Leita í fréttum mbl.is

Össur með grein um ESB í FRBL

Á Eyjunni stendur þetta: "Ávinningur Evrópusamvinnunnar er óbreyttur hvað sem krísunni líður. Kostir innri markaðar Evrópu munu áfram skila sér í bættri samkeppnishæfni, auknum útflutningi og atvinnu eins og Samtök atvinnulífsins þekkja svo vel. Og grundvallarkostir evrunnar sem felast meðal annars í stöðugleika, innra og ytra aðhaldi, lægri vöxtum og verðbólgu, aukinni fjárfestingu og atvinnu hafa ekki breyst.

Skrifar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, í Fréttablaðinu í dag þar sem hann ítrekar að þó Evrópusambandið glími við alvarlegan skuldavanda margra aðildarlanda sinna nú um mundir breyti það engu um grundvallarkosti sambandsins.

Þá bendir Össur á að þegar loks kemur að ákvörðunartöku Íslendinga um aðild eða ekki verði að öllum líkindum búið að ráða bót á þeim vandamálum sem sambandið glímir við í dag. Þannig bjóðist Íslandi aðild að enn sterkara Evrópusambandi þegar til komi."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Slítum aðildar viðræðum losum okkur við krata farið á slóðina og hlustið á smá yfirlestur yfir hausamótunum á æðstu mönnum Evrópusambandsins:http://www.youtube.com/watch?v=2gm9q8uabTs

Örn Ægir Reynisson, 19.11.2011 kl. 18:16

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þetta ekki hinn sami Össur sem að eigin sögn (eins og bókfært var í Rannsóknarskýrslu Alþingis) hefur "ekki hundsvit á efnahagsmálum"? Eigum við að trúa honum nú, þegar hann byrjar enn enu sinni með spádóma um framtíðina? Skrapp hann kannski á hraðsuðunámskeið í hagfræði í háskóla í Brussel?

Þetta er sami maðurinn og fullyrti, að "bara það eitt að sækja um aðild" myndi stórbæta efnahag Íslands. Hver trúir því nú?!!!

Svo skrökvar hann purkunarlaust í lok þessarar Fréttablaðsgreinar sinnar (ég á eftir að fara yfir önnur atriði þar): "Þó að skiptar skoðanir séu um aðild eins og vera ber í lýðræðissamfélagi hafa kannanir sýnt að 2/3 hluti Íslendinga vilja ljúka viðræðum og kjósa um aðildarsamning."

Þetta leyfir hann sér að fullyrða þrátt fyrir fram komna HLUTLAUSA skoðanakönnun, sem gengur í þveröfuga átt við hans áróður og sýnir, að 58,9% þeirra, sem afstöðu taka í MMR-könnun, vilja að umsókn um aðild að Esb. verði dregin til baka.

Ekkert tjóar fyrir Össurarmenn að vitna hér í skoðanakannanir sem gerðar voru að frumkvæði Fréttablaðsins (undir stjórn Esb-ritstjórans Ólafs Stephenesen) og Fréttatímans (undir stjórn Esb-ritstjórans Jóns Kaldal), þar sem þær eru ómarktækar. Lesendur vefs þessa geta fengið staðfestingu á því með því að hlusta á þetta viðtal á Rás 2 í gær, við dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands: http://www.ruv.is/sarpurinn/nr/4601295/ (hefst þegar 59,43 mínútur eru liðnar af þættinum, endar við 71,54 mín., sem sé um 12 mín. viðtal, en AFAR LÆRDÓMSRÍKT).

Athugið, að unnt er að hlusta hvar sem er í þættinum (smellið ykkur á gráu línuna neðarlega)

Við hlutlæga athugun hans, sem sett er fram án allra upphrópana, kemur í ljós, að þær tvær kannanir, sem þið hafið verið að hampa, falla í reynd á prófinu – það eru ekki hans beinu orð, en þetta liggur í reynd í greiningu hans. Í spurningunum þeirra kannana er verið að blanda öðru atriði inn í spurninguna, sem lögð var fyrir fólk, heldur en því, sem var í raun aðalatriðið, þ.e. hvrt menn vilji láta slíta viðræðunum nú eður ei. Þetta óskylda atriði, sem blandað var inn í málið, var tengt möguleikanum að síta ekki viðræðunum og sagt e-ð á þessa leið: eða að halda áfram viðræðunum og fá svo þjóðaratkvæðagreiðslu um málið að lokum. Rúnar segir að þetta geri þennan seinni kost fyrir fram líklegri til að menn velji hann, af því að menn séu almennt hlynntir áhrifum almennings á þjóðmál með þjóðaratkvæðagreiðslu. En þá séu menn í raun ekki að einbeita sér að því einfalda spursmáli: Á að slíta viðræðunum eða halda þeim áfram? Um það er spurt í MR-könnuninni, og hún fær ekki falleinkunn hjá hinum skarpa og greinandi félagsfræðiprófessor.

Einhver þarf að afrita allt þetta viðtal og koma því á netið. Það rústar í raun hinum hlutdrægu könnunum fyrir Fréttablaðið og Já Ísland & Fréttatímann, en MMR-könnunin fyrir Andríki stenzt hins vegar prófið – og sjálfur utanríkisráðherra landsins situr í skammarkróknum vegna sinnar "einlægu" blekkingarviðleitni.

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 19:58

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Það liggur skýrt fyrir að það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning við ESB þegar honum er lokið. Það er því ekkert leiðandi við spurningu þar sem spurt er um það hvort menn vilji fá að kjósa um aðildarsamning eða ekki. Það má í raun færa rök fyrir því að spurning þar sem það er ekki tekið fram sé villandi því það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því að aðildarsamningur verði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvað varðar röksemdirnar í grein Össurar þá er það allt rétt sem hann sagði. Opnir markaðir með lágmarks viðskiptahindrunum hámarkar lífkjör allra. Örþjóð með sveiflukennda örmytn á lítinn möguleka á að laða til sín erlent fjármagn í uppbyggingu atvinnulíf með útflutning á alþjóðamarkaði í huga. Það er fátt sem er eins mikið eitur í beinum fyrirtækja en óvissa um grunnþætti í þeirra starfsumhverfi sem gerir áætlanagerð erfiða eða nánast óhugsandi. Því munu fjárfestingar erledra aðila í íslensku atvinnulífi einskorðast við atvinnuvegi sem nýta sér íslenskar náttúruauðlindir en öðru getum við nánast gleymt. Ef við verðum mikið lengur með krónuna þá munu til dæmis fyrirtæki eins og Össur fara frá landinu því starfsumhverfi þeirra hér er óviðunandi meðan við erum með krónuna.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2011 kl. 22:42

4 Smámynd: Guðbrandur Ólafsson

Þegar landráðaliðið samþykkti aðildarumsókn í E.U. án heimildar frá þjóðinni, fylgdi samþykktinni að leggja skuli samninginn fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar, en tekið jafnframt fram að Þjóðaratkvæðagreiðslan skuli aðeins vera ráðgefandi fyrir kjörna þingmenn.

Í ljósi þess að meirihluti þingheims hefur ætlað að taka ábyrgð á Isave lögunum æi þrígang gegn vilja þjóðarinnar treisti ég þinginu ekki til að hafa endanlegt ákvörðunarvald í málinu 

Guðbrandur Ólafsson, 20.11.2011 kl. 02:53

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Guðbrandur! Ég svara svo SMG seinna.

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 02:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 03:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingsályktun

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar

Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, þá utan flokka, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.


Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 03:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:


Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.

Sátu hjá:


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Og Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 03:48

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.


Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.

Alþingi samþykkir samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.

Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi samkvæmt 79. grein stjórnarskrárinnar. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.

Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 03:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis 1945-2009, Í SEXTÍU OG FIMM ÁR??!!

Svar: ENGIN!!!

Var haldin hér
þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!

Svar: NEI!!!

Hverjir voru þá við völd?

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!


Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 03:52

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.

Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.

EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI.
"

"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.


(Bókin er 1.200 blaðsíður.)

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 03:54

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 03:55

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn Í
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.

Með aðild að Evrópusambandinu tökum við Íslendingar SJÁLFIR þátt í að semja löggjöf Evrópusambandsins og aðildarsamningi okkar verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 03:57

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 20.11.2011 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband