28.11.2011 | 16:28
Sérkennileg afturköllun á umsókn um rannsóknarfé hjá Matís
Athygli hefur vakið að Matís hefur dregið til baka umsókn til Evrópusambandsins vegna eiturerfnamælinga í matvælum. Um er að ræða 300 milljónir króna. Vert er að benda á nokkrar staðreyndir í málinu:
1) Matís getu sótt um þetta fé vegna þess að Ísland stendur í aðildarviðræðum við ESB, en þó við gengjum inn gæti ESB ekki krafið okkur til baka um styrkinn 2) Matís hefur síðan 1994 fengið ýmiskonar styrki sem tengjast innlendri matvælaframleiðslu og 3) Markaðir í Evrópu er þeir mikilvægustu fyrir íslenskar afurðir, það er algert samkomulag um þá staðreynd!
Á RÚV stendur: "Matís sótti um styrkinn fyrr á árinu en hefur nú ákveðið að draga umsóknina til baka. Styrkurinn er ætlaður ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Andvirði styrksins átti að nota til að taka upp mælingar á eiturefnum í matvælum en um áramót rennur úr gildi undanþága sem Ísland hefur frá EES-reglum um mælingar á um þrjú hundruð eiturefnum. Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, bendir á að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið séu umdeildar. Matís er opinbert hlutafélag og fer landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra með eignarhlut ríkissjóðs í félaginu. Friðrik segir að stjórnin hafi horft til þess hvað umsóknin hefði geta haft í för með sér fyrir félagið og samskipti þess við eigandann til lengdar. Það liggi fyrir að engin sérstök hrifning hafi verið yfir umsókninni.
Matvælastofnun sendir sýni til rannsóknar hjá Matís. Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, er ekki ánægður með að hætt hafi verið við umsóknina. Hann segir þetta spurningu um hvort hægt sé að greina eiturefni og hættuleg efni í matvælum. Það að senda öll sýni til útlandia seinki rannsóknum og hugsanlegum aðgerðum Matvælastofnunar. Auk þess sé það dýrara."
Er þetta ekki að ganga út í öfgar? Er ástæða til að hætt við umsókn um styrk vegna eiturefnamælinga í matvælum, vegna þess að ESB-umsóknin er umdeild? Hverslags eiginlega aðferðafræði er það?
Kemur þetta niður á matvælaöryggi í þeim matvælum sem verið er að rannsaka? Nei-sinnar, með landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar eru jú alltaf að tala um þetta matvælaöryggi og hvað umsóknin að ESB sé dýr, en svo virðast menn hafa efni á þessu! Gaman væri að fá uppgefið hvað þetta eykur kostnað í sambandi við matvælarannsóknirnar mikið!
Á vefsíðu Matís segir:
"Hjá Matís starfa margir af helstu sérfræðingum landsins í matvælatækni og líftækni; matvælafræðingar, efnafræðingar, líffræðingar, verkfræðingar og sjávarútvegsfræðingar. Einnig starfar fjöldi M.Sc. og Ph.D. nemenda við rannsóknartengt nám hjá Matís.
Helstu markmið Matís eru:
Efla nýsköpun og auka verðmæti matvæla
Stuðla að öryggi matvæla
Stunda öflugt þróunar- og rannsóknastarf
Efla samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi"
(Leturbreyting, ES-bloggið)
Nú ef Matís vill ekki hafa þessi mikilvægu verkefni með höndum, þá hlýtur að vera hægt að fá einhvern annan innlendan aðila í málið. Þannig væri hægt að leysa úr þessu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta er alveg með ólíkindum.
Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2011 kl. 09:25
Það er ANNAÐ, sem er með ólíkindum hér. Það er sko ekki það sama Jón og séra Jón í þessum málum, það geta menn séð í forsíðufrétt í Mbl. í dag – afhjúpandi, vil ég segja: IPA-styrkþegar fá undanþágu frá skattalögum, með undirfyrirsögn: Enginn virðisaukaskattur og engir tollar vegna ESB-styrkja. Þar kemur fram, hvernig peningasæknir styrkþegar (sem Esb þókknast að reyna að hafa góða, hafa þá sín megin) fá að njíta hér skattfrelsis, meðan aðrir borga sitt allt upp í topp!
Finnst ykkur það í alvöru í lagi? Og sjáið þið ekki, hversu vafasamir þessir styrkir eru, hvað þá heldur áróðurspeningarnir frá Esb. (230 milljónir í 1. lagi í gegnum Athygli hf. og eflaust stefnt á miklu meira seinna)?
Í moggafréttinni segir m.a.:
"Í fyrirhuguðum samningi mun meðal annars vera kveðið á um að styrkþegarnir séu undanþegnir virðisaukaskatti hér á landi vegna þeirra starfa sem unnin eru í tengslum við IPA-styrkina. Ennfremur mun þar vera kveðið á um að innflutningur þeirra sem þiggja IPA-styrkina verði undanþeginn tollum og öðrum gjöldum á innfluttar vörur. Þá eru þeir samningar sem fjármagnaðir eru með IPA-styrkjum undanþegnir opinberri skráningu, stimpilgjöldum eða þess háttar skattheimtu.
Persónulegar eignir þeirra einstaklinga, sem flytja til landsins og starfa á grundvelli IPA-styrkjanna, munu verða undanþegnar tollum og hvers kyns annarri skattheimtu. Loks eru einstaklingar og fyrirtæki sem þiggja IPA-styrki, en starfa eða hafa starfstöð utan Íslands, undanþegin íslenskum tekjuskatti."
ÞETTA ER HNEYKSLI.
Jón Valur Jensson, 29.11.2011 kl. 11:14
Þegar fólk er rökþrota vegna eins málefnis þá draga þeir annað málefni upp úr hatti sínum og röfla um það.
Smjörklípa.
Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2011 kl. 13:46
Smjörklípa?! Er þetta eina svarið? Var svona erfitt að verja sig?!
Jón Valur Jensson, 30.11.2011 kl. 04:00
Jón Valur. Þú veist það sjálfur að þú varst að skipta um umræðuefni.
Hvernig væri að ræða um málefnið í bloggfærlsunni..
Þú byrjar "Það er ANNAÐ, sem er með ólíkindum hér"
já ANNAÐ????
Hvernig væri að ræða um málefnið sem er til umfjöllunar?
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 10:56
Ég skipti ekki um umræðuefni, ég ræddi þarna alfarið um IPA-styrkina og sagði frá frétt í Mbl. um þá forréttindastöðu sem verið er að veita styrkþegunum af hálfu skattayfirvalda hér með ALGERU skattfrelsi, og það hefði líka átt við um Matvís-menn, hefðu þeir fengið styrk. Er það þá ekki HNEYKSLI að ykkar eða þínu mati, Sleggja og/eða Hvellur? Eða treystið þið ykkur einfaldlega ekki til að ræða það?
Vitað er, að Jón Bjarnason stendur drengilegast allra í stjórnarráðinu gegn ásækni Esb-aflanna hér á landi sem í Brussel, og þess vegna eruð þið og evrókratískir ráðherrar og þingmenn að ráðast á hann.
Jón á heiður skilinn fyrir stöðuglyndi sitt og varðstöðu um rétt landsins og mætti gjarnan verða heiðursgestur á samkomu stúdenta á morgun, á fullveldisdegi íslenzku þjóðarinnar, eða er það ekki einmitt meiningin: að halda upp á fullveldi okkar og sjálfstæði, eða eru einnig þeir farnir að gera skammsýna málamiðlun við þá, sem sækja að þjóðfrelsi okkar?
Esb. myndi leggja undir sig æðstu fullveldisréttindi okkar á sviði löggjafar, dómsmála og framkvæmdavalds, sjá hér: Öll frumatriði fullveldis mæla gegn innlimun okkar í Evrópubandalagið!
En 58,9% þeirra, sem afstöðu taka í MMR-könnun, vilja að umsókn um aðild að Esb. verði dregin til baka.
Jón Valur Jensson, 30.11.2011 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.