Leita í fréttum mbl.is

Fækkun í landbúnaði á Vestfjörðum: 100 lögbýli - 11.000 fjár! Án aðkomu ESB!

Nokkur umræða hefur spunnist um landbúnaðarmál, en ný skýrsla um ESB og landbúnaðarmál kom út fyrir skömmu. Kannski meira um hana síðar.

En það var athyglisverð frétt að vestan í einum fréttatíma RÚV um daginn sem festist í huga ritara. Þar kom fram að á undanförnum árum hefur fækkað um 100 lögbýli á Vestfjörðum. Fækkun búfjár nemur um 11.000! Fréttin var annars um fiskeldi fyrir vestan, ef ritara misminnir ekki!

Allt þetta án aðkomu ESB á nokkurn hátt og gildir það almennt um breytingar á íslenskum landbúnaði (en um miðja síðustu öld var um 40-50% af vinnuaflinu hér á landi starfandi við landbúnað, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar!).

Fram hefur einnig komið í umræðunni að Ísland hefur nánast enga byggðastefnu, heldur einhvern "vísi" að byggðarstefnu. ESB er hinsvegar með öfluga byggðarstefnu, sem miðar meðal annars að því að halda byggð í sveitum.

Vita Bændasamtökin af þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ hér á Íslandi um ÞRIÐJUNG og kúabúum um rúman HELMING frá árinu 1990, síðastliðin 20 ár.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36

Þorsteinn Briem, 17.11.2011 kl. 14:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2008 störfuðu hér 2,5% vinnuaflsins við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Árið 2008 voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með 400 ærgildi eða færri.

Fastur kostnaður meðalsauðfjárbús var þá 249 þúsund krónur á mánuði AÐ MEÐTÖLDUM LAUNUM eigendanna.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 17.11.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 17.11.2011 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband