Leita í fréttum mbl.is

Við treystum þjóðinni!

Já-Ísland-framtíðinSamtökin Já-Ísland birtu í kvöld áhugaverða auglýsingu, en á vef samtakanna stendur:

"Næstu daga mun þessi auglýsing birtast landsmönnum. Við teljum það skipta mestu máli þegar þjóðin tekur ákvörðun um hvort hún vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið að sú ákvörðun sé byggð á staðreyndum. Við treystum þjóðinni fyllilega til að taka réttu ákvörðunina fyrir Ísland þegar samningurinn liggur fyrir."

Horfið hér eða hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir ættu að treysta þjóðinni til að hafna frekari fjáraustri í þessa umsókn Össurar og Jóhönnu, sem þjóðin aldrei vildi og vill ekki enn: vill ekki í neinni skoðanakönnun "ganga í" þetta Esb eða "fá aðild að" því (= láta innlimast í stórríki gamalla nýlenduvelda, segi ég).

Þjóðin á að fá tækifæri STRAX til þjóðaratkvæðagreiðslu um að hafna þessari umsókn eða leggja hana á hilluna, en það vilja samtökin "Já-Ísland" (sic) EKKI ! Stjórnarþingmenn felldu líka tillögur um að leggja umsóknina undir dóm kjósenda árið 2009 -- það sýnir þeirra vanvirðingu fyrir þjóðarviljanum, þegar um svo afgerandi mál var að ræða. Þeir vildu heldur ekki þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave-málið, og allt er þeirra ráð sama ömurleikamerkinu brennt, þvert gegn þjóðarvilja, ekki sízt í hinu alræmda "skjaldborgar"-stefnumáli þeirra, margsviknu!

Jón Valur Jensson, 12.11.2011 kl. 02:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér eru óþægilegar fréttir handa innlimunarsinnum sem eru hlynntir því, að fyrirtæki og samtök séu misnotuð í þágu þess að framselja fullveldisréttindi þings og þjóðar til Evrópusambands gömlu nýlenduveldanna:

Jón Valur Jensson, 12.11.2011 kl. 13:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 14:50

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi mikla verðbólga hér á Íslandi kom ekki í veg fyrir, að við brytumst úr örbirgð til miklu meira en bjargálna, raunar til ríkidæmis, áður en 20. öldin var öll. Menn þurf ekki annað en virða fyrir sér borgamyndun hér, glæsilegt atvinnuhúsnæði, einn fullkomnasta fiskveiðiflota heims og húsakost landsmanna til að sjá, að ekki var krónan neinn farartálmi í vegi okkar til að færast úr hópi bláfátækustu ríkja Evrópu í hóp hinna ríkustu á jarðarkringlunni.

Svartagallsraus Steina Briem er því í bezta falli brjóstumkennanlegt dæmi um villuhugsun, sem ekkert er að marka.

PS. Ragnar Arnalds var ekkert átrúnaðargoð mitt árið 1983 og hefur aldrei verið, þótt mætur maður sé og (ólíkt Steina Briem) afar martækur í allri umræðu um Evrópusambandið. Ég hvet menn til að afla sér bókar hans, Sjálfstæðið der sístæð auðlind, og lesa pistla hans á vefjum Heimssýnar og hinum nýja hjá Vinstrivaktinni gegn Esb.

Jón Valur Jensson, 13.11.2011 kl. 02:19

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS kostaði þessa upphæð:

Ornolfur Arnason
"Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."

Thorvaldur Gylfason
"Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.

Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet.
"

Þorsteinn Briem, 13.11.2011 kl. 02:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 13.11.2011 kl. 02:58

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskildri skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 13.11.2011 kl. 03:27

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKULDIR ÍSLENSKRA HEIMILA SEM HLUTFALL AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM TVÖFALT MEIRI EN SPÆNSKRA HEIMILA.

20.8.2009: "Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%.

Skuldaaukning heimila hefur átt sér stað í flestum hagkerfum undanfarin ár en afar mismunandi er hversu skuldsett heimili í einstökum löndum eru. Skuldir íslenskra heimila eru hins vegar miklar og hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hátt í samanburði við önnur þróuð hagkerfi.

Þannig er þetta hlutfall að meðaltali 134% í Bandaríkjunum, 180% á Írlandi og 140% á Spáni, svo einhver lönd séu nefnd. [...]

Hærra skuldahlutfall gerir heimilin viðkvæmari fyrir breytingum í gengi, verðbólgu, vöxtum og tekjum.
"

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 13.11.2011 kl. 03:31

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna í árslok 2008, sem er andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana, og skuldirnar voru 15.685 milljarðar króna í árslok 2007.

Þorsteinn Briem, 13.11.2011 kl. 03:39

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Sú mikla aukning þjóðarekna hér á landi sem varð á síðustu öld er þrátt fyrir íslensku krónuna en ekki vegna hennar. Krónah hefur valdið miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hefur ekki hjálpað til. Við græddum til dæmis helling á seinni heimstyrjöld en fengum samt hærri Marshall aðstoð miðað við fólksfjölda heldur en önnur ríki Evrópu þar með talið Vestur Þýskaland en þó var búið að sprengja Þýskaland í rúst.

Íslensku krónunni var stýrt eftir hafsmunum sjávarútvegsins sem gerði öðrum iðnaði erfitt fyrir og þá sérstaklega öðrum útflutningsiðnaði. það er höfuðástæða þess að hér er lítill annar útflutningsiðnaður en fisiðnaður eða annar iðnaður sem byggist í kringum íslenskar náttúruauðlindir. Sveiflukenndur galdmiðill er því höfuðástæða þess hversu lítil fjölbreytni er í íslenskum útflutningsiðnaði. Það eykur síðan enn á sveiflurnar í íslensku efnahagslífi að hafa þetta fábreyttan útflutningsiðnað. Þær sveiflur eru væntanlega ein af ástæðum þess hversu stutt fram í tíman við höfum tamið okkur að hugsa í atvinnu- og efnahagsmálum.

Sjálfstæð örrmynt er því vandamál en ekki kostur fyrir íslenst atvinnulíf.

Sigurður M Grétarsson, 13.11.2011 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband