Leita í fréttum mbl.is

Nei-sinnar splæsa í könnun!

Nei-sinnar hafa splæst í nýja könnun sem sýnir að rúmlega helmingur landsmanna (53.5%) er andvígur aðild og rúmlega þriðjungur er fylgjandi aðild,eða 31,5% Um 15% aðspurðra taka ekki afstöðu, sem er nokkuð hátt hlutfall.

En hin raunverulega "skoðanakönnun" verður þegar aðildarsamningur og innihald hans verðu borið undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.

Það á margt eftir að gerast, meðal annars á eftir að semja um mikilvægustu kafla málsins!

Við spyrjum að leikslokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar samningurinn lyggur fyrir jarðar allar þessar lygar sem NEI-sinnar halda uppi daglega þá mun þjóðin samþykkja samninginn.

Það er ánægjulegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 20:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Evrópusambandinu eru MÖRG smá ríki og þau hefðu AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI viljað fá aðild að sambandinu EF þau hefðu þar ENGIN áhrif.

Og íslenska ríkið tekur NÚ ÞEGAR upp MEIRIHLUTANN af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Tugþúsundir Íslendinga munu ekki gera upp hug sinn varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrr enn samningur um aðildina LIGGUR FYRIR, þannig að allt stagl núna um skoðanakannanir varðandi aðildina er harla lítils virði.

Um 58% Króata styðja aðild landsins að Evrópusambandinu í nýrri skoðanakönnun.


"Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um ESB-aðild í Króatíu 22. janúar næstkomandi. Niðurstaða hennar er ekki bindandi fyrir stjórnvöld en verði aðild samþykkt er áformað að Króatía verði 28. aðildarríki ESB 1. júlí á næsta ári.

STUÐNINGUR Króata við aðild að Evrópusambandinu hefur
AUKIST VERULEGA frá apríl síðastliðnum, þegar skoðanakönnun sýndi að um 26% þeirra vildu að Króatía fengi aðild að sambandinu."

Þorsteinn Briem, 19.1.2012 kl. 21:24

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég á nokkur uppáhalds móment frá NEI-sinnum. Einsog þegar ungir bændur sögðu að allir á Íslandi þurftu að ganga í ESB herinn!! (það mun koma skýrt fram í samningum að Ísland verður ávalt herlaus þjóð)

Svo þetta myndband er alveg kostulegt.

http://www.youtube.com/watch?v=wqYTeIrZ-gE

Þegar ESB þjóðin Frakkar unnu gullið en fréttin verður um að ESB sambandið vann silfrið.   LOL.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 21:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.1.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband