Leita í fréttum mbl.is

Hvort er hvað: Evra eða dönsk króna?

Samkvæmt könnun eru flestir Danir á móti því að taka upp Evruna. En danska krónan er hinsvegar beinttengd Evrunni og er í raun Evra.  Hér að neðan er gengisskráning Evru og Danskrar krónu (ekki endilega í þessari röð). Hvort er hvað? Giskiði nú!

x2

x1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Það væri nú meira glapræðið að ganga í þennan ESB klúbb nær væri að bakka út úr þessari vitleisu og endurskoða EES samninginn sem er undirrótin að bankahruninu við höfum ekkert í þennan evruklúbb að gera myndum stórtapa á því sem þjóð en Evrópusambandið stórgræða.Paste/

ESB-þingmenn binda vonir við að auðveldara verði að semja við Íslendinga eftir að „stalínistinn“ Jón Bjarnason hverfi úr ríkis­stjórn

21. desember 2011 klukkan 16:58

Sir Robert Atkins, ESB-þingmaður breskra íhaldsmanna, kom hingað til lands í september sl. með fulltrúum úr undirnefnd utanríkismálanefndar ESB-þingsins undir formennsku Cristan Dan Preda, þingmanns frá Rúmeníu. Dan Preda hefur nú tekið saman skýrslu um ferðina og gert tillögu um að aðildarviðræðum við Íslendinga verði haldið áfram. Kynnti hann skýrslu sína á fundi í utanríkismálanefnd ESB-þingsins þriðjudaginn 20. desember.

Sir Robert Atkins

Nokkrir þingnefndarmenn tóku til máls um skýrslu Dan Preda og tillögur hans. Voru þeir almennt sammála um að Íslendingar ættu erindi í ESB, Einn þeirra varaði Íslendinga við aðild, William Dartmouth, ESB-þingmaður UKIP-flokksins breska, það er sjálfstæðissinna þar í landi. Hann taldi Íslendinga ekki hafa neitt upp úr aðild að sambandinu, síst af öllu í sjávarútvegi. Honum þótti skiljanlegt að Íslendingar hefðu hugsað til þess að verða hluti af stærri heild þegar bankahrunið varð haustið 2008 og enginn vissi hvað biði þjóðarinnar. Nú giltu ekki sömu rök og þá heldur þau sem héldu Norðmönnum og Svisslendingum frá ESB-aðild, að þjóðunum vegnaði mun betur en ESB-þjóðum almennt.

Í ræðu sem Sir Robert Atkins flutti kom fram að hann hefði aldrei komið til Íslands fyrr en hann fór með nefndinni. Hann hefði ímyndað sér landið sem harðbýlan klett og því orðið þægilega undrandi þegar hann kynntist því að hér byggju ekki molbúar við harðræði af náttúrunnar hendi. Landið væri einstaklega hrífandi eins og fólkið sem hann hefði hitt. Þó var einn maður sem Sir Robert þótti tilheyra öðrum tíma og það var Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann hefði birst sér sem dæmi um þvermóðskufullan stalínista frá sjötta áratugnum, hann hefði aldrei hitt mann af þessu sauðahúsi í lýðræðisríki áður, hefði ráðherrann lýst yfir því að Íslendingar færu ekki í ESB á meðan hann drægi lífsandann.

Sir Robert sagði að Jón ætti sér greinilega skoðanabræður á Íslandi og ríkisstjórnin væri klofin í ESB-málinu þrátt fyrir umsóknina. Hann hefði síðan í kvöldverði hitt tvo stjórnarandstöðuþingmenn sem hann lýsti sem framsóknarmanni og sjálfstæðismanni. Hann hefði heyrt á máli þeirra að ESB-aðild væri þeim ekki að skapi án þess að þeir vissu hvernig best væri að snúa sér í málinu. Sir Robert sagðist hafa sagt þeim að þeir ættu að sjá til þess að hlé yrði gert á ESB-viðræðunum og íslenskir stjórnmálamenn gerðu upp við sig hvort þeir vildu aðild að ESB eða ekki. Ef þeir vildu hana ættu þeir að undirbúa málið vel og leita álits þjóðarinnar áður en sótt yrði um að nýju, ef þjóðin vildi það mætti spyrja hana að nýju eftir að viðræðum lyki og fyrir lægi samningur.

Willam Dartmouth sem áður er nefndur fann að því við Sir Robert að hann segði Jón Bjarnason stalínista þótt þeir væru ekki sammála um ESB-málefni. Hann hefði ekki efni á því að tala á þann um Íslending en á Íslandi hefðu menn stofnað þing löngu áður en í Bretlandi.

Þegar Cristian Dan Preda tók saman umræðurnar í lok þeirra sagði hann að innan ríkisstjórnar Íslands væru uppi áform um að breyta skipan ráðherra og ýta Jóni Bjarnasyni úr ráðherraembætti með því að sameina ráðuneyti. Taldi hann að með því yrði leið Íslendinga inn í ESB greiðari og það yrði auðveldara fyrir ESB að glíma við íslensk stjórnvöld.

Nokkrir þingmenn tóku til máls í umræðunum auk þeirra þriggja sem hér er getið. Þeir minntust meðal annars á mikilvægi aðildar Íslands að ESB til að auka áhrif sambandsins á norðurslóðum. Þá kom fram að Íslendingar yrðu að sjálfsögðu að láta af hvalveiðum ef þeir ætluðu inn í ESB.

Judith Sargentini, ESB-þingmaður hollenskra græningja, sagði frá því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar henni hefði verið boðið hvalkjöt í kvöldverði á vegum íslensku gestgjafanna. Mátti skilja að slík villimennska yrði úr sögunni ef Íslendingar gengju í ESB.

Bj. Bj.

Örn Ægir Reynisson, 21.12.2011 kl. 20:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 22:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.

"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
"

Þorsteinn Briem, 21.12.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband