Leita í fréttum mbl.is

Tvöfalt meiri verðbólga hér en í ESB

Greiningardeild Arion-banka spáir töluverðum verðhækkunum á næstunni, sem deildin telur að muni auka verðbólgu hér á landi í um 6,2%

Til samannburðar má nefna það að meðalverðbólga í ESB er um 2,7%.

Það er því um tvöfalt meiri verðbólga hér en í ESB!

Og krónan fellur, sem veldur verðbólgu!

Frábært, fyrir heimilin og fyrirtækin! (Djók!!!)

Hvenær endar þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ef við fáum meðaltalsverðbólgu ESB við inngöngu þá er náttúrulega rökrétt að við fengjum meðaltals atvinnuþáttökuþáttöku í ESB, það kallar á að við sendum varanlega út af vinnumarkaðnum 15.000 manns til að vera á pari við ESB enda er atvinnuþáttaka í ESB bara 64.1% á meðan hún er 78,4% á Íslandi.

Ef við fáum meðaltalsverðbólgu í ESB við inngöngu þá er náttúrulega rökrétt að við fengjum meðaltals atvinnuleysi í ESB, það kallar á, ásamt meðalatvinnuþáttöku, að við þyrftum  að senda heim af vinnuvarkaði og til viðbótar á atvinnuleysisbætur rúmlega 22.000 manns.

Ef hátt atvinnustig og lágt atvinnuleysi kallar á verðbólgu sem er á svipuðu róli og hjá 10 ESB löndum ÁN ÞESS AÐ VERA Í ESB þá er það svo sannarlega þess virði!. 

Eggert Sigurbergsson, 19.1.2012 kl. 19:42

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eggert, Íslendingar eru búnir að vera með atvinnulöggjöf ESB síðan árið 1994. Það er frá þeim tíma er Ísland gekk í ESB. Á þeim tíma hefur atvinnuleysið farið niður í 0.8% þegar mesta bólan var í gangi á Íslandi.

Verðbólgan fór hinsvegar aldrei niður fyrir 5% á þessum tíma eftir því sem ég kemst næst.

Þessi fullyrðing sem þú setur fram hérna stenst ekki nánari skoðun. Eins og augljóst má vera.

Jón Frímann Jónsson, 19.1.2012 kl. 20:22

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Verðbólga oft kölluð skattur á fátæka. Skattur á almenning.

Fjármagseigendur græða.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 20:38

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Jón Frímann, við erum búnir að vera með atvinnulöggjöf ESB frá 1994 og komin tími til að segja sig frá henni eins og dómar ESB gefa tilefni til t.d (Lava dómurinn og félagsleg undirboð)

Eggert Sigurbergsson, 19.1.2012 kl. 21:02

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað kemur okkur við verðbólgan í ESB löndunum. Ég spyr hefir hún einhvað með okkur að gera.?

Valdimar Samúelsson, 19.1.2012 kl. 21:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sigurbergsson,

Ísland er ÖRRÍKI með ÖRMYNT og ÖRLÍTINN vinnumarkað.

Nýtt 500 manna fyrirtæki hefur því HLUTFALLSLEGA MIKLU MEIRI áhrif hér á Íslandi en í stórum ríkjum, til að mynda Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Og sama yrði uppi á teningnum ef slíkt fyrirtæki legði upp laupana.

MILLJÓNIR
manna hafa flutt til Þýskalands og Bandaríkjanna síðastliðna áratugi, meðal annars til að vinna þar störf sem vel menntaðir Þjóðverjar og Bandaríkjamenn hafa ekki viljað vinna sjálfir.

Og margir þessara vel menntuðu manna eru því atvinnulausir.

ÞÚSUNDIR
manna, aðallega Pólverjar, hafa einnig flutt til hingað Íslands síðastliðinn áratug, meðal annars til að vinna hér störf sem Íslendingar hafa ekki viljað vinna sjálfir, til dæmis í fiskvinnslunni, afgreiðslu og ræstingum.

Og nú eru ÞÚSUNDIR Íslendinga atvinnulausir.

Ísland er hins vegar hvorki í Evrópusambandinu né Bandaríkjunum.

Og hér hefur ÁÐUR verið töluvert atvinnuleysi.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Þegar gengi íslensku krónunnar fellur gagnvart evrunni HÆKKAR hér verð á vörum og aðföngum frá evrusvæðinu og VERÐBÓLGAN HÉR EYKST.

Og gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 113,82% frá ársbyrjun 2006.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá áramótum hefur gengið HÆKKAÐ um 0,57%.

Ríki á evrusvæðinu eiga MEST viðskipti við ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, rétt eins og við Íslendingar.

Og við höfum ENGA góða ástæðu til að skipta þeim evrum, sem við fáum fyrir að selja vörur og þjónustu til evrusvæðisins, í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi GRÍÐARLEGUM KOSTNAÐI, eins og dæmin sanna.

Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna


Economy of the European Union - The largest economy in the world


Hér á Íslandi hefur OFT verið GRÍÐARLEG VERÐBÓLGA.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Og hér eru GJALDEYRISHÖFT.

Hins vegar eru ekki gjaldeyrishöft á Írlandi.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.

Þorsteinn Briem, 19.1.2012 kl. 21:15

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Valdimar.

Há verðbólga hér á Íslandi hefur mikið með okkur að gera. Næjir að nefna að húsnæðislaun heimilana hækka um milljarða.

En að skoða verðbólgutölur í ESB er vísbending um hvað bíður okkur ef við verðum svo heppin að ganga þarna inn.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2012 kl. 08:29

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eggert

Þú linkar á grein þar sem er spáð hörmungun á vinnumarkaði. En þessi frétt er 4ára gömul og ekkert af þessu sem er haldið fram þarna hefur ræst.

Dæmigerður hræðsluáróður NEI-sinna

Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2012 kl. 08:33

9 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það sem er handan við hornið ef Ísland gengur í ESB

Evrópudómstóllinn heggur í sama knérunn

Úrskurður Evrópudómstólsins (EJC) í svonefndu Rüffert-máli er alvarlegt áfall fyrir verkalýðshreyfinguna í Evrópu og það má jafnvel halda því fram að hann sé lýðræðinu áfall. Úrskurðurinn sem kveðinn var upp 3. apríl, snerist um hvort sambandslandinu Neðra-Saxlandi í Þýskalandi hafi verið heimilt að skilyrða samninga sína við verktaka og undirverktaka, þannig að þeir greiddu sambærileg laun og kjarasamningar á svæðinu kveða á um og þar tíðkast. Dómstóllinn segir þessi skilyrði ólögleg þar sem þau stangist á við tilskipun um útsenda starfsmenn. Í stað þess að snúa við umdeildri túlkun sinni á tilskipunni um útsenda starfsmenn í Laval-málinu, vísar dómsniðurtaðan áfram inn á sömu braut. Virðist dómstóllinn staðráðinn í að snúa við upphaflegum skilningi á tilskipuninni um útsenda starfsmenn, þar sem efnisrök fyrir tilskipuninni voru þau að efling alþjóðlegra viðskipta með þjónustu krefðist sanngjarnar samkeppni og aðgerða sem tryggðu virðingu fyrir réttindum verkafólks. Nú segir dómstóllinn að hlutverk tilskipunarinnar sé „einkum það að auka frelsi til að veita þjónustu."

Frelsi til að veita þjónustu framar öllu

Virðist dómstóllinn staðráðinn í að festa í sessi túlkun sem setur fjórfrelsið í fyrsta sæti, þ.e. réttinn til að veita þjónustu sbr. gr. 49. grein stofnsáttmála Evrópusambandsins um frjáls þjónustuviðskipti. Nú er þetta frelsi túlkað á þá lund að verkalýðsfélög hafa ekki rétt til að grípa til aðgerða til að verja umsamin lágmarkskjör (eins og gerðist í Laval - málinu), og nú bætist það við að lýðræðislega kjörin stjórnvöld megi ekki taka um það ákvörðun að hafa beri hliðsjón af  kjarasamningum verkalýðsfélaga við útboð og samninga. Þá gerir dómurinn að engu ákvæði tilskipana á borð við þá sem gildir um opinber innkaup frá 2004 en sú tilskipun veitir opinberum aðilum svigrúm til að skilyrða samninga með ýmsum hætti. Enn skal þess getið að dómurinn virðir að vettugi  eina af meginreglum Evrópusambandsins, nálægðarregluna, sem byggir á því að ákvarðanir eigi að taka í héraði, nema þær varði heildarhagsmuni Evrópusambandins.

Ólöglegt að virða kjarasamninga

Málsatvik eru nánar þau að Neðra-Saxland, eitt af sambandslöndum eða héruðum Þýskalands, gerir samning við byggingaverktakafyrirtækið Objekt und Bauregie GmbH um að reisa fangelsi. Í lögum Neðra-Saxlands um opinber innkaup er tekið fram að óheimilt sé að gera verksamninga við verktaka eða undirverkataka sem ekki taki mið af gildandi kjarasamningum á svæðinu, að viðlögðum sektum og tók umræddur samningur mið af þeim lögum. Objekt und Bauregie GmbH ræður hins vegar pólskan undirverktaka sem greiddi aðeins 46.57% af umsömdum lágmarkslaunum. Neðra-Saxland sagði þá upp samningnum og fór í mál fyrir héraðsdómstóli og krafðist að verktakar greiddu sektir. Héraðsdómstóllinn var hins vegar ekki viss í sinni sök og sendi því fyrirspurn til Evrópudómsstólsins um hvort frelsið til að veita þjónustu útiloki að opinber aðili beiti framangreindum skilyrðum hvað varðar skírskotun til gildandi kjarasamninga á svæðinu. (Hér er um svipað ferli að ræða og átti sér stað í Laval málinu, þ.e. dómstólar heima fyrir veigra sér við að kveða upp dóma, en vísa spurningum þess í stað til Evrópudómsstólsins.)

Evrópudómstóllinn kemst síðan að þeirri niðurstöðu að sett skilyrði séu í þessu tilfelli ekki samrýmanleg tilskipuninni um útsenda starfsmenn. Í Þýskalandi sé við lýði heildarkjarasamningar á byggingamarkaði og þar séu tilskilin ákveðin lágmarkslaun, en  ekki sé hægt að líta á kjarasamninginn í Neðra-Saxlandi sem ákvarðandi gagnvart ákvæðum tilskipunar um útsenda starfsmenn. Þar að auki, segir dómurinn, að lög Neðra-Saxlands um að verktakar skuli greiða samkvæmt kjarasamningum, gildi aðeins um hluta vinnumarkaðarins og taki einvörðungu til opinberra samninga. Þar af leiðandi séu lög Neðra-Saxlands ekki samræmanleg ákvæðum tilskipunar um útsenda starfsmenn. Dómurinn telur m.ö.o. að kjarasamningsbundna vernd á þessu svæði megi líta á sem samkeppnishömlur og þar sem kjarasamningarnir áskilji laun sem eru hærri en tilgreind lágmarkslaun í þýskum heildarkjarasamningum, réttlæti það ekki að hömlur verið settar á frelsi til að veita þjónustu milli landa. Umræddir kjarasamningar hafi ekki verið sérstaklega staðfestir sem almennt viðmið fyrir þýskan vinnumarkað með tilvísun í tilskipun um útsenda starfsmenn.

Kjarasamningar viðskiptahindrun

Dómurinn heggur því í sama knérunn og Laval-dómurinn og staðfestir að ekki sé unnt að knýja erlenda verktaka til að greiða meira en sem sannanlega teljist "lágmarkslaun" skv. tilskipun um útsenda starfsmenn og samkvæmt því sem hér hefur verið rakið er beiting hennar skilgreind á mjög takmarkandi vísu. Í Svíþjóð/Laval dómnum  sagði dómstólinn að skýr ákvæði um lágmarkslaun skorti og því væri ekki hægt að ætlast til að erlend fyrirtæki vissu hvað væru umsamin lágmarkslaun og því ætti tilskipun um útsenda starfsmenn ekki við. (Þrátt fyrir að sænsku verkalýðsfélögin bönkuðu óumbeðin upp á og gerðu þeim skýra grein fyrir hvað teldust lágmarkslaun á svæðinu.)

Í Rüffert-málinu er einu af  16 sambandslöndum Þýskalands meinað að setja lög sem eiga að tryggja sérstaklega að farið sé eftir kjarsamningum og komið sé í veg fyrir félagsleg undirboð.

Hér eru lög sambandsríkis ekki talin nægilega skýr og telur Evrópudómstóllinn því rétt að ganga í berhögg við þau. Í báðum tilfellum er litið framhjá gildandi kjarasamningum og vilja stjórnvalda. Í Rüffert málinum lítur Evrópudómstóllinn enn fremur framhjá tilskipun um opinber innkaup sem heimilar yfirvöldum að setja viss skilyrði við gerð og úthlutun opinberra samninga.

Eru hér komið fram að varnaðarorð ýmissa gagnrýnenda ESB og þess að láta dómstólinn úrskurða um framvindu á vinnumarkaði hafa átt við rök að styðjast. Svo er komið að löglega gerðir kjarasamningar eru undir vissum tilfellum taldir til viðskiptahindrana fyrir fyrirtæki. Telur verkalýðshreyfingin að með þessum dómi sé jafnvel veitt leyfi til félagslegra undirboða.

Upprunalandsreglan í gegnum bakdyrnar?

Evrópsk verkalýðshreyfing telur að  þessi dómur sé mjög varasamur og veiki óhjákvæmilega stöðu verkalýðshreyfingarinnar og grafi undan ávinningum hennar frá fyrri tíð.

Svo virðist sem Evrópudómstóllinn hafi fundið hjáleið til að koma ákvæðum "upprunalandsreglunnar" umdeildu í gildi því nú er það talin samkeppnishindrun að erlend fyrirtæki sem flytja starfsmenn milli landa undir regnhlíf frelsis með þjónustu, þurfi að greiða að fullu eftir kjarasamningum gistilandsins. Með hliðsjón af tilskipuninni um útsenda starfsmenn, má aðeins krefjast þess að erlendu fyrirtækin greiði starfsmönnum sínum tilskilin lágmarkslaun og þarf það viðmið að vera uppfyllt með formlega réttum hætti, eigi lágmarksverndarákvæði tilskipunarinnar til að teljast gilt. Gildir það um þá opinberu aðila sem vilja nýta sér ákvæði um opinber innkaup og verkalýðshreyfinguna, sem má semja um laun heima fyrir, en samkvæmt dómnum eru erlend fyrirtæki undanskilin ákvæðum þeirra kjarasamninga umfram það sem sannanlega eru lágmarkslaun. Því má segja að Evrópudómstóllinn hafi snúið við túlkuninni á tilskipun um útsenda starfsmenn; í stað þess að tryggja starfsmönnum lágmarkskjör þá eru umrædd lágmarkskjör farin að virka sem hámarkslaun fyrir aðsenda starfsmenn.Verkalýðshreyfingunni er nú meinað að berjast fyrir hönd aðsendra starfsmanna fyrir launum sem eru í takt við gildandi kjarasamninga á svæðinu, séu þeir umfram skilgreint lágmark.

Á Íslandi hefur verið álitið að íslenskur vinnumarkaður sé ekki í hættu að fá á sig álíka dóma. Lög númer 55 frá 1980 kveða á um að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.

(Sjá dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins hér: http://curia.europa.eu/jurisp/cgi-bin/form.pl?lang=EN&Submit=rechercher&numaff=C-346/06 )

(Sjá viðbrögð ETUC við dómnum: http://www.etuc.org/a/4830 )

http://www.bsrb.is/erlent/nr/1350/

Eggert Sigurbergsson, 20.1.2012 kl. 09:25

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Varðhundar á hælum lýðræðisins

Íslendingar kannast ágætlega við þegar að erlend fyrirtæki koma hingað til lands og hafa í farteskinu “eigin starfsmenn”. Slíkir starfsmenn geta komið víða að og kunna eftir atvikum að koma frá ESB-löndum og vera pólskir, frá Eystrasaltslöndunum, Portúgal eða hvaðeina eða þeir koma utan frá ESB, t.d. frá Kína. Og þeir kunna að vera ráðnir í gegnum starfsmannaleigur eða vera útsendir starfsmenn hinna erlendu fyrirtækja. Við skulum láta Kínverjana bíða og einbeita okkur að hinum innri markaði ESB. Spurningin sem iðulega vaknar upp í kjölfarið er, á hvaða starfskjörum slíkir erlendir starfsmenn eiga að vera? Gilda reglur heimalands starfsmannana, t.d. um vinnutíma, réttindi í veikindum, um vinnuvernd o,fl. eða gilda reglur þess lands sem þeir eru sendir til starfa í? Gilda kjarasamningar heimalandsins eða gistilandsins? Vandamálið liggur sem sagt í því að þegar erlendir starfsmenn koma inn á vinnumarkað lands og eru á lægri launum og búa við rýrari réttindi en heimamenn, að þá grefur það undan kjörum og réttindum heimamanna. Þetta hefur verið kallað “félagsleg undirboð”. Allt skrúfast niður á lægsta samnefnara og á því tapa allir launamenn í lengdina, sama hvaðan þeir koma.

Einbeittur brotavilji

Það vær ætlun ESB “með einbeittum brotavilja” að koma á slíkum vinnumarkaði á hinum innri markaði ESB með tilurð þjónustutilskipunarinnar. Upprunalandsreglan svokallaða í tilskipuninni gekk einmitt út á þetta; pólskir starfsmenn sem buðu “þjónustu” erlendis, áttu að vera á pólskum starfskjörum og launum. Það var pólskra yfirvalda að fylgjast með að ekki væri á þeim brotinn réttur, yfirvöld gistilandsins áttu að hafa mjög takmarkaðan rétt til eftirlits og inngripa. Og þrátt fyrir að hörð barátta evrópskra verkalýðsfélaga gegn tilskipunin hafi borið nokkurn árangur, þá er upprunalandsregluna enn að finna, t.d. í nýjum lögum 2011 nr. 76 21. júní um þjónustuviðskipti “þegar þjónusta er veitt án staðfestu” eins og segir í greinargerð með frumvarpinu.

Jákvæðri tilskipun...

Á hinum innri markaði ESB gilda meginreglurnar um fjórfrelsið, frelsi til að veita þjónustu, frelsi fjármagnsins, frjáls för verkafólk og frelsi til að selja vörur. Menn sáu því fyrir vandamálin sem upp gátu komið ef slíkt frelsi væri algert og í þeim tilgangi að verja stöðu og réttindi launafólks á hinum innri markaði samþykkti ESB tilskipun 96/71/EC um útsenda starfsmenn. Tilskipuninni var sem sagt ætlað að verja réttindi útsendra starfsmanna, en ekki síður réttindi launafólks í gistilandinu með því að koma í veg fyrir gegndarlaus félagsleg undirboð. En tilskipuninni var einnig ætlað að koma í veg fyrir ósanngjarna samkeppni, því hvernig á sænskt þjónustufyrirtæki með starfsmenn á sænskum launum að standast samkeppni við lettneskt fyrirtæki sem starfar í Svíþjóð en borgar helmingi lægri laun samkvæmt lettneskum kjarasamningum?

...snúið á haus af dómstólum

Það sem að hefur síðan gerst, eftir átökin um þjónustutilskipunina og samþykkt hennar 2006, er að Evrópudómstólinn (ECJ) snýr efni tilskipunarinnar á haus með Laval-dómnum sem kveðinn var upp í árslok 2007. Tilskipunin, sem menn töldu almennt að ætti að tryggja ákveðin réttindi að lágmarki, er túlkuð af dómstólnum sem hámarksréttindi. Þeim atriðum sem verkalýðshreyfingin gerði ESB afturreka með í baráttunni gegn þjónustutilskipuninni, var nú (að hluta til) náð til baka með nýrri tangarsókn Evrópudómstólsins. Tilskipunin um útsenda starfsmenn hefur síðan verið notuð til af dómstólunum (EFTA og ECJ) til að hefta og draga úr réttindum launafólks. Dæmi um það er málarekstur ESA gegn Íslandi sem endaði með dómi EFTA-dómstólsins 28. júní síðasta sumar.

Réttlætið og frelsið

Það mál er um margt mjög áhugavert, ekki síst vegna þess að það sýnir hvar dómstólarnir, í þessu tilviki EFTA-dómstóllinn, telja skyldur sína liggja. Þær skyldur virðast umfram annað vera við ákveðinn hluta af því ESB sem við Íslendingar erum að sækja aðgang að. Ég myndi ætla að flestir Íslendingar búist við “réttlátri” málsmeðferð fyrir þeim yfirþjóðlegu dómstólum sem Evrópudómstóllinn og EFTA-dómstóllinn eru, ekki síst fyrir þær sakir að þeir eru æðsta dómstigið og skera úr um löggjöf ESB og EES sem gengur framar löggjöf aðildarríkjanna. Ég myndi enn fremur ætla að flestir teldu það ákveðið sanngirnismál að erlendu launafólki væru tryggð sambærileg kjör og réttindi á við innlent, ekki síst þegar það er það tryggir stöðu hins innlenda starfsfólks og kemur í veg fyrir ósanngjarna samkeppni. Og að mörgum þyki það nokkuð sérstakt að tilskipun sem upphaflega er ætlað sérstaklega að gæta hagsmuna launafólks og fyrirtækja gagnvart óheftu “frelsi” markaðarins, sé meðvitað snúið á haus til þess að passa upp á hagsmuni “frelsins”. Og að stofnanir, eins og Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, leggi sig í framkróka til að passa upp á að launamenn njóti nú ekki of mikilla réttinda – því þegar allt kemur til alls kann það jú að kosta fyrirtækin bæði aukalega fjármuni og fyrirhöfn, en það er nú einu sinni sem þau eiga að vera “frjáls” undan. Það er frelsið sem dómstólarnir passa eins og varðhundar, skítt veri með önnur gildi og aðra hagsmuni.

Varðhundar á hælum lýðræðisins

Og það er einmitt í hlutverki varðhundsins sem að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, leggur af stað í þennan tiltekna leiðangur strax þann 19. október 2005. Þá er stofnunin farin að hnusa af þágildandi lögum nr 96 frá 2002 um útlendinga og meðfylgjandi reglugerð (53/2003) um útsenda starfsmenn. Þegar að Alþingi árið 2007, í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, hefur svo smíðað og samþykkt ný lög nr. 45 27. mars “um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra” að þá færist rannsókn ESA yfir á þau. Lögin komu til í kjölfar mikillar umræðu um kjör erlendra verkamanna á Íslandi, um starfsmannaleigur sem snuðuðu þá og nauðsyn þess að bæta úr málum. Sem sagt lýðræðislega tekin ákvörðun af Alþingi Íslendinga í samvinnu við alla helstu hagsmunaaðila og fengin niðurstaða sem var öllum til hagsbóta. Erlendir launamenn fengu réttindi sem voru sambærileg íslenskum og ef þeir hefðu meiri réttindi heiman frá, þá héldu þeir þeim. Samkeppnisstaða fyrirtækja var leiðrétt. Hvert var þá vandamálið?

Of miklar upplýsingar og of mikil réttindi

Að mati ESA var vandamálið tvíþætt; annars vegar hvað varðaði upplýsingaskyldur hins erlenda fyrirtækis til yfirvalda og taldi ESA að greinar 8.,10. og 11. í lögunum stæðust ekki dóma Evrópudómstólsins, þar sem m.a. var vísað til þjónustutilskipunarinnar; of ítarlegar kröfur væru gerðar til fyrirtækja um upplýsinga til fyrirtækja.

Hins vegar taldi ESA að 5. gr. Réttur til launa í veikinda- og slysatilvikum og 7. gr. Slysatryggingar vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tímabundins missis starfsorku, brytu annars vegar gegn 36. gr. EES-samningsins um frelsi í þjónustuviðskiptum og hins vegar gegn gr. 3.1 í tilskipuninni um útsenda starfsmenn.

Alþingi beygði sig fyrir vilja ESA hvað varðar greinar 8.,10., og 11. og breytti lögum nr. 45 27. mars 2007 með lagabreytingu 15. júní 2010.

Veikindaréttur í vegi þjónustufrelsis

Ísland vildi hins vegar ekki beygja sig hvað varðar gr. 5 og 7 og stefndi ESA því ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn. Var Íslandi stefnt fyrir brot gegn 36. gr. EES-samningsins um frelsi í þjónustuviðskiptum og hins vegar gegn gr. 3.1 í tilskipuninni um útsenda starfsmenn.

Article 36(1) EEA reads:

Within the framework of the provisions of this Agreement, there shall be

no restrictions on freedom to provide services within the territory of the

Contracting Parties in respect of nationals of EC Member States and

EFTA States who are established in an EC Member State or an EFTA

State other than that of the person for whom the services are intended.

Uppleggið er sem sagt það að sé hindrun í vegi viðskipta með þjónustu að menn fái greidda veikindadaga og séu slysastryggðir! Situr það ekki vel? En þegar til kastanna kom tók dómurinn ekki afstöðu með hvaða hætti gr. 5 og gr. 7 stríddu gegn þjónustufrelsinu, því hann komst að þeirri niðurstöðu að greinarnar brytu gegn gr. 3.1 í tilskipuninni um útsenda starfsmenn og lét það duga.

Ágreiningsákvæði tilskipunar um útsenda starfsmenn

Fljótt á litið þá virðast ákvæði greinar 3.1 vera nokkuð jákvæð. Tekið er fram að aðildarríki skuli tryggja útsendum starfsmönnum ákveðin réttindi, talin upp í liðum a til g, hvort sem er með lögum eða heildstæðum kjarasamningum. Þá segir að hugtakið “lágmarkslaun” sé notað eins og það er skilgreint í lögum gistilandsins eða samkvæmt hefð í því landi. Þá segir í 7. gr. að gr. 1-6 skuli ekki koma í veg fyrir að starfsmenn njóti hagstæðari kjara og vinnuskilyrða. Loks segir að aðildarþjóðir megi setja lög, (sem séu í samræmi við EES-samninginn) með tilvísun í “public policy”. Því gæti virst með eðlilegum lesskilningi, að ákvæði laga “45 um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja...” ættu vel að geta rúmast innan þessa ramma, sérstaklega þar sem andi laganna virðist vera sá almennt að veita útsendum starfsmönnum ákveðna vernd og réttindi. (Sjá fullan enskan texta hér að neðan.)

Snúið upp á almenna skynsemi í pólitískum tilgangi

EFTA-dómstólnum, eins og Evrópudómstólnum áður, tekst hins vegar að lesa þennan texta með allt öðrum hætti. Evrópudómstólinn reið á vaðið með Laval-dómnum og EFTA-dómstóllinn fylgir síðan í fótspor hans.

Í úrskurði sínum byrjar dómstólinn á að benda á að formála (preamble) tilskipunarinnar sé að finna grein 13 sem kveði á um að aðildarríkin þurfi að samræma lög sín svo tryggja megi lágmarksvernd útsendra starfsmanna; slíka samræmingu sé einungis hægt að tryggja með ESB-löggjöf. (Greinin er því í raun röksemdafærsla fyrir nauðsyn tilskipunarinnar sem slíkrar.)

Næsta ályktun sem dómurinn dregur af formálagrein 13, er svo þar sem dómurinn byrjar alvarlega að snúa upp á almenna skynsemi í pólitískum tilgangi; Hann segir að þar sem að nauðsyn sé á að samræma löggjöfina, verði að draga þá ályktun að liðir a til g, í grein 3.1 séu tæmandi. Það megi með öðrum orðum ekki tryggja lágmarksréttindi starfsmanna á öðrum sviðum en nákvæmlega þeim sem þar eru talin upp! Ef gefa eigi aðildarríkjum leyfi til að tryggja réttindi á fleiri sviðum, yrði það til að eyðileggja skilvirkni tilskipunarinnar!

Bíðum við! Hvernig má það eyðileggja virkni tilskipunar sem segir að starfsmanni skuli að lágmarki vera tryggð réttindi A og B, þó svo að einhver ríki vilji bjóða honum að auki, réttindi C og D? Fyrir mér, sem ólöglærðum manni, er þetta hreint bull! (EFTA dómstólinn ber reyndar fyrir sig úrskurð Evrópudómstólsins í Laval málinu – en hingað til hefur það ekki gert niðurstöður réttari, þó svo sama vitleysan sé endurtekin tvisvar!)

Lagalegar hártoganir á röngum forsendum

Nú þegar dómstóllinn hefur gefið sér þessa (röngu) forsendur, þá fer hann að snúa sér að efni greina 5 og 7 í íslensku lögunum og þá byrja hinar lagalegu hártoganir. Samkvæmt 3.1 c lið megi bara tryggja starfsmönnum lágmarkslaun – og þá fer rétturinn að velta fyrir sér hvað teljist til slíkra launa. Ísland, stutt af lagaálitum frá Noregi og Finnlandi, hélt því fram að réttur til greiðslu veikindadaga væri hluti af launum. Dómurinn kemst ekki hjá því að viðurkenna það sem stendur í tilskipuninni að það sé réttur aðildarríkja að skilgreina sjálf hvernig skuli skilgreina lágmarkslaun – en segir svo einfaldlega að sá réttur sé ekki óskilyrtur. Dómurinn segir að það skipti engu máli hvernig ILO eða aðrir skilgreini laun og blæs svo aðrar á röksemdir Íslendinga. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að greiðslur fyrir veikindadaga teljist ekki til launa, eins og dómurinn telur að þau eigi að skilgreina. Ergo gr. 5. í lögum nr 45, 2007, er ólögleg og hún skal út!

Hann afgreiðir síðan 7. gr. með svipuðum hætti, slysatrygging falli ekki undir upptalninguna í liðum a til g og dæmir hana ólöglega líka.

Sjálfræði ríkjanna bara að nafninu til

Þá var það síðasta tromp Íslands, sem var að vísa til þess að við hefðum leyfi til að setja svona “hræðileg” lög með tilvísun í það “public policy” og myndi orðrétt þýðast sem opinber stefna. En það er ekki meining, eins og EFTA-dómstóllinn vill horfa á málið. Í röksemdafærslu sinni segir hann að undantekningin frá ákvæðum tilskipunarinnar sem megi fá með tilvísun í public policy, sé í raun undantekning frá meginreglunni um frelsið til að veita þjónustu. Þó svo að aðildarríkin séu ennþá, að nafninu til (in principle) frjáls til að ákveða hvað heyri undir “public policy” í ljósi hagsmuna og þarfa hvers aðildarríkis, þá verði að túlka “public policy” í samhengi EES, og sérstaklega þegar til public policy er vísað sem réttlætingar á undantekningu frá meginreglunni um frjáls þjónustuviðskipti, þröngt. Annars geti aðildarríkin bara túlkað public policy eins og þeim sýnist án nokkurrar stjórnar stofnana EEA! Dómstólinn kemst því að þeirri niðurstöðu að aðildarríki megi bara vísa til public policy sem ástæðu til að setja lög eftir eigin höfði, ef að það telst vera raunveruleg og nægjanlega alvarleg ógn sem steðji að grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins! Að sjálfsögðu kemst dómstólinn að þeirri niðurstöðu að það sé ekki ógn við grundvallarhagsmuni íslensks þjóðfélags þó svo að greinar 5 og 7 verði fjarlægðar!

(The public policy exception is, more fundamentally, a derogation from the principle of freedom to provide services. While the EEA States are still, in principle, free to determine

the requirements of public policy in the light of their national needs, the notion of

public policy in the EEA context, particularly when it is cited as justification for

a derogation from a fundamental freedom, must be interpreted strictly, so that its

scope cannot be determined unilaterally by each EEA State without any control

by the EEA institutions. It follows that a public policy provision may be relied

upon only if there is a genuine and sufficiently serious threat to a fundamental

interest of society.)

Lýðræðislegri og skynsamri lagasetningu rústað í nafni frelsins

Þar með er búið að rústa lögum nr. 45 27. mars “um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra”. Búið er að þrýsta á að gr. 8.,10., og 11. hefur verið breytt þannig að nú er erfiða fyrir Vinnumálastofnun að gegna eftirlitshlutverki sínu en áður, og nú bíður Alþingis að gera enn á ný breytingar á lögunum með afnámi greina 5. og 7.

Það sem að þessi saga sýnir er að menn verða vera mjög á varðbergi gagnvart dómstólum eins og EFTA-dómstólnum og Evrópu-dómstólnum. Þeir eru ekki eins hver annar dómstóll sem er að reyna að komast að réttlátri niðurstöðu í deilum tveggja. Þeir hafa hvor um sig hliðstæð hlutverk; að passa upp á grunnsáttmála ESB og EES-samninginn, sem byggir á sömu grunnsáttmálum um fjórfrelsið. Til þess að geta gegnt því hlutverki varðhundsins skirrast þeir ekki við að beita öllum þeim meðölum og rökum sem þeir þurfa.

-phh

Hér á eftir kemur svo grein 3.1. í tilskipuninni um útsenda starfsmenn sem til er vitnað:

(3)1. Member States shall ensure that, whatever the law applicable to the

employment relationship, the undertakings referred to in Article 1(1)

guarantee workers posted to their territory the terms and conditions of

employment covering the following matters which, in the Member State

where the work is carried out, are laid down:

- by law, regulation or administrative provision, and/or

- by collective agreements or arbitration awards which have been

declared universally applicable within the meaning of paragraph 8,

insofar as they concern the activities referred to in the Annex:

 

(a) maximum work periods and minimum rest periods;

(b) minimum paid annual holidays;

(c) the minimum rates of pay, including overtime rates; this point does not

apply to supplementary occupational retirement pension schemes;

(d) the conditions of hiring-out of workers, in particular the supply of

workers by temporary employment undertakings;

(e) health, safety and hygiene at work;

(f) protective measures with regard to the terms and conditions of

employment of pregnant women or women who have recently given

birth, of children and of young people;

(g) equality of treatment between men and women and other provisions on

non-discrimination.

 

For the purposes of this Directive, the concept of minimum rates of pay

referred to in paragraph 1(c) is defined by the national law and/or

practice of the Member State to whose territory the worker is posted.

...

7. Paragraphs 1 to 6 shall not prevent application of terms and

conditions of employment which are more favourable to workers.

...

8. ‘Collective agreements or arbitration awards which have been

declared universally applicable’ means collective agreements or

arbitration awards which must be observed by all undertakings in the

geographical area and in the profession or industry concerned.

...

10. This Directive shall not preclude the application by Member States, in

compliance with the EEA Agreement, to national undertakings and to the

undertakings of other States, on a basis of equality of treatment, of:

- terms and conditions of employment on matters other than those

referred to in the first subparagraph of paragraph 1 in the case of public

policy provisions,

- terms and conditions of employment laid down in the collective

agreements or arbitration awards within the meaning of paragraph 8 and

concerning activities other than those referred to in the Annex.

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/

Eggert Sigurbergsson, 20.1.2012 kl. 09:38

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það nennir enginn að lesa þetta Eggert.

Reyndu að taka þetta saman og settu þetta fram einsog maður.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2012 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband