31.10.2011 | 22:36
Mogginn og hitamælirinn
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðisins um síðsustu helgi var "flogið hátt" eins og venjulega, enda stílistinn fyrrum Matthildar-maður.
Eins og svo oft áður eru það Evrópumálin sem eru "pennanum" hugleikin. Í bréfinu kvartar höfundurinn yfir umræðunni um gjaldmiðilsmál landsins og segir:
"Umræða um krónu og evru er öll á haus í landinu. Annaðhvort eru helstu »umræðustjórar« óþægilega illa að sér, eins og margt bendir til, eða svo þjakaðir af eigin mótuðu afstöðu eða þjónkun við Samfylkinguna, að þeir hvorki sjá né heyra það sem blasir við. Það er ekki stærð myntar sem öllu munar við skoðun á núverandi álitaefnum heldur sveigjanleiki hennar og að henni sé ætlað að lesa og laga sig að efnahagsástandi sinnar eigin þjóðar en ekki að einhverju allt öðru. Þá og aðeins þá getur mynt verið þýðingarmesti lykillinn að lækningu efnahagslífs eins ríkis. Það þýðir nefnilega ekkert að læknir stingi hitamæli í rass næsta manns á Möltu til að ákvarða meðferð sjúklings uppi á Íslandi." (Feitletrun, ES-bloggið)
Þetta er myndrænt, á því er enginn vafi! En hér talar væntalega sá aðili sem veit manna best hvað landi og þjóð eru fyrir bestu! Og sveigjanleiki er lausnin: Sveigjanleiki til að fella gengið, ja, kannski láta það kolhrynja eins og gerðist hér haustið 2008. Það er jú enginn smá sveigjanleiki!
Krónan keyrir upp (og kannski aðallega niður) hagsveiflur, nokkuð sem gerir það nánast ófært fyrir almenning og fyrirtæki að skipuleggja sig fram í tímann. Sú staðreynd að krónan hefur rýrnað um næstum 100 prósent gagnvart t.d. dönsku krónunni frá 1920 segir líka kannski allt sem segja þarf.
Í frétt Morgunblaðsins frá því í desember í fyrra segir: "Verðgildi krónunnar gagnvart hinni dönsku er ...aðeins 0,05% af því sem það var árið 1920, sem jafngildir rýrnun um 99,95% á þessu 90 ára tímabili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands."
Og í lok fréttarinar segir: "Saga peningastefnu og gjaldmiðlamála á Íslandi er því þyrnum stráð allt frá upphafi, óháð því hvernig gengis- og peningastefnan hefur verið útfærð, segir í nýrri skýrslu sem Seðlabankinn hefur unnið og skilað til efnahags- og viðskiptaráðherra."
"Þyrnum stráð!" Hvorki meira né minna! Er ekki verið að segja okkur að þetta með krónuna sé fullreynt? Hve lengi í viðbót á íslenskur almenningur að ganga á þessum þyrnum?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta síðasta var nú fréttatilkynning beint frá Má Guðmundssyni Steingrímsþjóni og Jóhönnu í Seðlabankanum; ómarktækt sem sé og allsendis vitlaust að kenna hana eitthvað sérstaklega við Morgunblaðið!
Og þið hafið ekkert roð við Davíð, piltar, það þarf ekki einu sinni að ræða það.
Jón Valur Jensson, 1.11.2011 kl. 00:37
"Og þið hafið ekkert roð við Davíð, piltar, það þarf ekki einu sinni að ræða það."
LOL
Sleggjan og Hvellurinn, 1.11.2011 kl. 17:29
Allt jafn kjánalegt sem kemur frá kallgreyjinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2011 kl. 18:18
Ég datt alveg út eftir fyrstu málsgrein. Þetta er algjör þvæla.
Enda kemur þetta frá Björn Bjarna sem er ekki marktækur drengur sem lýgur í ritum sem hann gefur út.
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 10:25
Kjánalegt hvað þú ert lélegur í stafsetningu, Ómar Bjarki, litlu skárri en Sleggjan og Hamarinn í nýjustu bloggfærslu þeirra strákanna.
Síðasta innleggið hér, frá hinni sömu sleggju og hinum sama hvelli, ef ekki einungis frá einum skólastrák, er með sömu endemum og annað frá ykkur. Björn Bjarnason er afar vandaður og fræðimannlegur í sínum skrifum. Þótt hann hafi gert ein mistök, sem hann leiðrétti strax drengilega, í 2. prentun af nýjustu bók sinni, þá gefur það ekki óvönduðum dilettöntum neinn rétt til yfirlætisfullra níðskrifa. Það mætti líka segja mér, að Jón Ásgeir tapi sínu ágenga máli gegn Birni.
Er ekki bara hvellsprungið á málefnaskrjóðnum hjá ykkur, piltar?
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 13:08
Og ekki eru Sl. & H. einungis með hlálegar villur á eigin Moggabloggi, heldur virðast þeir ekki einu sinni kunna að beygja nafnið Björn! En örugglega eru þeir að eigin mati útvaldir til að kenna landsmönnum hið sanna og rétta!
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 13:11
Algeng rök hjá einstaklingum sem eru rökþrota.. er að benda á stafsetninguna. Ekki málefnið.
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 13:32
Menn, sem eru jafn ómenntaðir í svona grunnatriðum, eru varla kjörnir til að fræða aðra um flóknari hluti.
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.