Leita í fréttum mbl.is

Össur um niðurlægingu og "lagagleypingar"

Á Eyjunni stendur: "Ein af allra sterkustu rökunum fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið að mati Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, er sú staðreynd að íslenskir þingmenn verða í viku hverri að taka möglunarlaust við ýmsum tilskipunum, reglum og ákvörðunum frá Evrópusambandinu

Í viðtali við RÚV segir Össur þetta hreint og beint niðurlægjandi fyrir þingmenn hérlendis. Þeir hafi engar leiðir eða tök á að hafa áhrif á þann aragrúa skipana sem frá Brussel berist.

Komið hefur í ljós að skýrsla sérfræðinga sem unnin var fyrir Norðmenn og kynnt í dag sýnir að EES-samningurinn hafi á átján ára tímabili reynst Norðmönnum mjög ábatasamur. Hins vegar feli sá samningur í sér meira framsal á fullveldi en raunveruleg innganga í sambandið.

Össur bendir á að litlu hafi munað að EES samningurinn á sínum tíma hafi ekki staðist stjórnarskrá Íslands og síðan þá hafi þróunin verið hröð."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kæru ESB elskendur. Engin tók þessari frétt sem Össur sagði þjóðinni semniðurlæing á Alþingismenn heldur síndi hann okkur að ESB aðlöguninn er kol ólögleg. Jón Baldvin sagði hið sama og ég segi það sama því þetta eru brot á stjórnarskrá og hegningalögunum kafla X    

Valdimar Samúelsson, 19.1.2012 kl. 10:15

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta sannar það sem JÁ sinnar hafa haldið fram í langan tíma.

Að innganga í ESB styrkir okkar sjálfstæði. Það er ekki mikið núna innan EES þar sem þingmenn eru afgreiðslumenn laga án þess að hafa neitt um það að segja

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 10:39

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu Sleggja mín eða hvellur. þið eru eins og gelklofa persónur. Hvernig skýrir þú út sjálfstæði þjóðar sem fer að lögum annarra. Strúturinn hefir aðferð til að blekkja sjálfan sig en við Íslendingar gerum það ekki. Nema kannski þið sem við borguðum skólagjöld fyrir að sitja á rassagatinu á kaffihúsa börum evrópu. Viltu svara þessu.

Valdimar Samúelsson, 19.1.2012 kl. 11:53

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég stunda ekki kaffihús. Enda drekk ekki kaffi. Svo borga ég skólagjöldin mín sjálfur takk fyrir.

Þú spyrð " Hvernig skýrir þú út sjálfstæði þjóðar sem fer að lögum annarra?"

Það er lítil sjálfstæði í því. Við erum núna í EES þá þá þurufm við að taka upp lög annara án þess að hafa neitt um það að segja.

En með inngöngu í ESB þar sem við sitjum við ákvöðrunarborðið þá stirkjum við okkar lýðræði og sjálfstæði.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband