12.1.2012 | 21:32
Króatar kjósa um aðild 22. janúar
Visir.is segir frá: "Þrátt fyrir fjármálakreppu meðal ríkja Evrópusambandsins (ESB) segjast tæplega 58 prósent Króata styðja aðild landsins að sambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun samkvæmt frétt á fréttavefnum EUobserver.
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um ESB-aðild í Króatíu 22. janúar næstkomandi. Niðurstaða hennar er ekki bindandi fyrir stjórnvöld, en verði aðild samþykkt er áformað að Króatía verði 28. aðildarríki ESB hinn 1. júlí á næsta ári.
Stuðningur við aðild að ESB hefur aukist verulega frá því í apríl á síðasta ári, þegar skoðanakönnun sýndi að um 26 prósent vildu að Króatía gengi í ESB."
Verði aðild samþykkt, verður Króatía 28. aðildarríki ESB og annað ríkja fyrrum Júgóslavíu að ganga í sambandið, en Slóvenía gekk í ESB árið 2004. Myndin er frá Zagreb, höfuðborg Króatíu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Verði þeim að góðu.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 12.1.2012 kl. 22:27
Semsagt, andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja að Ísland EIGI ÁFRAM aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu OG HAFI ÞAR ENGIN ÁHRIF, þrátt fyrir að TAKA UPP FLEST LÖG Evrópusambandsins!!!
Þeir vilja hins vegar EKKI að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og HAFI ÞAR ÁHRIF á löggjöf sambandsins og Schengen-samstarfið!!!
Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 23:09
Andstæðingar AÐILDAR Íslands að Evrópusambandinu segja semsagt EKKI nei við ESB!!!
Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 23:13
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 23:15
Um hin SÁRALITLU áhrif smáríkjanna í Evrópusambandinu vorum við Steini Briem að rökræða sjá HÉR í morgunsárið!
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 07:49
Í RÁÐINU skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna og þau eru nú 27.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti í ráðinu skilgreindur sem að minnsta kosti 55% þeirra sem þar eiga sæti, þ.e. í það minnsta 15 FULLTRÚAR.
Og 15 fulltrúar af 27 eru 55,56%.
Til að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ ÞAR FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður að minnsta kosti FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins.
Og ENGU MÁLI SKIPTIR hverjir þessir fjórir fulltrúar væru.
Þeir gætu þess vegna verið fulltrúar minnstu ríkjanna í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 08:56
Nei, þetta er rangt hjá þér, Steini, þeir a.m.k. fjórir ríkjafulltrúar , sem eiga að geta beitt neitunarvaldi, þurfa að ráða a.m.k. 30% atkvæðavægi í ráðherraráðinu. Jafnvel þótt við hefðum Pólland með okkur, norrænu Esb-löndin og þau baltnesku (3), Írland og Slóveníu, þá væri það samanlagt ekki nema 14,40% atkvæðavægi (að okkar 0,06% meðtöldun!) og myndi hvergi nærri hrökkva til.
Steini er farinn að opinbera hér vanþekkingu sína, en það er reyndar bara gott fyrir hann, móralskt séð, því að í því ljósi sjáum við, að hann var sér eftir allt saman ekki svo meðvitaður um, hvað Esb-sinnar eru að gera Íslandi með því að dæma það til valdaleysis og þar með, praktískt talað, til áhrifaleysis í Esb.
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 10:28
Sjá einnig hér í Viðskiptablaðinu 9. þ.m.: Þorsteinn Már: Myndu engin áhrif hafa í ESB – undirfyrirsögn: "Forstjóri Samherja segir að Íslendingar myndu engin áhrif hafa á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins."
Ennfremur þetta: http://blogg.visir.is/jvj/2012/01/13/blekkingin-um-ahrif-smarikjanna-i-evropusambandinu/
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 10:33
Lissabon-sáttmálinn:
"16. gr.
1. RÁÐIÐ skal fara með löggjafar- og fjárveitingarvald ÁSAMT EVRÓPUÞINGINU. Það skal annast stefnumótun og samræmingu eins og mælt er fyrir um í sáttmálunum.
2. Í ráðinu skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna, á ráðherrastigi, sem hefur heimild til að skuldbinda ríkisstjórn viðkomandi ríkis og greiða atkvæði fyrir hennar hönd.
3. Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.
4. Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.
Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst.
Mælt er fyrir um annað fyrirkomulag varðandi aukinn meirihluta í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 16:40
Jón Valur Jensson,
"Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."
Í 16. gr. Lissabon-sáttmálans segir EKKI að þessir fjórir fulltrúar í Ráðinu þurfi að vera fulltrúar ákveðins íbúafjölda í ríkjum Evrópusambandsins.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta, nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum, og frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í Ráðinu, þ.e. í það minnsta 15 ríki (55,6%), miðað við fjölda Evrópusambandsríkjanna nú.
Fái Króatía og Ísland aðild að Evrópusambandinu á næstu árum verða ríki sambandsins 29 og þá þarf að minnsta kosti 16 (55,2%) fulltrúa í Ráðinu til að ná þar auknum meirihluta, samkvæmt 16. gr. Lissabon-sáttmálans.
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 17:40
Málið hér er það, Steini, að þú skilur ekki þennan tölulið nr. 4. Önnur málsgreinin þar (af þremur) takmarkar EKKI það vald, sem ríkjafulltrúarnir skv. fyrstu málsgreininni í 4. tölulið hafa.
Skoðaðu þetta svona, sett fram í einföldum þrepum, þér og öðrum til glöggvunar:
I. Það nægir EKKI, að 3 ríkjafulltrúar segi nei.
II. Það nægir heldur EKKI, að 4 ríkjafulltrúar segi nei, EF atkvæðavægi þeirra fer ekki yfir 35,00% heildaratkvæðavægis í ráðherraráðinu (sjá fyrstu málsgreinina í 4. tölulið), því að nái öll hin ríkin 65% atkvæðavægi, er ákvörðunin bindandi.
III. Það nægir EKKI EINU SINNI, að 8 ríkjafulltrúar segi nei, EF atkvæðavægi þeirra fer ekki yfir 35,00% heildaratkvæðavægis í ráðherraráðinu!
IV. Hins vegar GETA fjögur stór ríki haft yfir 35% atkvæðavægis, t.d. Þýzkal. 16,41% + Frakkl. 12,88% + Bretl. 12,33% + Spánn 9,17% = 50,79%, og þarna gæti nánast hvert þeirra misst sig í hópnum og samt marið neitunarvald í gegn, ef eitthvert smærra ríki kæmi í staðinn; jafnvel Þýzkland þyrfti ekki að vera með, en þá yrði fjórða ríkið að hafa a.m.k. 0,63% atkvæðavægi (Litháen, með 0,67%, gæti þá dugað [og auðvitað stærri þjóðríki], en ekki Lettland, með 0,45%, né fimm önnur smærri þjóðríki).
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 18:20
Þess vegna eru eftirfarandi orð Steina ALRÖNG: "ENGU MÁLI SKIPTIR hverjir þessir fjórir fulltrúar væru. Þeir gætu þess vegna verið fulltrúar minnstu ríkjanna í Evrópusambandinu."
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 18:24
Ríkin fjögur (lágmarksfjöldi ríkja til að geta beitt neitunarvaldi) þyrftu að hafa a.m.k. 35,01% atkvæðavægis (já, 35,01%, því að 35% nægja ekki).
Í dæminu hér ofar: Frakkl. 12,88% + Bretl. 12,33% + Spánn 9,17% + Litháen 0,67% = 35,05% ... og það nægir!
En það nægir ekki, að þau ríki séu t.d. Ítalía 12,02% + Spánn 9,17% + Grikkland 2,25% + Portúgal 2,13% = aðeins 25,57%. Jafnvel þótt tvö vandræðaríki til viðbótar kæmu þar til: Írland 0,89% og Belgía 2,15%, þá næði það ekki nema 28,61% og dygði ekki til að hnekkja valdi hinna ríkjanna, sem færu þarna með 71,39% atkvæðavægis.
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 18:41
Og það var misminni hjá mér í innleggi mínu hinu næstefsta, kl. 10.28, að tala um að til neitunarvalds þyrfti "a.m.k. 30% atkvæðavægis". Rétta talan er 35% eða nákvæmlega til tekið 35,01%.
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 18:44
Svo eru þetta ekki einu ákvæði Lissabon-sáttmálans um nauðsynlegt meirihlutavægi í atkvæðagreiðslu í [ráðherra]ráðinu. Hér eru önnur ákvæði í 238. gr. sáttmálans:
238. gr. (áður 1. og 2. mgr. 205. gr. stofnsáttmála Evrópubandalagsins):
1. Þar sem krafist er einfalds meirihluta skal ráðið taka ákvarðanir með meirihluta allra sem þar eiga sæti. [Þarna gildir bara einfaldur meirihluti, í vissum tilvikum, jvj.]
2. Ef ráðið tekur ekki ákvörðun að tillögu framkvæmdastjórnarinnar eða æðsta talsmanns stefnu [Evrópu-]Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum skal, þrátt fyrir 4. mgr. 16. gr. sáttmálans um Evrópusambandið, skilgreina aukinn meirihluta sem a.m.k. 72% þeirra sem sæti eiga í ráðinu, enda skipi meirihlutann fulltrúar aðildarríkja með íbúafjölda sem er a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins; gildir þetta frá 1. nóvember 2014 [eins og allt það sem ég ræddi um hér ofar, jvj.] og með fyrirvara um ákvæðin sem mælt er fyrir um í bókuninni um bráðabirgðaákvæði.
..."
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 18:55
Jón Valur Jensson,
Lissabon-sáttmálinn:
16. gr. "... Mælt er fyrir um ANNAÐ FYRIRKOMULAG VARÐANDI AUKINN MEIRIHLUTA í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."
Lissabon-sáttmálinn, bls 338:
"... atkvæðagreiðslukerfið sem kveðið er á um í 4. mgr. 16. gr. sáttmálans um Evrópusambandið OG 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og kemur til framkvæmda 1. nóvember 2014, ..."
Hér er því um SITTHVORT ATKVÆÐAGREIÐSLUKERFIÐ að ræða, annað samkvæmt 4. mgr. 16. gr. og hitt samkvæmt 2. mgr. 238. gr. Lissabon-sáttmálans.
Lissabon-sáttmálinn:
16. gr. ."... 4. Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.
Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."
Og ENGU MÁLI SKIPTIR hverjir þessir fjórir fulltrúar væru.
Þeir gætu þess vegna verið fulltrúar minnstu ríkjanna í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 20:58
Andstæðingar AÐILDAR Íslands að Evrópusambandinu hafa hins vegar ENGAN áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.
Þeir VILJA eingöngu taka við MEIRIHLUTANUM af lögum Evrópusambandsins, ÁN ÞESS AÐ HAFA NOKKUR ÁHRIF á lagasetninguna.
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 21:13
"Samherji hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, bæði eitt sér og í samstarfi. Fyrirtækið á hlut í og tekur þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Færeyjum, Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi.
Samherji hefur einnig verið með starfsemi í Afríku frá árinu 2007 og erlend starfsemi er um 70% af heildarstarfsemi félagsins."
Samherji - Erlend starfsemi
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 21:18
Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi, rétt eins og íslensk fiskiskip hafa veitt minna af til dæmis þorski, loðnu og rækju en áður.
Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.
Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.
Afli skipa í Evrópusambandsríkjunum og íslenskra skipa árið 2005
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 21:26
Íslensk fyrirtæki greiddu um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum árið 2008 og greiða þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.
Styrkir frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.
Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í útgerð og fiskvinnslu.
Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 21:33
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, enda þótt Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá ríkjum Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 21:43
Þú sýnir þig Þorsteinn Briem, Steini, að vera í þessu máli
g e r s a m l e g a ... ó l æ s á lagalegan texta í grundvallarmáli um skipulag Evrópusambandsins.
Þú virðist aðeins sjá orð, en hefur engan skining á merkingu þeirra!
Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 23:52
"As from 1 November 2014, a qualified majority shall be defined as at least 55% of the members of the Council, comprising at least fifteen of them and representing Member States comprising at least 65% of the population of the Union."
"A blocking minority must include at least four Council members, failing which the qualified majority must be deemed attained, even if it does not satisfy the population criterion (Article 16 § 4 TEU).
Although clear divisions between "large" and "small" Member States hardly ever occur, this clause would facilitate decision-making in the Council, as it would make more difficult a hypothetical alliance of "big" Member States, three of which could by themselves form a blocking minority, since their populations would represent more than 35% of the Union's population.
Since a blocking minority should include at least four members, three ''big'' would need to draw a ''small'' in their coalition in order to block a decision of the Council."
"However, where the Council does not act on a proposal from the Commission or from the High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, the qualified majority shall be defined as at least 72% of the members of the Council, representing Member States comprising at least 65% of the population of the Union (Article 238 § 2 TFEU).
In cases where, under the Treaties, not all the members of the Council participate in voting (notably in cases concerning the economic and monetary union), a qualified majority shall be defined as at least 55% of the members of the Council representing the participating Member States, comprising at least 65% of the population of these States.
A blocking minority must include at least the minimum number of Council members representing more than 35% of the population of the participating Member States, plus one member, failing which the qualified majority shall be deemed attained (Article 238 § 3 TFEU)."
Europedia - The EU's legislative procedure
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 03:45
Það er alveg sama hversu oft þú cóperar, Steini, þú verður að SKILJA textana!
Það var EKKI verið að tala um nauðsyn aukins meirihluta upp á 55% aðildarríkjanna og 65% atkvæðavægis ríkjanna 27 til þess eins að eyðileggja svo þá reglu með því að gefa fjórum af allra smæstu ríkjunum (t.d. þeim sem munu hafa samanlagt 0,61% atkvæðavægi frá 1.11. 2014*) NEITUNARVALD gegn atkvæðum allra hinna 23 ríkjanna, sem samanlagt hafa 99,39% atkvæðavægi. Mér virðist þú ótrúlega ímyndunarveikur að láta þér detta þennan skilning í hug, en vegna vanskilnings þíns dæmi ég þig ekki hart. Þegar þú hins vegar áttar þig á því, að einmitt fyrir tilstuðlan þessara byltingarkenndu, nýju atkvæðareglna, sem skv. Lissabon-sáttmálanum taka gildi haustið 2014, verði Ísland svipt sjálfsforræði í reynd, þá er kannski fyrst von til þess, að þú farir að sjá að þér í þinni algeru einstefnu í þessum Esb-málum.
Farðu aftur nákvæmlega í gegnum mínar skýringar, þrep fyrir þrep.
Það er verið að nefna þarna "a.m.k. FJÓRA FULLTRÚA ráðsins" til að gefa STÓRU ríkjunum, ekki þeim smáu, neitunarvaldið. Fjögur af sex stærstu ríkjunum geta alltaf sameinuð beitt neitunarvaldi gegn öllum hinum, og jafnvel þótt tvö hin stærstu (Þý.+Fr.) þessara sex segðu ekki nei, gætu hin fjögur stoppað mál af, þ.e. Bretland (12,33%), Ítalía (12,02%), Spánn (9,17%) og Pólland (7,63%), af því að samanlagt ná þau meira en 35% atkvæðavægi. Það sama á ekki við hvaða fjögur ríki sem er í ráðherraráðinu!!!!!!!
* Þessi smæstu ríki eru Malta með 0,08% frá 1.11.2014, Lúxembúrg 0,10%, Kýpur 0,16% og Eistland 0,27% atkvæðavægis í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu.
Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 10:58
Jón Valur Jensson,
Lissabon-sáttmálinn:
"16. gr. ...
3. Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.
4. Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.
Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."
Í 16. gr. Lissabon-sáttmálans er því EKKI kveðið á um að þessir fjórir fulltrúar þurfi að vera fulltrúar ákveðins íbúafjölda í Evrópusambandnu til að geta stöðvað framgang mála í Ráðinu.
Fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum Evrópusambandsins gætu þannig verið fylgjandi ákveðinni tillögu í Ráðinu en fjögur ríki andvíg tillögunni gætu fellt hana.
Í öðru tilfelli gætu Ítalía, Spánn og Pólland með samtals 28,6% af íbúafjölda Evrópusambandsins ekki fellt tillögu í Ráðinu án þess að fá að minnsta kosti eitt ríki í lið með sér.
Og þá skiptir engu máli hvort það ríki væri til að mynda Slóvenía með 0,4% af íbúum Evrópusambandsins eða Rúmenía með 4,4% af íbúum sambandsins.
Sex stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýskaland (16,7%), Frakkland (12,8%), Bretland (12,3%), Ítalía (11,9%), Spánn (8,9%) og Pólland (7,8%), með 70,4% af íbúum Evrópusambandsins, ásamt Rúmeníu (4,4%), Hollandi (3,3%), Grikklandi (2,3%), Portúgal (2,2%), Belgíu (2,1%), Tékklandi (2%), Ungverjalandi (2%), Svíþjóð (1,8%) og Austurríki (1,7%), eru fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum sambandsins.
Þorsteinn Briem, 14.1.2012 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.