Leita í fréttum mbl.is

Össur og Lucinda ræddu málin: Fullur stuðningur Íra við umsókn Íslands

Lucinda CreightonEvrópumálaráðherra Íra, hin unga Lucinda Creighton, var stödd hér á landi í vikunni sem er að líða. Hún hitti að sjálfsögðu utanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson. Í tilkynningu á vef Utanríkisráðuneytisins segir:

"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með Lucindu Creighton Evrópumálaráðherra Írlands. Á fundinum ræddu ráðherrarnir aðgerðir Evrópusambandsins til að takast á við skuldavanda ákveðinna Evrópuríkja og stöðu og horfur á evrusvæðinu. Evrópumálaráðherra Írlands lýsti fullum stuðningi við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði að Írar og Íslendingar ættu ótvírætt margra sameiginlegra hagsmuna að gæta innan Evrópusamvinnunnar og hét stuðningi Írlands í samningaferlinu. Írar taka við formennskunni í ESB í byrjun árs 2013."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var EKKI "umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu," heldur umsókn naums meirihluta þingmanna sem brutu margir hverjir gegn skuldbindingum sínum við kjósendur sína fáum mánuðum fyrr og brutu þar að auki landslög með því að sækja um inntöku í erlent stórveldi, og þar á ofan hefur í öllum skoðanakönnunum síðan þá verið skýr meirihlutavilji GEGN því að Ísland fari inn í þetta Evrópusamband.

Verra gerist það naumast!

Svo heldur Össur áfram að sýnast.

Jón Valur Jensson, 28.11.2011 kl. 04:55

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var einhver stærstu mistök sem gerð hafa verið í íslendskri sögu. Með réttu má segja að samningurinn um EES sé helfjötur sem draga mun allan lífsþrótt úr þjóðinni. Afleiðingar samningsins hafa nú þegar komið fram í Icesave-kúgun nýlenduveldanna Bretlands og Hollands, sem háð hafa efnahagsstríð gegn Íslandi með dyggum stuðningi flestra ríkja í Evrópusambandinu (ESB). Hægt er að styðja úrsögn úr EES með fjölmörgum sterkum rökum:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1207581/

Loftur Altice Þorsteinsson

Samstaða þjóðar, 28.11.2011 kl. 11:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS kostaði þessa upphæð:

Ornolfur Arnason
"Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."

Thorvaldur Gylfason
"Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.

Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet.
"

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 12:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 12:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskildri skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 12:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hinir svokölluðu útrásarvíkingar eru langflestir í Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 12:30

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir voru í sérstöku afhaldi í Samfylkingunni.

Jón Valur Jensson, 28.11.2011 kl. 21:26

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eru sjálfstæðismennirnir Geir H. Haarde og Davíð Oddsson "í sérstöku afhaldi í Samfylkingunni" og ef svo er ekki, hver er þá ástæðan?

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 21:39

9 Smámynd: Samstaða þjóðar

Í tilkynningu Utanríkisráðuneytis kemur ekki fram hvaða heilræðum Össur læddi að Lucindu litlu. Hann hefði getað sagt henni þá skoðun sína að ekkert sé meira hressandi en "ískalt mat" (afsakið: ískalt bað) og að hörmungar ESB með Evruna verði bara til að gera hana stæltari. Mikill vitringur er Össur, eins og við öll vitum !

Samstaða þjóðar, 28.11.2011 kl. 23:01

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Útrásarvíkingarnir voru það.

Samfylkingin neitar að taka ábyrgð á hrunsstjórninni, en skellir ábyrgð á Geir og Davíð, jafnvel á hlutum, sem ISG, Jóhanna og Össur báru fulla ábyrgð á! Ábyrgðin á ábyrgðarleysi Björgvins G. Sigurðssonar á haustdögum 2008 er svo Ingibjargar Sólrúnar! (og áður, á verkum hans og yfirlýsingum, auðvitað hans sjálfs).

Reyndu að ná þessu, meðan ég legg mig!

Jón Valur Jensson, 28.11.2011 kl. 23:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"I didn't do it!"

Davíð Oddsson
"var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til 2004, lengst allra, en einnig borgarstjóri í Reykjavík frá 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1991 til 2005."

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 23:05

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Jón Valur Jensson
er hins vegar á móti hvorutveggja og telur því væntanlega Davíð Oddsson vera föðurlandssvikara.

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 23:07

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996 þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Rúmlega
80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.

Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.

Schengen
-samstarfið

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 23:08

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn EINKAVÆDDU bankana hér.

Og MEIRIHLUTI Íslendinga vill EKKI að bankarnir séu ríkisreknir.

Hins vegar var ENGAN VEGINN sama HVERNIG bankarnir hér voru einkavæddir.

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBCbankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 23:12

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra á árunum 1991-2003 og Norðausturkjördæmi 2003-2004, einn þeirra alþingismanna sem samþykktu aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, hefði verið ANDVÍGUR því að reisa Kárahnjúkavirkjun.

Undirbúningur að því verki hófst árið 1999 og framkvæmdir hófust árið 2002 en virkjunin var formlega gangsett 30. nóvember 2007.

Til verksins voru fengnar þúsundir erlendra iðnaðarmanna og aðalverktakafyrirtækið, Impregilo, er ítalskt.

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:


"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.

Vinnumálastofnun
hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda.

Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands.
"

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 23:28

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það er von að þú mærir í hástert Tómas Inga Olrich, einn þeirra sjálfstæðismanna sem stóðu fyrir gríðarlegri OFÞENSLU hér á síðasta áratug og ollu því að hér eru nú GJALDEYRISHÖFT.

Ég veit ekki betur en að Tómasi Ingi hafi verið FYLGJANDI einkavæðingu bankanna hér á árunum 1998-2002, hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í 90% árið 2004 og byggingu Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2002-2007.

Eða greiddi hann kannski ATKVÆÐI Á MÓTI öllum þessum aðgerðum á Alþingi og í ríkisstjórn?!

Einkavæðing íslensku bankanna


Efnahagskreppan á Íslandi


Hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í 90% árið 2004


Tómas Ingi
var þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra á árunum 1991-2003 og Norðausturkjördæmi 2003-2004, og ráðherra á árunum 2002-2003.

Og hann var einn þeirra alþingismanna sem SAMÞYKKTU aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, sem þú ert andvígur, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 23:33

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu [Hörpu] tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af fulltrúum ríkis og borgar.

Stefnt var að einkaframkvæmdarútboði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004.

Áætlaður heildarkostnaður var sagður tæpir 6 milljarðar króna. Ríkið greiddi 54% og borgin 46%."

Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn árið 2002 og
Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra 11. apríl 2002.

En væntanlega kom Tómas Ingi EKKI NÁLÆGT neinni ÞENSLU hérlendis, að eigin sögn, hvorki byggingu Hörpu og Kárahnjúkavirkjunar né því HVERNIG bankarnir hér voru einkavæddir.

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.


"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 28.11.2011 kl. 23:42

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það munar um innleggin frá Steina! Sá er desperat í baráttunni, enda stendur hans elskaða Esb ekki vel núna; leiðtogarnir koma sér ekki saman um neitt í bráðnauðsynlegum aðgerðum, en það verður þó sennilega ofan á að "gera eitthvað" með því að taka í mun ríkari mæli af fullveldi meðlimaríkjanna, sjá um það o.fl. í leiðara Moggans í dag. En hvorki hef ég tíma né nennu til að lesa raðinnleggin sjö frá Steina!

Jón Valur Jensson, 29.11.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband