Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Sterkur sjávarútvegur - sterkt "spil" í samningaviðræðum við ESB

FréttablaðiðÍ Fréttablaðinu í dag er rætt við Kolbein Árnason, formann samningahóps um sjávarútveg. Fram kemur meðal annars að ef Ísland gangi í ESB, verði landið stærsta sjávarútvegslandið í sambandinu. Kolbeinn segir:

"„Við hljótum að leggja áherslu á þennan styrk í okkar nálgun að viðræðunum að það sé fengur í að hafa okkur innan borðs,“ segir Kolbeinn og vísar til þess að sjávarútvegur hér á landi sé sjálfbær og skili arði. Ef til inngöngu kæmi yrði Ísland stærsta fiskveiðiríkið í ESB með um þriðjung af heildarafla sambandsins.

„Við höfum staðið okkur vel og greinin skilar okkur arði. Það, ásamt öðrum stórum greinum eins og álframleiðslu og ferðamannaiðnaði, yrði til þess að ef við gengjum í sambandið myndum við í grunninn leggja meira af mörkum til sambandsins en það sem við fengjum beint þaðan.“

Að sögn Kolbeins styrkir þetta stöðu Íslands varðandi stjórn eigin mála.

Ennfremur segir í fréttinni: "Efasemdir hafa verið á lofti um að við hugsanlega inngöngu Íslands geti reglum sambandsins verið breytt þannig að þær sérlausnir sem Ísland fengi yrðu mögulega ógiltar. Kolbeinn segir þær áhyggjur vera óþarfar.

„Við leggjum áherslu á að fastsetja reglurnar um okkar hagsmuni inn í fyrirhugaðan aðildarsamning. Það jafngildir grundvallarsáttmálum sambandsins og verður þess vegna ekki breytt nema með okkar samþykki. Hagsmunirnir yrðu þá tryggðir, ekki bara við inngöngu heldur til framtíðar.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 19.11.2011 kl. 14:22

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evrópskir fjármála­markaðir-„hræðilegur spírall“ í gangi

STYRMIR GUNNARSSON

19. nóvember 2011 klukkan 09:20

New York Times segir frá því í morgun, að fjármálafyrirtæki víða um heim selji nú evrópsk ríkisskuldabréf í stórum stíl og „dömpi“ þeim á markaðinn, svo að notað sé ljótt mál. Blaðið segir jafnframt að þessi sömu fyrirtæki leiði hjá sér að kaupa nýjar skuldabréfaútgáfur einstakra evruríkja, eins og t.d. Spánar og þar að auki hafi bankar hætt að endurnýja skammtímalán til evrópskra banka, sem séu nauðsynleg til að tryggja rekstur þeirra frá degi til dags.

Til upprifjunar í þessu sambandi er rétt að minna á, að vorið 2006 tilkynntu bandarískir bankar að þeir mundu ekki endurnýja slík lán íslenzkra banka, sem féllu í gjalddaga ári síðar.

New York Times bendir á, að haldi þessi þróun áfram hækki lántökukostnaður bankanna, sem þýði að þeir hafi minni peninga til að lána og þar með dragi úr hagvexti. Blaðið vitnar í sérfræðing, sem segir að þetta sé „hræðilegur spírall“ og blaðið segir að hraði þess spírals niður á við aukist dag frá degi.

Á sama tíma heldur Sir John Major, fyrrum forsætisráðherra Breta því fram, að meginlandsþjóðirnar í Evrópu hafi fundið upp fjármálalega eldflaug sem sé hitasækin og stefni beint á fjármálahverfið í London, þar sem hjartað í fjármálakerfi Evrópu er til staðar og greinarhöfundur Reuters-fréttastofunnar segir að Evrópusambandið sé að byggja upp Ponzi-kerfi, sem menn þekkja umræður um að undanförnu vegna fjármálaumsvifa fjármálajöfurs að nafni Maddoff, sem nú er á bak við lás og slá.

Það verður ekki annað sagt en að umræður um fjármálakerfið á Vesturlöndum séu líflegar um þessar mundir!

Örn Ægir Reynisson, 19.11.2011 kl. 14:35

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evrópskir fjármála­markaðir-„hræðilegur spírall“ í gangi

STYRMIR GUNNARSSON

19. nóvember 2011 klukkan 09:20

New York Times segir frá því í morgun, að fjármálafyrirtæki víða um heim selji nú evrópsk ríkisskuldabréf í stórum stíl og „dömpi“ þeim á markaðinn, svo að notað sé ljótt mál. Blaðið segir jafnframt að þessi sömu fyrirtæki leiði hjá sér að kaupa nýjar skuldabréfaútgáfur einstakra evruríkja, eins og t.d. Spánar og þar að auki hafi bankar hætt að endurnýja skammtímalán til evrópskra banka, sem séu nauðsynleg til að tryggja rekstur þeirra frá degi til dags.

Til upprifjunar í þessu sambandi er rétt að minna á, að vorið 2006 tilkynntu bandarískir bankar að þeir mundu ekki endurnýja slík lán íslenzkra banka, sem féllu í gjalddaga ári síðar.

New York Times bendir á, að haldi þessi þróun áfram hækki lántökukostnaður bankanna, sem þýði að þeir hafi minni peninga til að lána og þar með dragi úr hagvexti. Blaðið vitnar í sérfræðing, sem segir að þetta sé „hræðilegur spírall“ og blaðið segir að hraði þess spírals niður á við aukist dag frá degi.

Á sama tíma heldur Sir John Major, fyrrum forsætisráðherra Breta því fram, að meginlandsþjóðirnar í Evrópu hafi fundið upp fjármálalega eldflaug sem sé hitasækin og stefni beint á fjármálahverfið í London, þar sem hjartað í fjármálakerfi Evrópu er til staðar og greinarhöfundur Reuters-fréttastofunnar segir að Evrópusambandið sé að byggja upp Ponzi-kerfi, sem menn þekkja umræður um að undanförnu vegna fjármálaumsvifa fjármálajöfurs að nafni Maddoff, sem nú er á bak við lás og slá.

Það verður ekki annað sagt en að umræður um fjármálakerfið á Vesturlöndum séu líflegar um þessar mundir!

Geta Evrópu­sinnar ekki horfzt í augu við veruleikann í dýrum auglýsingum?

19. nóvember 2011 klukkan 12:06

Enn einu sinni eru Evrópusinnar lagðir af stað með dýrar auglýsingar málstað sínum til framdráttar eins og sjá má í Morgunblaðinu í dag. Efni þeirra er athyglisvert. Hér skal nefna eitt dæmi.

Birt er línurit yfir fall kaupmáttar á Íslandi fra árinu 2008 og til samanburðar aukning kaupmáttar í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku, væntanlega til þess að sýna fram á að aðild að Evrópusambandinu og í tilviki Finna einnig að evrunni tryggi aukinn kaupmátt.

Þegar þessi samanburður í auglýsingunni er skoðaður vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hvers vegna kaupmáttarþróun á Íslandi er ekki borin saman við þróun kaupmáttar í evrulöndunum Grikklandi, Portúgal og Írlandi svo dæmi sé tekið.

Hvers vegna ekki?

Er það ekki eðlilegur samanburður? Á Íslandi varð bankahrun og efnahagshrun í kjölfarið. Í þessum þremur evrulöndum kom upp skuldakreppa og efnahagshrun í kjölfarið.

Hvers vegna er Ísland ekki borið saman við þessi evrulönd?

Finnst Evrópusinnum á Íslandi það óþægilegt?

Eiga þeir erfitt með að horfast í augu við veruleikann?

Eru þeirra ær og kýr að blekkja sjálfa sig og aðra?

SG

Örn Ægir Reynisson, 19.11.2011 kl. 14:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það þarf ekki að sannfæra Spánverja, Breta, Frakka og Þjóðverja um, að "það sé fengur í að hafa okkur innan borðs,“ þeir hafa lengi vitað það og ætlað sér að ná Íslandi inn.

1) Frakkar eru með tugþúsundir atvinnulausra sjómanna og hafa veiðireynslu hér og get auðveldlega með Þjóðverjum lengt veiðireynslutímbils-viðmið Esb. upp í eins og mörg á og þeim sýnist með einu pennastriki með stuðningi annarra í ákvörðun ráðherraráðsins; eins getur ráðið umbylt eða hafnað "reglunni" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða.

2) Þjóðverjar hafa hér veiðireynslu og eru stærsta þjóðin í Esb. og með metnað til margs og munu ekki láta aðra eina um að gramsa hér í fiskimiðunum.

3) Brezk stjórnvöld munu nú loksins sjá hér sárabætur vegna þess hnekkis, sem sjávarútvegur þeirra varð fyrir Esb-"aðildar", þar sem þeir fengu ekki rönd við reist gegn þeim úrskurði Esb-dómstólsins, að Spánverjum væri heimilt að veiða í brezkri landhelgi. Nú gætu þá Bretar bætt sér upp allan skaðan og margfalt betur en svo!

4) Spánverjar eru alveg tilbúnir að taka slaginn, með 5 milljónir atvinnulausra, þar af tugi þúsunda sjómanna. Og þetta er stefnan á þeim bænum: Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009). Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" [þ.e. með umsókn Össurarteymisins] (30. júlí 2009). Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009). Sbr. einnig: Stein [aðalhagfræðingur Lombard Street-rannsóknarsetursins]: Algjört brjálæði fyrir Ísland að ganga í ESB (30. ág. 2009; þar koma spænskir sjómenn við sögu).

5) Sjá einnig þessa grein: Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna, sem byggir á frétt í Ríkisútvarpinu 9. febrúar 2007. Fréttin er öll afar athyglisverð og langt frá því að vera úrelt, hún kannski tímabærari lesning nú en nokkru sinni fyrr. Menn lesi hana alla, sér til upplýsingar (raunar er hún stutt), en hér eru lokaorð hennar:

• "Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán [Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands og mesti sérfræðingur okkar um Esb-mál, höf. margra rita um þau] segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína."

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 14:41

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið ásláttarvillur (m.a. vegna slapps tölvulyklaborðs), s.s. "á" í stað ár, "skaðan" í stað skaðann o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 14:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fáfræði birtist í 1. innlegginu hér, frá Steina, fyrst sú, að Íslendingar yrðu óhultir með fiskistofna sína, af því að "Frakkland [eigi] ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar." – Um fiskveiðimál gilda allt aðrar reglur í Esb. en orkuauðlindir; það er ekki enn búið að "evrópusambandsvæða" olíuauðlindir þar, þótt það virðist standa til skv. Lissabon-sáttmálanum (en örugglega ekki fyrr en eftir að þeim takist hugsanlega að narra Norðmenn inn); en á sjávarútvegssviðinu gildir sú sérstaða, að fiskveiðilögsagan yrði undir Esb-yfirstjórn og jafnrétti "Esb-borgara" ríkjandi um veiðar, með takmörkunum sem lítt munar um og geta alveg heyrt sögunni til án mikils fyrirvara. Stórríkið á alltaf auðvelt með að réttlæta slíkt fyrir sér, t.d. vegna atvinnuleysis (sbr. innlegg mitt hér kl. 14:41), kreppu o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 14:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.

Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."

Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.

Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.

Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.

MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.

Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.

Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.

Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.

FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.

FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."

"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."

"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.

Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.

HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.

MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.

Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.

Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.

LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.

HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.

Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."

Þorsteinn Briem, 19.11.2011 kl. 16:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 19.11.2011 kl. 16:38

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávarútveg við inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar
Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.

Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin
í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Niðurfelling allra tolla
sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008
og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Styrkir
frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.

Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í
útgerð og fiskvinnslu.

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 19.11.2011 kl. 16:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

AFLI SPÆNSKRA SKIPA HEFUR MINNKAÐ MUN MEIRA EN BRESKRA SKIPA FRÁ ÁRINU 1986.

Árið 2007
var afli breskra skipa um 600 þúsund tonn, um 200 þúsund tonnum, eða 25% minni en þegar Spánn fékk aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1986.

Og árið 2007 var afli spænskra skipa um 800 þúsund tonn, um 400 þúsund tonnum, eða 33% minni en árið 1986.

Frakkland
stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005


FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 19.11.2011 kl. 17:08

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi, rétt eins og íslensk fiskiskip hafa veitt minna af til dæmis þorski, loðnu og rækju en áður.

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.

Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.

Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005


Frakkland
stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Afli breskra skipa var um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,2 milljónir tonna árið 1973 en um 600 þúsund tonn árið 2007.

Afli danskra skipa var einnig um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,4 milljónir tonna árið 1973 en um 700 þúsund tonn árið 2007.

Afli spænskra skipa var um 33% minni árið 2007 en 1986, um 1,2 milljónir tonna árið 1986 en um 800 þúsund tonn árið 2007.

Afli franskra skipa var um 30% minni árið 2007 en 1957, um 700 þúsund tonn árið 1957 en um 500 þúsund tonn árið 2007.

Afli portúgalskra skipa var um 40% minni árið 2007 en 1986, um 400 þúsund tonn árið 1986 en um 250 þúsund tonn árið 2007.

FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 19.11.2011 kl. 17:12

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeim mun fleiri innlegg frá Steina, þeim mun stressaðri er hann, bersýnilega. Eina nóttina setti hann inn 25 innlegg í strikklotu á eina síðuna hér.

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 17:36

14 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Já hvað eftir annað copy/paste sömu innleggin

Örn Ægir Reynisson, 19.11.2011 kl. 18:08

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Aðildarsamningar einstakra ESB ríkja hafa sömu réttarstjöðu og stofnsáttmáli ESB og verður því ekki breytt nema með samþykki allra aðildarríkja því öll ríki hafa neitunarvald gagnvart slíkum breytingum. Því verðu aðildarsamningum einstakra ríkja ekki breytt nema með þeirra samþykki. Því munu ákvæði aðildarsamnings um það hverjir hafi veiðirétt af okkar fiskveiðiauðlindum standa nama við samþykkjum annað. Þetta dómsdagsbull og kjafæði ykkar ESB andstæðinga um að hætta sé á að við missum fiskveiðiauðlindir okkar til annarra ESB ríja er ekkert annað en lákúrulear blekkingar til að fá fólk til að vera andsnúið ESB á röngum forsendum. Þeir sem beita slíkum lygum og blekkingum eiga sjaldnst góðan málstað.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2011 kl. 22:48

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Örn Ægir. Ég velti því fyrir mér hvort ótæpileg notkun þín á orðunum "kratalygi" og "landráðamenn" sé líka svona copy/paste? Þessi orð notar þú mjög mikið og í öllum tilfellum án nokkurs tilefnis. Svo notar þú þessar algerlega tilefnislausu aðdróttanir til að afsaka það að loka á menn á þinni bloggsíu fyrir það eitt að leiðrétta bullið í þér.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2011 kl. 22:50

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg eftir að fara í saumana á þessu fráleita bulli ykkar hér, SMG og Steini, sem þykizt vita betur en t.d. spænsku fráðherrarnir sem ég vísaði hérna til. Haldið þið að þeir kæmust upp með einhverjar lygar í þessa átt í 30 millj. manna samfélagi sínu? Það eruð þið, sem eruð að egna falskar beitur fyrir íslenzkan almenning, láta í veðri vaka, að jafnvel sjávarútvegi okkar yrði óhætt innan marka Evrópusambandsins!!!

Kíkið, til tilbreytingar, á þessa vefsíðu Vinstrivaktarinnar í dag (ég hef gefið henni tíma, ekki ruglinu í ykkur):

Viljum við hætta á að Ísland breytist í kvótalaust sjávarþorp?

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband