Leita í fréttum mbl.is

Stuðningur frá Dönum við aðildarumsókn Íslands

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er staddur í Kaupmannahöfn vegna fundar Norðurlandaráðs, en þar ber einnig fleira á góma. Meðal annars ESB-málið. Í frétt á www.visir.is segir:

"Í tilkynningu segir að á fundunum hafi ráðherrarnir farið yfir stöðu mála í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins en tveir kaflar í viðræðunum voru opnaðir og þeim lokað nú í október. Þá ræddu þeir fyrirhugaða formennsku Dana í Evrópusambandinu sem hefst um áramót en utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji opna alla útistandandi kafla í aðildarviðræðunum í formennskutíð Dana.

 „Á fundinum með Evrópuráðherra Dana staðfesti Nikolai Wammen eindreginn stuðning danskra stjórnvalda við mögulega aðild Íslands að ESB og vilja Dana til að viðhalda góðum gangi í viðræðunum."

Yfir þessu trompast svo menn á netinu, þ.e.a.s. þjóðernissinnarnir, sem vilja að Ísland búi við óstarfhæfan/ónothæfan gjaldmiðil og að almenningur og fyrirtæki á Íslandi, "njóti" (!) miklu hærri vaxtakjara en þekkjast á meginlandi Evrópu og enn hærri verðbólgu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband