Það er margt sem fer í taugarnar á helstu Nei-sinnum þessa lands nú um stundir. Eru límingarnar að gefa sig?
Aðallega er þetta vegna þeirrar staðreyndar að tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja klára aðildarviðræðurnar við ESB og fá að kjósa um aðildarsamninginn, en þetta kom fram í könnun Fréttablaðsins fyrir skömmu.
Þetta er ósköp eðlileg og lýðræðisleg krafa.
Þetta er einnig skoðun fjármálaráðherra Íslands, Steingríms J. Sigfússonar, sem vill fá efnislega niðurstöðu í málið og leyfa landsmönnum svo að kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einn helsti talsmaður Nei-sinna bregst við þessu með hreint ótrúlegum hætti og segir á bloggi sínu:
"Formaður Vinstri grænna gekk ljúgandi til síðustu þingkosninga." Og í lokin segir í pistlinum um framhaldið í sambandi við stefnuna varðandi Evrópumálin innan VG:
"Steingrímur J. mun halda áfram að reyna að ljúga sig frá svikum við yfirlýsta stefnu Vinstri grænna. Næsta kjördag mun lygin hitta hann í andlitið þegar formaður Vinstri grænna verður spurður hvaða stefnumál flokksins ætlunin sé að svíkja strax eftir kosningar."
Sá sem skrifar vænir fjármálaráðherra landsins um lygar fyrirfram! Með ólíkindum!
llmælgið er takmarkalaust og fyrir nú utan það hvað þetta er hreinlega dónalegt!
Nei-sinnar þola ekki þá tilhugsun að ráðamenn Íslands vilji klára viðræðurnar og að einn daginn liggi fyrir aðildarsamningur.
Enn verr þola þeir þá staðreynd að kjósendum verði gefinn kostur á því að vega og meta málin á lýðræðislegan hátt, mynda sér skoðun og kjósa samkvæmt því!
Og bara svona í lokin: Er þetta orðbragðið sem við viljum hafa varðandi stjórnmál hér á landi?
(Feitletrun: ES-bloggið)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þessi drengur þarna er bara blogglúður sem enginn nennir að hlusta á.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.12.2011 kl. 16:02
Fjármálaráðherra ber litla virðingu fyrir sannleikanum, það er langt síðan það var ljóst!!
Eyjólfur G Svavarsson, 15.12.2011 kl. 19:49
"Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald."
Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 20:25
Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.
Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins."
Ríkisstjórninni falið að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 20:28
"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 20:38
Hvað er átt við með orðinu Nei sinni. Það er fólk sem býr í þessu landi og hefir alltaf gert en svo kemur áa yfirborðið smá hópur að fólki sem vill gangast undir lög og reglur ESB. Til þess að geta gert það voru gerða ólöglegar aðgerðir s.s. landráð og stjórnarskrár brot ásamt nokkrum tugum annarra brota. Ég spyr hverjir eru þessi nei sinnar. Það mætti kannski búa til hóp en við erum bara þeir sem búa í þessu landi og viljum fá að búa hér í Íslensku samfélagi en ekki erlendu. Nú getið þin ESB sinnar kallað mig rasista. En þið hafið svo mikið vit.
Valdimar Samúelsson, 15.12.2011 kl. 21:18
Valdimar Samúelsson,
Við Íslendingar göngumst NÚ ÞEGAR undir alls kyns lög og reglur Evrópusambandsins vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Það eru AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI landráð að hér verði kosið um aðild Íslands að Evrópusambandinu í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU þegar samningur um aðildina liggur fyrir.
FJÖLMARGIR taka ekki afstöðu til aðildarinnar fyrr en þá og jafnvel ekki fyrr en í kjörklefanum.
Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 21:46
Steini. Hver segir það EES samningurinn hafi ekki verið landráð. Hann var það. Fólk vissi ekkert hvað var að ske þá.Í dag vitum við betur og þingið veit betur en ennþá hala þeir að fólkið viti ekkert. Það er líka rangt. Ef þú hefir lesið hegningalaga kafla X 86,87,88 þá sérð þú hvað er um að vera og hvaða lög voru brotin vegna EES samningsins. það er líka stjórnarskráinn sem er brotin í þessu tilfelli og margt annað. Ég vildi að einhver gæti sagt að ég færi með rangt mál.
Valdimar Samúelsson, 15.12.2011 kl. 22:37
Valdimar Samúelsson,
Það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.
Þorsteinn Briem, 15.12.2011 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.