Leita í fréttum mbl.is

Samningur tryggir efnislega umræðu!

Kristján VigfússonKristján Vigfússon, aðjúnkt við HR, skrifaði grein í FRBL fyrir síðustu helgi um Evrópumálin og segir þar meðal annars: "Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða.

Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semja
Ef skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins."

Síðar segir Kristján:

"Loks hægt að rökræða efnisatriði
Nægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið.
Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslendingar sóttu um aðild að ESB. Þá var gefið í skyn af hálfu þeirra sem sóttu um að kominn yrði "samningur" á borðið innan tveggja ára.Nú eru komin meira en tvö og hálft ár og ekki bólar á að neinar kosningar um ESB aðild séu í nánd.Einræðisstjórnir sem eru að falli komnar hafa oft þann háttinn á að boða til kosninga sem ekki stendur til að láta verða af.ESB stjórnin sem er réttnefni yfir íslensku ríkisstjórina ætlar sér ekki að láta fara fram neinar kosningar um ESB aðild Íslands af þeirri einföldu ástæðu að hún veit að slík aðild verður felld.Nei við ESB 

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2012 kl. 22:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja að Ísland EIGI ÁFRAM aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu OG HAFI ÞAR ENGIN ÁHRIF, þrátt fyrir að TAKA UPP FLEST LÖG Evrópusambandsins!!!

Þeir vilja hins vegar EKKI að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og HAFI ÞAR ÁHRIF á löggjöf sambandsins og Schengen-samstarfið!!!

Þorsteinn Briem, 18.1.2012 kl. 00:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild. "

Þorsteinn Briem, 18.1.2012 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband