Leita í fréttum mbl.is

Vaxtamunur upp á 200 milljarða!

GGylfi Arnbjörnssonylfi Arnbjörnsson, skrifar pistil um gjaldmiðilsmál á Pressuna og gerir þar m.a. allskyns kostnað vegna krónunnar að umtalsefni, sem og viðbrögð ritstjóra Morgunblaðsins við umfjöllun ASÍ um gjalmiðilsmál. Gylfi segir:

"Niðurstaða greiningar Alþýðusambandsins er, að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur verið þjóðinni æði dýrkeypt. Vaxtamunur milli Íslands og Evrópu hefur lengst af verið 4-5% m.v. vaxtakjör ríkissjóðs – hina svokölluðu grunnvexti – og 7-11% fyrir húsnæðiskaupendur. Krónan hefur á þessum áratug sem liðin er fallið ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar verulega og er nú svo komið að landsmenn þurfa að ráðstafa allt að 18% ráðstöfunartekna sinna til þess að standa undir þessum mikla vaxtamun! 

Greiðslubyrði ríkissjóðs vegna 4-5% vaxtamunar er á bilinu 50-60 milljarðar króna á ári sem er álíka fjárhæð og kostar að reka allar lífeyris- og félagstryggingar á vegum stjórnvalda! Á þessum þremur árum sem liðin eru frá hruni hefur vaxtamunurinn einn tekið til sín vel á annað hundrað milljarða króna.
Þrátt fyrir það furðar ritstjórinn sig á því að ársfundir Alþýðusambandsins hafi ítrekað samþykkt kröfu um breyttar áherslur í peninga- og gengismálum. Hann skilur bara ekkert í því að launafólk krefjist þess að hætt verði að hirða fimmtund eigna okkar og rekna með gengisfellingum. Þvert á móti sakar hann forseta samtakanna um ,,að tala niður krónuna‘‘ sem viðbrögð við málefnalegri greiningu á þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í kjölfar hrunsins."
Bendum svo á þennan pistil Gylfa um sama mál, gjaldmiðilinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki er sjánlegt að forseti ASI leggi til að skipt skuli um gjaldmiðil, þótt kollegar hans í stétt hagfræðinga, bæði erlendir sem íslenskir hafi bent á leiðir til þess.Hann leggur aðeins til að Ísland skuli ganga í ESB.Það þýðir að ekki verður skipt um gjaldmiðil fyrr en í fyrsta lagi eftir 5-10 ár, eftir að gengið hefur verið að ofurkjörum ESB um að Ísland setji krónuna á flot þótt það þýði hugsanlega 50% fall hennar .Hvar standa íslenskir launþegar þá.Hagfræði forseta ASI á sér enga stoð í raunveruleikanum.Hann virðist halda að krónan falli af einhverjum yfirnáttúrulegum orsökum vegna þess að gjaldmiðillinn heitri króna.Hann gleymir því líka að á þeim árum sem hann hefur haft afskipti af málefnum launþega  sem hagfræðingur hefur hann beint og óbeint komið að stjórn efnahagsmála á Íslandi.Hann þarf að komast í samband við íslenskan raunveruleika.

Sigurgeir Jónsson, 12.1.2012 kl. 21:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 112,36%.

Hér á Íslandi eru hins vegar GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband