeðranna til að stjórna landinu og varpar ljósi á kerfisvillu sem er við lýði í landinu(t.d raunávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna sem síðan bankar apa eftir)
Gjaldmiðill er ekki verðmæti heldu ÁVÍSUN Á VERÐMÆTI.
Landsfeðurnir magna upp þá skynvillu margra að gjaldmiðill annarra hagkerfa leysi öll vandamál en það gera þeir til að breiða yfir eigið getuleysi í hagstjórn eða til að blekkja fólk til að þjónkast útópíu draumum um stór Evrópu þar sem tálsýnin er að Ísland hafi VÖLD þ.e "stórasta land í heimi" syndrómið.
Grikkland fór feitt á hausinn og skipti þá engu máli að þeir höfðu Evruna að vopni enda er samkepnishæfni þeirra við N-Evrópu engin, aðgengi þeirra af Frönsku Evrum á lágum vöxtum var takmarkalaust eins og aðgengi Íslendinga að Þýsku Evrum á spott prís var ótakmarkað (carry trade).
Grundvallar drifkraftur verðbólgu eru vextir og þá sérstaklega raunvextir, Íslensku lífeyrissjóðirnir eru bundnir að lögum að ávaxta sjóði sína með 3,5% RAUNÁVÖXTUM sem kallar skylirðislaust á 5-6% meðal verðbólgu enda verðrýra raunvextir ÖLL VERÐMÆTI í landinu þ.e allir vextir þurfa rými inn í sama kassanum og það verður ekki gert nema með því að rýra það sem er fyrir í kassanum.
Við ættum kannski að taka upp hátt Evrópu í því að greiða lífeyri beint af sköttunum í stað sjóðsöfnunar með gríðar háum raunávöxtunarkröfum, en gallinn við leið Evrópu í lífeyrismálum er að það kerfi er gjaldþrota.
Held að öllu sé holt að skilja hvað peningar eru og hvernig þeir verða til áður en heimtuð er ný töfralausn. Í rauninni er bara ein kvöð á gjaldmiðli og hún er sú að erfitt sé að falsa hann.
Eggert Sigurbergsson, 31.10.2011 kl. 18:09
Ég held ekki að nýr gjaldmiðill lækni öll mein.
Ég veit alveg að gjaldmiðill er ekki verðmæti útaf fyrir sig heldur ávísun á verðmæti.
Þrátt fyrir það. Þá er evran mun betri lausn...
Ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina Eggert. Þessir þættir sem þú varst að nefna er engin ný viska þó að þú setur hana þannig upp.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.11.2011 kl. 18:06
En hvað vitum við Eggert. Kannski er réttast að hlusta á atvinnulífið:
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
Sleggjan og Hvellurinn, 1.11.2011 kl. 18:07
The Power of The Króna
"Við höfum sagt upp 400 manns hjá samstæðunni sem samsvarar 10% af okkar vinnuafli. Það hefur einungis 20 manns verið sagt upp á Íslandi enda er starfsemin hér mjög hagkvæm og mjög samkeppnishæf í launum, svo maður noti það orðalag."
Ávarp Árna Odds Þórðarsonar, stjórnarformanns Marel Food Systems, á aðalfundi félagsins 10. mars 2009
Hvort er mikilvægara að hafa vinnu eða fá atvinnuleysisbæturnar greiddar í Evrum?
Afglöp stjórnmálamanna og afkomubrestir verða gerðir upp með beinum launalækunum og atvinnuleysi, sérstaklega ungs fólks, ef tekin verður upp Evra á Íslandi.
Eggert Sigurbergsson, 1.11.2011 kl. 22:04
Á þessi tilvitnun frá Árna að vera rök á móti ESB???
Staðreyndin og aðal atriðið er að Marel finnst hagsmunum sínum best borgið innan ESB það er bara staðreynd.
"mjög samkeppnishæf í launum,"
Ég vill að Ísland verður samkeppnishæft í eitthvað annað en í launum og kjaraskerðingu fyrir almenning.
Láglaunalandið Ísland....
Já sumir finnst það heillandi. En ekki ég.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.11.2011 kl. 23:02
Þú er ekki að ná þessu, VINNA ER ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI ekki hvað þú getur keypt margar ESB kermelur frá Tékklandi. Staðreyndin er að með inngöngu í ESB og upptöku Evru munum við fá aukið atvinnuleysi til langframa, þetta flokkast meira að segja sem gömul viska.
Eggert Sigurbergsson, 1.11.2011 kl. 23:20
Það er einfaldlega ekki rétta að við ESB þýðir aukið atvinnuleysi. Það er um 3% atvinnuleysi í ESB og evrulandinu Holland.
Ef þú vilt útrýma atvinnuleysi sama hvað það kostar og kermelufjöldi skiptir ekki máli þá væri nær að afnema lágmarkslaun.
Þá væri ekkert atvinnuleysi. En ég efa að lífskjör okkar munu eitthvað batna við það.
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.