Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson skrifar meira um gjaldmiðilsmál

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, skrifaði fyrir skömmu nýjan pistil um gjalmiðilsmál og segir þar meðal annars:

"Á ráðstefnu ASÍ um gjaldmiðilinn í vikunni sýndu Ragnar Árnason prófessor við HÍ, Arnór Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóri og Friðrik Már Baldursson prófessor við HR fram á að slök efnahagsstjórn undanfarna áratugi hafi skapað þann vanda sem við erum í með gjaldmiðilinn. Stjórnendur peningamála hafi gert alvarleg mistök í aðdraganda þess að gjaldmiðillinn ofreis og hrundi með falli bankanna í kjölfarið og gjaldþrots Seðlabankans.

Þeir sem stjórnuðu hér á landi á meðan þetta gerðist halda því fram að þeir hafi gert allt rétt og stöðugleikinn snúist bara um að hafa góða stjórnun á krónunni!!??

ESB andstæðingar verja krónuna á hverju sem gengur. Gott sé að hafa sveigjanlegan gjaldmiðil svo leiðrétta megi slaka efnahagsstjórn með því að færa peninga frá launafólki til útflutningsfyrirtækja. Það væri skerðing á fullveldi sérhagsmuna ef krónan væri lögð niður sagði Ragnar Árnason.

Í könnunum hagfræðinga kemur fram að jafnaði hafi um 30% tekna heimilanna undanfarna áratugi hafi horfið við þessar leiðréttingamillifærslur. Eignaupptaka hjá launamönnum er réttlætt með því að verið sé að halda uppi atvinnustigi í atvinnubótavinnu þar sem afraksturinn rennur milliliðalaust frá heimilunum til fárra efnamanna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hernig er með sjóðinn sem Guðmundur stofnaði með dóttur sinni og átti að veita fjölda rafeindavirkja atvinnu, svo þeir þyrftur ekki að vinna við stóriðju.Er hann kanski erlendis og beðið eftir því að krónan verði sett á flot svo úr honum fáist fleiri krónur.Guðmundur gefur í skyn að ESB andstæðingar séu helstu andstæðingar þess að krónunni sé ekki skipt út fyrir annann gjaldmiðil.Það er ekkert annað en lygaáróður, eins og flestir eru farnir að sjá.Hvenær hefur Guðmundur Gunnarsson lagt til farið verði í það strax að huga að því að skipta íslensku krónunni út fyrir annan gjaldmiðil.Aldrei.Hann jarmar aðeins stöðugt um að að ganga í ESB.Hann er dragbítur á það að skipt verði um gjaldmiðil,eins og allir ESB sinnar.Þeir vilja aðeins að Ísland gangi í ESB, þrátt fyrir allt tal þeirra um að íslenska krónan sé ónýt, og best fellur þeim ef þeir geta látið í það ljós sitt skína erlendis, svo hún verði ennþá meiri aumingi í augum heimsins.Einhverntíma hefði það verið kallað föðurlanssvik. 

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2012 kl. 21:37

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Guðmundur virðist heldur ekki skilja það, að fall á gjaldmiðli stafar yfirleitt af of miklum innflutningi, miðað við útflutning, sem getur að sjálfsögðu þýtt of mikla kaupgetu almennings miðað við útflutningsframleiðslu.Hann virðist líka vera búin að gleyma því að krónan var á floti þegar hún féll í hruninu.Hann er líka búin að gleyma sjálfum sér sem formanni rafiðnaðarsambandsins fyrir hrun.Hann veifaði þá lítið þeirri hagfræðiþekkingu sem hann telur sig hafa nú.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2012 kl. 21:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evran er betri fyrir okkur Íslendinga en Bandaríkja- eða Kanadadollar, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands

Evruríkin telja einfaldlega hagkvæmast að nota evruna, enda eiga þau mest viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, rétt eins og við Íslendingar.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 18.1.2012 kl. 00:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla hér niður allir tollar á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Þorsteinn Briem, 18.1.2012 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband