Leita í fréttum mbl.is

Pressan.is: Ólafur Margeirsson um gjaldeyrishöft og verðtryggingu

Umræðan um gjaldmiðilsmálin er lífleg þessa dagana. Einn þeirra penna sem lætur reglulega í sér heyra um efnahagsmál er Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði í Englandi. Hann skrifar á Pressunni og nýjasti pistill hans heitir "Gjaldeyrishöft og verðtrygging." Hann segir meðal annars:

"Núverandi áætlun Seðlabankans er að losa höftin árið 2015. Til þess afnám haftanna sé í fyrsta lagi mögulegt og í öðru lagi til allrar frambúðar þarf tvennt að gerast: það verður byggja upp skuldlausan gjaldeyrisforða – ellegar er vonlaust að vonast til sæmilega stöðugs gengis – og það verður að draga úr skammtímaskuldum þjóðarbúsins. Innifalið í skammtímaskuldum eru fjármunir sem bíða eftir því að geta komist úr landi. Nánast ómögulegt er að meta þá fjármuni með einhverri nákvæmni en Seðlabankinn hefur þó nefnt ca. 150-180ma.kr. í því samhengi. Þá fjármuni þarf að sigta hægt og rólega út og eru gjaldeyrisuppboð Seðlabankans liður í því.

Alvarlegasta vandamálið er hins vegar uppbygging nettó gjaldeyrisforða. Brúttó gjaldeyrisforði Seðlabankans er ríflega 900ma.kr. Það er dágóður slatti en hann er allur fenginn að láni! Innifalið í 900ma.kr. brúttó forðanum er 280ma.kr. lánalína frá AGS, erlendar langtíma lántökur Seðlabankans, innistæður frá þrotabúum gömlu bankanna (ríflega 300ma.kr.) og innistæður ríkissjóðs í erlendri mynt (270ma.kr.) en erlendar skuldir ríkissjóðs koma á móti. Þegar allt er tekið saman er nettó gjaldeyrisforði Seðlabankans, a.t.t. stöðu ríkissjóðs, neikvæður um 117ma.kr. (1,0ma. USD)."

Síðar segir Ólafur: "Ef Seðlabankinn ætlar að kaupa erlendan gjaldeyri til að styrkja forðann, eins og hann verður að gera ef afnám hafta á að eiga sér stað til frambúðar árið 2015, veikist krónan. Veikari króna ýtir verðbólgu upp á við og venjulega svarið við slíku...er stýrivaxtahækkun til að auka fjármagnskostnað heimila sem hafa þá minna fé milli handanna. Minni kaupgeta heimila þýðir að fyrirtæki geta ekki hækkað verðið, jafnvel þó þau hafi hvata til þess vegna hærra innflutningsverðlags. En það kostar líka dýpri efnahagslægð."

Ólafur telur að ef lyfta eigi höftunum verði Seðlabankinn að kaupa erlendan gjaldeyri...."en kaupi hann gjaldeyri lækkar krónan og verðbólga hækkar og við því getur hann ekkert gert þótt hann vildi því stýrivextir hans eru gagnslausir vegna verðtryggingarinnar á skuldum heimila. Og verðtryggingin, hækki verðbólga, setur efnahagsreikning heimila í enn meira uppnám heldur en hann þegar er í."

Niðurstaða Ólafs í lok greinarinnar er þessi: "Seðlabankinn er í klemmu sem hann kemst ekki úr meðan verðtrygging er á meirihluta skulda heimila. Verðtryggingin á skuldum heimilanna stöðvar þar með að hægt sé að afnema höftin til frambúðar árið 2015 eins og stefnt er að."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.

Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.

HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.

SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.

Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.

Þorsteinn Briem, 16.11.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn VILL ÁFRAM íslenska krónu og VERÐTRYGGINGU:

"Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hann hafi lengi verið þeirrar skoðunar að erfitt sé að vera með lítinn gjaldmiðil líkt og krónuna en hann er enn þeirrar skoðunar að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 16.11.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband