Leita í fréttum mbl.is

"Ég er ráðherra"

Jón BjarnasonSnúningarnir í átakastjórnmálum Íslands þessa dagana eru með hreinum ólíkindum. Fyrst sprakk málið með Kínverjann og svo kom "kvótamálið" eins og holskefla yfir ríkisstjórnina! Þetta eru málin sem ráðherrar VG "eiga" og sjá um.

Annars var það nokkuð merkilegt sem fram kom í RÚV-fréttum klukkan 19.00 þegar Jóhanna Hjaltadóttir sagði í kynningu á undan viðtali við Jón Bjarnason, (enn) sjávarútvegs og landbúnaðararáðherra, að það væri ,,ágreiningur um ESB-málið sem ylli titringi um kvótafrumvarpið" og vitnaði hún í Jón í kynningunni.

Samkvæmt þessu telur s.s. Jón að deilur um ESB-málið séu forsenda alls þess sem gerist í kvótafrumvarpinu.

Það er þá samkvæmt þessu ESB-málið sem veldur því að vinnuskjöl birtast allt í einu á vef ráðuneytis Jóns, án þess að kóngur né prestur viti af því!

Hverskonar stjórnmál eru rekin á Íslandi? Eru menn  s.s. að hugsa um allt önnur mál, þegar þeir eru að vinna í öðrum málum? Þegar verið er að vinna í kvótamálinu, er þá s.s. verið að vinna í ESB-málinu, sem Jón Bjarnason vill ekki vinna í og gengur þar með gegn ályktunum Alþingis?

Er hægt að kalla það ábyrg stjórnmál, þar sem hagsmunir ALMENNINGS eru í forgrunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hagsmunir almennings eru eðlilega að hætta með þessa ESB umsókn strax! Og hætta þessu ESB bulli og endurskoða EES samninginn innganga Íslands í Evrópusambandið þjónar bara hagsmunum þess og fámennrar klíku hér á landi og ekki einu sinni henni ESB er Hrunið!Tímabært að þið hér hjá Evrópusamtökunum hættið með þennan ESB áróður og farið að snúa ykkur að

þarfari málum eða bara hreinlega flytjið sjálfir til draumaríkisins. Paste/

Varað við mögulegu hruni evrusvæðisins

Reuters

Breska utanríkisþjónustan hefur fyrirskipað sendiráðum Bretlands í ríkjum Evrópusambandsins að vera reiðubúin að koma breskum þegnum í þessum ríkjum til aðstoðar ef sú staða kemur upp að evrusvæðið hrynji og þeir geti ekki fengið aðgang að bankareikningum sínum eða tekið út peninga.

Sendiráðunum hefur einnig verið fyrirskipað að búa sig undir það að koma breskum ríkisborgurum til aðstoðar ef hugsanlegt hrun evrusvæðisins leiði til óeirða innan Evrópusambandsins.

Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu í dag og einnig því að tvö stærstu viðskiptablöð heimsins, Financial Times og Economist, hafi nýverið varað við því að hrun evrusvæðisins kynni að vera á næsta leiti.

Haft er eftir dálkahöfundi Financial Times, Wolfgang Munchau, að evrusvæðið eigi aðeins eftir að lifa í tíu daga nema teknar verði róttækar ákvarðanir á ráðstefnu leiðtoga ESB sem fram fer 9. desember næstkomandi. Þá hafi komið fram í nýlegum leiðara Economist að evrusvæðið gæti hrunið innan nokkurra vikna.

Örn Ægir Reynisson, 28.11.2011 kl. 22:44

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er sorglegur drengur og hann á að segja af sér.

Að klína þessu á ESB þá leggst hann mjög lágt. Hann er ófagmannlegur og nýtur engar virðinar með svona hegðun.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2011 kl. 09:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Esb-tengingin er fyrst og fremst Jóhönnu og Össurar, ekki Jóns Bjarnasonar. Jóhanna á opinberlega frumkvæðið, Össur tvíbjörn ýtir sennilega á hana, en Esb-einbjörninn í Brussel og Berlín kemur sennilega öllu þessu í gang – hér skuli allt lúta þess stórveldis vilja og hagsmunum, og þá er dagskipunin eflaust þessi: Losið ykkur við JB eins fljótt og unnt er, hann stendur í vegi okkar! Og þeim lízt eflaust vel á Icesave-karlinn, Samherjamanninn og Steingríms-þjóninn Björn Val Gíslason, í embætti sjávarútvegsráðherra!!

Jóhanna er með aðgerðum sínum að brjóta 1. grein laga um Stjórnarráð Íslands um starfssvið og ábyrgð ráðherra. Manneskjan er ótrúleg í geðþótta-stjórnarháttum sínum í hverju málinu á eftir öðru. Naumast hefur hún bein í nefinu til þess af sjálfri hér; ég tel hana bakkaða upp af nefndum Tvíbirni og Þríbirni – að í fullvissu um ýtni þeirra og stuðning þori hún þessu.

Jón Valur Jensson, 29.11.2011 kl. 11:26

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa:

Naumast hefur hún bein í nefinu til þess af sjálfri sér ...

Jón Valur Jensson, 29.11.2011 kl. 11:28

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það stendur í stjórnarsáttmálann að það á að fækka ráðuneytunum í nafni skilvirknis.

Tengist jón bjarna ekki neitt enda enda var þessi sáttmála undirritaður ÁÐUR en Jón Bjarna fór í stjórnarandstæðu í sinni eigin ríkisstjórn.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.11.2011 kl. 13:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru nú frekar Jóhanna og Steingrímur sem eru andstæð stjörnvöld.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 14:24

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það er von að þú mærir í hástert Tómas Inga Olrich, einn þeirra sjálfstæðismanna sem stóðu fyrir gríðarlegri OFÞENSLU hér á síðasta áratug og ollu því að hér eru nú GJALDEYRISHÖFT.

Ég veit ekki betur en að Tómasi Ingi hafi verið FYLGJANDI einkavæðingu bankanna hér á árunum 1998-2002, hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í 90% árið 2004 og byggingu Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2002-2007.

Eða greiddi hann kannski ATKVÆÐI Á MÓTI öllum þessum aðgerðum á Alþingi og í ríkisstjórn?!

Einkavæðing íslensku bankanna


Efnahagskreppan á Íslandi


Hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í 90% árið 2004


Tómas Ingi
var þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra á árunum 1991-2003 og Norðausturkjördæmi 2003-2004, og ráðherra á árunum 2002-2003.

Og hann var einn þeirra alþingismanna sem SAMÞYKKTU aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, sem þú ert andvígur, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 15:41

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu [Hörpu] tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af fulltrúum ríkis og borgar.

Stefnt var að einkaframkvæmdarútboði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004.

Áætlaður heildarkostnaður var sagður tæpir 6 milljarðar króna. Ríkið greiddi 54% og borgin 46%."

Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn árið 2002 og
Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra 11. apríl 2002.

En væntanlega kom Tómas Ingi EKKI NÁLÆGT neinni ÞENSLU hérlendis, að eigin sögn, hvorki byggingu Hörpu og Kárahnjúkavirkjunar né því HVERNIG bankarnir hér voru einkavæddir.

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.


"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 15:43

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá árinu 1929 verið nokkurs konar kosningabandalag FJRÁLSLYNDRA og ÍHALDSMANNA.


Og sumir í Sjálfstæðisflokknum hafa deilt á hugmyndir annarra í flokknum um FRJÁLSHYGGJU.

"Hannes Hólmsteinn Gissurarson (fæddur 19. febrúar 1953) er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðum á Íslandi. Hann er kunnur að eindregnum stuðningi við frjálshyggju."

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira KRAÐAK er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn MARGSINNIS KLOFNAÐ og brot úr flokknum myndað hér ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.


Sjálfstæðisflokkurinn


Liberalism


Conservatism


Frjálshyggja


Christian political parties

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 15:45

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það er harla einkennilegt af þér að kalla MEIRIHLUTA Svía, Dana og Finna LANDRÁÐAMENN.

Þú skrifar hér Í ANDA Anders Breivík.

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 15:50

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 15:53

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í skoðanakönnun í apríl 2008 voru TVEIR ÞRIÐJU Íslendinga FYLGJANDI því að UNDIRBÚA UMSÓKN Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Og í skoðanakönnun
í febrúar 2008 voru 55% Íslendinga FYLGJANDI því að SÆKJA UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja hefja undirbúning umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 16:00

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir síðustu alþingiskosningar voru 38% VINSTRI GRÆNNA HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 56% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD að sambandinu.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 16:04

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orðið skilvirkni er í eignarfalli skilvirkni, Sl+H.

Steini, greinarnar hans Tómasar Inga Olrich, sem birtust í Mbl., eru frábærar, eins þótt hann hafi verið menntamálaráðherra í stjórn sem þókknaðist þér ekki. Ertu ekki bara að reyna að varpa rýrð á hann í ótta þínum við, að menn fari að lesa nýju bókina hans og taki mark á merkilegum upplýsingum hans? Það kæmi mér ekki á óvart – um þig, Steini!

Svo kallaði ég engan landráðamann í innleggi mínu, en skal færa rök fyrir slíkri hugtakanotkun, þegar ég þarf næst að grípa til þess orðs.

Skoðanakannanir eru allt annar handleggur. Þar velurðu úr – og byggir á þeim ómarktækustu. Áður en ég svara því almennilega, minni ég á, að í ÖLLUM skoðanakönnunum frá umsókn Össurar & Co. hafa menn aðspurðir svarað því, að þeir vilji EKKI að Ísland gangi í Esb. -- og meirihluti slíkrar afstöðu manna alltaf verið umtalsverður.

Jón Valur Jensson, 29.11.2011 kl. 17:32

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.


Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.

Alþingi samþykkir samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.

Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi samkvæmt 79. grein stjórnarskrárinnar. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.

Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Þorsteinn Briem, 29.11.2011 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband