Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarna og Stefán Jóhann: Hvorugur afskrifaði Evruna!

Það er mikið rætt um Evruna þessa dagana og vikurnar. Evrusvæðið, sem og önnur stór efnahagssvæði glíma jú við stór vandamál.

ES-blogginu hefur borist til eyrna að Nei-sinnar hafi fjallað um þetta á fundi um daginn, sem skartaði þeim Birni Bjarnasyni, fyrrum dómsmálaráðherra og Stefáni J. Stefánssyni, fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Það sem "heimild" ES-bloggsins nefndi sérstaklega var sú staðreynd að HVORUGUR þeirra afskrifaði Evruna sem gjaldmiðil! Báðir reiknuðu því með að hún myndi áfram verða til sem alþjóðlegur gjaldmiðill!

Þetta er því í miklu ósamræmi við málflutning aðila hér á landi sem keppast við að spá dauða Evrunnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er svona eins og með gamla hamarinn. Þegar búið er að skipta um bæði haus og skaft er maður komin með nýjan hamar, jafnvel þó maður kalli hann áfram gamla hamarinn.

Evra var sameiginlegur gjaldmiðill nokkurra evrópuþjóða sem um giltu sértæk lög sem öll aðildarríkin gengust við. Til dæmis mátti fjárlagahalli þessara þjóða ekki vera meiri en 3% af VLF og heildar skuldir ríkisjóða þessara landa máttu ekki fara yfir 60% af VLF.

Undrafarin tíu ár hefur hægt og sígandi grafið undan þessu samstarfi því aðildarríkin hafa ekki getað staðið við þessar grunn reglur. Steininn tók þó endanlega úr árið 2008 þegar Írum var útvegað lán frá hinum aðildarríkjunum sem bar lægri vexti en markaðurinn bauð Írum. Frá og með þeim degi hætt evran að vera til og til var nýr gjaldmiðill sem heitir ennþá evra en lítur alt öðrum lögmálum en gamla evran.

Undanfarin misseri hefur bandalagið verið að sjóða samann nýjar reglur fyrir evruna sumt lofar góðu en annað ekki. Grunn vandinn virðist mér vera sá að þeir sem bjuggu til gömlu evruna skildu aldrei hvað þeir voru að gera, þeir eru enn að, og vita enn ekki hvað þeir eru að gera en virðast þó hafa lært eitthvað af mistökunum (nokkur þjóðargjaldþrot) sem skírir að nokkru að nýju reglurnar ef til vill lítið eitt skárri en þær gömlu.

Ég held samt að þetta dugi ekki til og ef evran verður ekki lögð af í flest öllum ríkjum bandalagsins mun það verða á kostnað lífsgæða í þessum löndum. Það er að segja, líf evrunar mun halda áfram að skaða þessi samfélög ef hún verður ekki látinn fara.

En það er kannski aukaatrið í þessu, eða hvað ?

Guðmundur Jónsson, 22.12.2011 kl. 13:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"

Þorsteinn Briem, 22.12.2011 kl. 13:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The euro is the official currency of the Eurozone, 17 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Þorsteinn Briem, 22.12.2011 kl. 13:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.

Þorsteinn Briem, 22.12.2011 kl. 14:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2011 (síðastliðinn fimmtudag):

"Ísland býr við mestu verðbólguna af öllum ríkjum í Evrópu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Verðbólgan á Íslandi í nóvember mældist 5,1%. Til samanburðar var verðbólgan að meðaltali 3,4% meðal ríkja Evrópusambandsins og 3% að meðaltali á evrusvæðinu í nóvember.


Sviss býr við verðhjöðnun upp á 0,8% en minnsta verðbólgan að öðru leyti er í Svíþjóð eða 1,1% og Noregi eða 1,2%.

Mesta verðbólgan, fyrir utan Ísland, er í Bretlandi og Slóvakíu en hún mælist 4,8% í báðum þessum ríkjum."

Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu

Þorsteinn Briem, 22.12.2011 kl. 14:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 22.12.2011 kl. 14:07

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð fyrir tíu árum, í ársbyrjun 2002, hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 45,16%.

Síðastliðið ár, frá 22. desember í fyrra, hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal lækkað um 0,59% en HÆKKAÐ gagnvart íslensku krónunni um 4,25%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 114,28%.

Hér á Íslandi eru hins vegar GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 22.12.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband