Leita í fréttum mbl.is

BBL og kókið!

Haraldur BenedikssonHaraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar þetta í leiðara nýjasta Bændablaðsins (er hann blaðamaður líka?):

"Ein af uppáhalds falsrökum aðildarsinna að Evrópusambandinu er að matarverð muni lækka á Íslandi við aðild. Skeyta þeir engu um staðreyndir í þeim efnum. Nú ber svo við að fyrirtæki eitt hefur flutt til landsins erlent kók. Kókið er keypt á Spáni og ástæðan sú að ekki samdist um verð við innlendan framleiðanda. Í fréttum af málinu hefur það verið fullyrt að innkaupin frá Spáni séu hagkvæmari en að skipta við íslenska kókframleiðandann. En er þeim verðmun skilað til neytenda? Nei, spænska kókið er selt á sama verði og það íslenska. Fyrirtækið nýtir tækifærið einfaldlega til að ná meiri framleiðni úr vörunni. Er það ekki alveg skiljanlegt og varla hægt að gagnrýna? Fyrirtækið nýtir einfaldlega kaupmátt neytenda og greiðsluvilja. Sem er eðlilegt er það ekki? Hitt er athyglisvert að Neytendasamtökin eða Samtök verslunar og þjónustu, sem sérstakir gæsluaðilar neytenda, láta ekkert í sér heyra. Er það ekki undarlegt? Kannski ekki, því auðvitað er það verðþol markaðarins sem ræður verðlagningunni. Það mun örugglega reynast sama niðurstaða með innflutta matinn eftir inngöngu í ESB."

Þetta er nokkuð dæmigert fyrir einfeldnina í málflutningi Nei-sinna og dæmið náttúrlega algerlega ómarktækt. 

Ein tegund af gosdrykk, samkeppni hverfandi og alls ekki svokölluð nauðsynjavara á ferðinni. Haraldur yfirfærir þetta svo yfir á HEILAN MATVÖRUMARKAÐ, þar sem fjöldi vörutegunda skiptir þúsundum og söluaðilar eru einnig fjöldamargir. 

Er þetta virkileg það besta sem Bændasamtökin geta gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég var að lesa þennan leiðara rétt áðan á Subway... ég svelgdist á vatninu einsog fólk segir.

Þarna kem ég aftur að þessum tvískinnungi NEI-sinna.

Þeir neita að viðurkenna að vöruverð lækka.. og í sömu fullyrðingi segja þeir að ódýr innflutt matvælu mun rústa landbúnaðinum.

Ef innflytjendur mun ekki selja vörur sínar ódýrar en einungis auka framlegð sína.... við hvern eru þá bændur hræddir?

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 21:47

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með þessari grein frá fromanni Bændasamtakanda er hann að segjast ekki óttast verðsamkeppni.

En það er klárt mál að Bændasamtökin óttast ESB.

Ef það er ekki verðið þá hlítur það að vera gæðin sem bændur óttast (að erlendar landbúnaðarvörur eru betri). En þá fer rökin "bestu landbúnaðarvörur í heimi" út í buskann.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 22:12

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er klárt að óniðurgreiddur íslenskur kjúklinga og svínakjöt mun lækka þegar niðurgreiddur ESB kjúklingur og svínakjöt flæða inn á markaðinn, við getum líka bara gert eins og ESB og niðurgreitt kjúkling og svínakjöt við mikinn fögnuð skattgreiðenda ÁN ÞESS AÐ GANGA Í ESB.

Eggert Sigurbergsson, 19.1.2012 kl. 22:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2008:

"Kíló af íslenskum KJÚKLINGABRINGUM á 30% afslætti í Bónus 1.554 kr. (merkt verð 2.220 kr.).

Kíló af hollenskum kjúklingabringum með engum afslætti 4-5 evrur (680-850 kr. á núverandi gengi).

Niðurstaða: Verð á kjúklingabringum á Íslandi er ÞREFALT HÆRRA en í Hollandi."

Þorsteinn Briem, 19.1.2012 kl. 22:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.7.2011:

"Sauðfjárbændur hafa tekið á sig verulegar aðfangahækkanir undanfarin ár.

Áburðarverð hefur þrefaldast, olía ríflega tvöfaldast og rekstrarkostnaður í heild hækkað um rúm 170% frá 2005
."

Sauðfjárbændur svara Gylfa Arnbjörnssyni

Þorsteinn Briem, 19.1.2012 kl. 22:41

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eggert.

Ég heyri ekki mikinn fögnuð með þessa 11 milljarða sem við hendum í landbúnaðarkerfið á ári nú þegar.

Dýrasta landbúnaðarkefi heims skv OECD.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2012 kl. 22:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2010 voru flutt inn til Íslands 66,7% af mat- og drykkjarvörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og 88,3% af eldsneyti og smurolíum.

Vöruviðskipti við útlönd árið 2010


Og gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 113,82% frá ársbyrjun 2006.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá áramótum hefur gengið HÆKKAÐ um 0,57%.

Þorsteinn Briem, 19.1.2012 kl. 22:58

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB stjórnirnar á Íslandi og í Brussel-Evrópu leyfa íslendingum ekki að kjósa um ESB aðild. Áður en Ísland sótti um sögðu stjórnirnar að íslendingar fengju að kjósa innan skamms tíma vegna þess að Ísland væri þegar með 70-80% lögjöf ESB.ESB stjórnirnar  á Ísland og Evrópu ætla augljóslega ekki að leyfa neinar kosningar um ESB fyrr en þeim þóknast.Allt sem ESB stjórninar segja um að leyfa íslendingum að kjósa er ekkert annað en lygar einar til að blekkja almenning á Íslandi.EN kosningar til Alþingis eru stutt undan.Þá geta íslendingar komið ESB eiræðisstjórninni frá.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 20.1.2012 kl. 10:34

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingin var bjartsýn að ESB umsóknin mundi gagna vel en tafirnar í landúnaðar og sjávarútvegi getur skrifast á Jón Bjarnason.. þingmann VG.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2012 kl. 10:40

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi umsókn Össurar & Co. er gersamlega gegn vilja þjóðarinnar, hefur alltaf verið, og enn er það svo, sjá hér: Vaxandi andstaða við ESB-aðild – frétt frá í gær, með mynd af Össuri ykkar hlæjandi framan í útþenslumálaráðherra Evrópusambandsins, gamla marxistann Štefan Füle.

Verð á minnihluta matarvara myndi lækka. Esb-sinnum er ósárt um, að Esb-löggjöf verði hér æðsta máttarorðið bæði um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, að störf flytjist héðan til útlanda og að landbúnaður okkar myndi lenda í enn meiri kröggum en sá finnski.

Esb-sinnar trúa líka á pappírsfjöll (finnskir jafnt sem brezkir bændur eru tímunum saman í hverri viku að fylla út eyðublöð fyrir Esb.) og virðast ekki mjög hlynntir sjálfstæðu flugi smærri flugfélaga út á land, ekki frekar en einkafluginu, sem nú er að lenda í sínum verstu hremmingum vegna opinberra aðila hingað til, með fráleitri skattheimtu Esb.

Jón Valur Jensson, 20.1.2012 kl. 16:23

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Evrópusambandinu eru MÖRG smá ríki og þau hefðu AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI viljað fá aðild að sambandinu EF þau hefðu þar ENGIN áhrif.

Og íslenska ríkið tekur NÚ ÞEGAR upp MEIRIHLUTANN af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Tugþúsundir Íslendinga munu ekki gera upp hug sinn varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrr enn samningur um aðildina LIGGUR FYRIR, þannig að allt stagl núna um skoðanakannanir varðandi aðildina er harla lítils virði.

Um 58% Króata styðja aðild landsins að Evrópusambandinu í nýrri skoðanakönnun.


"Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um ESB-aðild í Króatíu 22. janúar næstkomandi. Niðurstaða hennar er ekki bindandi fyrir stjórnvöld en verði aðild samþykkt er áformað að Króatía verði 28. aðildarríki ESB 1. júlí á næsta ári.

STUÐNINGUR Króata við aðild að Evrópusambandinu hefur
AUKIST VERULEGA frá apríl síðastliðnum, þegar skoðanakönnun sýndi að um 26% þeirra vildu að Króatía fengi aðild að sambandinu."

Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 17:05

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 17:08

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini Briem virðist velja að skrifa það sem honum hentar.

Skoðið þetta hér:

1. Steini: Í Evrópusambandinu eru MÖRG smá ríki og þau hefðu AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI viljað fá aðild að sambandinu EF þau hefðu þar ENGIN áhrif.

a) Var það röksemd annarra, að þau hefðu þar ENGIN áhrif?

b) Svíar, sem hafa meira atkvæðavægi (2,90%) en Finnar (2,03%) í ráðherraráðinu, eru strax farnir að kvarta undan takmörkuðum áhrifum sínum í Esb.

c) Frá 1. nóv. 2014 verður vægi beggja landanna miklu minna, atkvæðavægi Finna hrapar niður í 1,07% í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu. Steina finnst þetta örugglega mjög áhrifaríkt, sbr. um Ísland hér rétt á eftir!

d) Jafnvel Finnar hafa talað um sig sem eitt smærri ríkjanna, en ambassador þeirra, Timo Summa, hefur sagt að þeir hafi þar sín áhrif og bent Íslendingum sérstaklega á það, þeir þurfi því ekki að kvíða áhrifaleysi! En þó að atkvæðavægi Finna næstum helmingist árið 2014 og verði ekki til að hrópa húrra fyrir, yrði atkvæðavægi okkar samt næstum 18-falt minna en þeirra þá (og nær 34-falt minna en vægi þeirra nú)!!!

2. Steini: Og íslenska ríkið tekur NÚ ÞEGAR upp MEIRIHLUTANN af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif. - Hvort tveggja er rangt hjá Steina.

a) Við höfum tekið upp margfalt minna af heildarlöggjöf þar en hann heldur hér fram, t.d. ekkert af sáttmálunum og nær ekkert á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs.

b) Á EES-lagaverkið leyfist okkur að hafa áhrif, fyrst í nefnd með Norðmönnum og Liectensteinum og eftir að það er sent hingað til yfirferðar með áhrifum í ráðuneytum og í Alþingi, ef við viljum (höfum jafnvel breytt EES-vökulögum bílstjóra eftir á); forsetinn hefur einnig málskotsrétt til þjóðarinnar vegna EES-laga og þjóðin þar með líka sinn úrslitarétt, en Esb-lögin yrðum við sem Esb-þjóð að kokgleypa, þau kæmu aldrei fyrir Alþingi né forsetann, heldur yrðu að lögum hér samstundis, þegar þau yrðu samþykkt úti.

3. Steini: ...allt stagl núna um skoðanakannanir varðandi aðildina er harla lítils virði, og svo bætir Steini við: Um 58% Króata styðja aðild landsins að Evrópusambandinu í nýrri skoðanakönnun.

a) Króatar eru margfalt stærri þjóð en við og hafa ALLS EKKI sambærilegra hagsmuna að gæta og við.

b) Steini á ekki að einblína á skoðanakannanir Króata (hversu mjög sem örlög okkar á handboltasviðinu eru þessa stundina komin undir því, að þeir vinni Norðmenn), heldur virða niðurstöður kannana okkar sjálfra!

c) Í öllum 13 (10) skoðanakönnunum eftir umsóknina, frá 4.8. 2009 og áfram, þar sem spurt hefur verið, hvort menn vilji, að Ísland gangi í Esb., hefur svarið verið eindregið NEI! - NEI gegn JÁI hefur verið í þessum hlutföllum (óákveðnir ekki taldir með): 48,5%/34,7% --- 50,2/32,7 --- 61,5/38,5 --- 54/29 (könnun á vegum Hásk. í Bifröst) --- 55,9/33,3 --- 60,0/24,4 --- 69,4/30,5 --- 60/26 --- 50,5/31,4 --- 61,1/38,9 --- 55,7/30 --- 50,1/37,3 --- 64,5/35,5 --- og í könnun, sem birt var í gær, var hlutfallið 63/37, miðað við þá eina, sem afstöðu tóku.

b)

Jón Valur Jensson, 20.1.2012 kl. 20:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja að Ísland EIGI ÁFRAM aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu OG HAFI ÞAR ENGIN ÁHRIF, þrátt fyrir að TAKA UPP FLEST LÖG Evrópusambandsins!!!

Þeir vilja hins vegar EKKI að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og HAFI ÞAR ÁHRIF á löggjöf sambandsins og Schengen-samstarfið!!!

Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 20:57

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 20:59

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn:

"16. gr.

1.
RÁÐIÐ skal fara með löggjafar- og fjárveitingarvald ÁSAMT EVRÓPUÞINGINU. Það skal annast stefnumótun og samræmingu eins og mælt er fyrir um í sáttmálunum.

2.
Í ráðinu skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna, á ráðherrastigi, sem hefur heimild til að skuldbinda ríkisstjórn viðkomandi ríkis og greiða atkvæði fyrir hennar hönd.

3.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.

Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst.

Mælt er fyrir um annað fyrirkomulag varðandi aukinn meirihluta í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 21:06

17 Smámynd: Hermann Sölvason

Hef búið meir en 20 ár í EU ríki og hef ekki getað séð mikla lækanir á matvælum, þvertum Ostur Mjólk, Brauð og Grænmeti, hækaði mest, það sem kallast hér Skrepmat var enkvað ódirara. 'Eg hef unnið mikið með mönnum frá Þískalandi, Spáni og Portugal, fyrir utan Norðurlöndin, engin af þeim eru jákvæðir bara misjafnlega neikvæðir, sérstaklega Spánverjar og Portugalar, reyndar Þískarar líka, sérstaklega með gjaldmiðilinn, 

Hermann Sölvason, 20.1.2012 kl. 21:06

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn:

"16. gr. ...

3.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.

Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."

Í 16. gr. Lissabon-sáttmálans
er því EKKI kveðið á um að þessir fjórir fulltrúar þurfi að vera fulltrúar ákveðins íbúafjölda í Evrópusambandnu til að geta stöðvað framgang mála í Ráðinu.

Fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum Evrópusambandsins gætu þannig verið fylgjandi ákveðinni tillögu í Ráðinu en fjögur ríki andvíg tillögunni gætu fellt hana.


Í öðru tilfelli gætu Ítalía, Spánn og Pólland með samtals 28,6% af íbúafjölda Evrópusambandsins ekki fellt tillögu í Ráðinu án þess að fá að minnsta kosti eitt ríki í lið með sér.

Og þá skiptir engu máli hvort það ríki væri til að mynda Slóvenía með 0,4% af íbúum Evrópusambandsins eða Rúmenía með 4,4% af íbúum sambandsins.

Sex stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýskaland (16,7%), Frakkland (12,8%), Bretland (12,3%), Ítalía (11,9%), Spánn (8,9%) og Pólland (7,8%), með 70,4% af íbúum Evrópusambandsins, ásamt Rúmeníu (4,4%), Hollandi (3,3%), Grikklandi (2,3%), Portúgal (2,2%), Belgíu (2,1%), Tékklandi (2%), Ungverjalandi (2%), Svíþjóð (1,8%) og Austurríki (1,7%), eru fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum sambandsins.

Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 21:11

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ofangreint er STAÐFEST af kennara mínum í Evrópurétti, prófessor Mariu Elviru Mendez Pinedo.

Þorsteinn Briem, 20.1.2012 kl. 21:21

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég eins og margir Esb-andstæðingar og Esb-"aðildar"-andstæðingar er andvígur því að við séum í Schengen og á EES.

Svo er þetta rangt hjá þér, Steini, með neitunarvaldið. Í stað þess að segja: "Fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum Evrópusambandsins gætu þannig verið fylgjandi ákveðinni tillögu í Ráðinu en fjögur ríki andvíg tillögunni gætu fellt hana," gæturðu þá alveg eins sagt: "Fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum Evrópusambandsins gætu þannig verið fylgjandi ákveðinni tillögu í Ráðinu en fjögur ríki andvíg tillögunni gætu fellt hana."Fimmtán ríki með samtals <99,39% af íbúum Evrópusambandsins gætu þannig verið fylgjandi ákveðinni tillögu í Ráðinu en fjögur núverandi Esb-ríki andvíg tillögunni gætu fellt hana, eftir 1. nóv. 2014," því að hér á ég við þessi fjögur: Möltu með 0,08% atkvæðavægi frá 1.11. 2014, Lúxemborg með 0,10%, Kýpur með 0,16% og Eistland með 0,27% (= alls 0,61%).

Ef Ísland væri þarna líka, gæturðu orðað þessa vitlausu hugmynd þína þannig: "Fimmtán ríki með samtals <99,60% af íbúum Evrópusambandsins gætu þannig verið fylgjandi ákveðinni tillögu í Ráðinu en fjögur núverandi Esb-ríki andvíg tillögunni gætu fellt hana, eftir 1. nóv. 2014," þ.e.a.s. þessi fjögur: Ísland með 0,06% atkvæðavægi frá 1.11. 2014, Möltu með 0,08%, Lúxemborg með 0,10% og Kýpur með 0,16% (= alls 0,40%).

Þessi stjörnugalna hugmynd þín, byggð á mislestri á 16. greininni, er vitaskuld alveg út úr kú, enda stofnuðu stórveldi Evrópu ekki til þessa Esb. til þess að láta smáríki kúga sig &#150; þvert á móti!

Fjögur stór ríki þar geta hins vegar beitt neitunarvaldinu gegn öllum hinum ríkjunum, þ.e.a.s. með því að vera með a.m.k. 35% af íbúafjölda Evópusambandsins, og það verða Þýzkaland (16,41%), Frakkland (12,88%), Bretland (12,33%), Ítalía (12,02% og Spánn (9,17%) &#150; hvaða fjögur ríki sem er af þessum fimm ríkjum, gætu raunar miðlungsstór ríki dugað til með tveimur þeim stærstu.

Jón Valur Jensson, 20.1.2012 kl. 23:04

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

... gætirðu orðað ...

Jón Valur Jensson, 20.1.2012 kl. 23:06

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ofangreint er STAÐFEST af kennara mínum í Evrópurétti, prófessor Mariu Elviru Mendez Pinedo.


Að sjálfsögðu trúir þú hvorki prófessorum í Evrópurétti né því sem stendur skýrum stöfum í 16. gr. Lissabon-sáttmálans:

"Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."

Fulltrúar fjögurra fámennustu ríkja Evrópusambandsins geta því frá 1. nóvember 2014 stöðvað framgang mála í Ráðinu, samkvæmt 16. gr. Lissabon-sáttmálans.

Þorsteinn Briem, 21.1.2012 kl. 00:13

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sem sagt: ef Ísland færi inn, þá gætu að þínu mati (orð þín, Steini, eru ekki hennar orð!) þjóðríki með 0,4% af íbúafjölda Evrópusambandsins og 0,4% atkvæðavægi í ráðherraráðinu stöðvað framgang mála þar!

Mikil er ímyndunarveiki þín, Steini, ef þú heldur að Esb. sé á leið með að AUKA neitunarvald hinna smæstu og leyfa þeim að stöðva framgang þeirra mála sem stóru ríkin telja til brýnna nauðsynjamála. Væri þetta svo (og það er það ekki, sjá fyrri umræðu okkar á eldri vefslóð hér), þá mættirðu vita, að Evrópusambandið myndi fljótt snúa sér að því að útrýma slíku neitunarvaldi. Og þú veizt, að Esb. er ekkert hætt að smíða lög og er heldur ekki að minnka valdheimildir sínar nú um stundir &#150; þvert á móti, það er jafnvel farið að ryðjast yfir stjórnarskrá Ungverja (eins og því var gefin heimild til með aðildarsamningi við það land eins og önnur&#150;&#150;&#150;menn hafa bara verið SOFANDI yfir hvað það þýddi!), fyrir utan átroðninginn á fjárlagavald hinna einstöku ríkja og skipunarvald um forsætisráðherra (úr býrókrataröðum í Brussel) í bæði Grikklandi og Ítalíu. Og fyrrv. utanríkisráðherra Þýzkalands, Joschka Fischer, vill ganga enn lengra, sjá hér: Evrópusambandið evrópuvætt (og segir þar m.a., ykkur til upplýsingar: "Þar sem evrusvæðið hefur ekki getað brugðist með afgerandi hætti við vandanum hefur það misst tiltrúna sem er mikilvægasta eign hvers gjaldmiðils. Verði pólitísku völdin í Evrópusambandinu ekki evrópuvædd, þannig að núverandi ríkjabandalag verði að sambandsríki, mun evrusvæðið &#150; og allt Evrópusambandið &#150; leysast upp.")

Hann er þarna i fullu samræmi við þegar markaða stefnu Esb., sbr. þetta:

"Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.&#148; (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi 1.11. 2014; þá hrapar t.d. atkvæðavægi Möltu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands yrði aðeins 0,06%.

Ef Steini Briem heldur, að þessari stefnu Esb. "að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald" hafi verið framfylgt með því að setja inn í Lissabon-sáttmálann ákvæði sem gefið hafi jafnvel smæstu smáríkjum þar kverkatak á öllum hinum, þá er hann á miklum villigötum og ætti að koma sér til Brussel sem fyrst til að sannfærast um bitran sannleikann &#150; ef þeir þá vilja svipta hann blekkingunni!

Jón Valur Jensson, 21.1.2012 kl. 03:05

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það er sama hvað þú rembist hér eins og rjúpan við staurinn við að BÚA TIL ákvæði í 16. gr. Lissabon-sáttmálans.

Fulltrúar fjögurra fámennustu ríkja Evrópusambandsins geta frá 1. nóvember 2014 stöðvað framgang mála í Ráðinu, samkvæmt 16. gr. Lissabon-sáttmálans:

"Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."

Og Lissabon-sáttmálanum er EKKI hægt að breyta nema með samþykki ALLRA aðildaríkja Evrópusambandsins.

Þorsteinn Briem, 21.1.2012 kl. 06:45

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

EVRÓPUSAMBANDIÐ OG UNGVERJALAND:

17.1.2012:


"Orban [forsætisráðherra Ungverjalands] has been under fire from the European Parliament AND CIVIL RIGHTS ORGANIZATIONS that fear he could push the country back into authoritarianism, by imposing government control over institutions whose independence is PROTECTED BY EU TREATIES."

The European Union sues Hungary, fearing authoritarianism

Þorsteinn Briem, 21.1.2012 kl. 06:46

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland á aðild að fjölmörgum alþjóðastofnunum þar sem teknar eru ákvarðanir um sameiginleg markmið og reglur sem aðildarríki eru skuldbundin til að innleiða og hafa æ meiri þýðingu að innanlandsrétti.

Stór hluti íslenskra réttarreglna á uppruna sinn í alþjóðaskuldbindingum og þannig eru áhrif þjóðaréttarins og alþjóðasamstarfs á íslensk lög og réttarskipan ótvíræð."

Þjóðaréttur, Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson, 2011, bls. 12.

Þorsteinn Briem, 21.1.2012 kl. 06:55

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tókstu ekki einu sinni eftir þessum orðum, Steini:

"...en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."

En hvað segir svo þar á undan um AUKINN MEIRIHLUTA? Hvernig er hann skilgreindur?

Má hann nema innan við 1% heildaratkvæðavægis í ráðherraráðinu? NEI!

Innan við 10% ? &#150; NEI !!!

Innan við 30% ? &#150; NEI !!!!!

Reyndu nú að lesa þessa stafliði 16. greinar aftur, þér nægir ekki bara að cópera þá, þú þarft að hafa kvarnirnar í gangi (mín leturbreyting hér):

"3. Ráðið skal taka ákvörðun með AUKNUM MEIRIHLUTA nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4. Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins."

Fjögur smáríki ná ALDREI rúmlega 35% af íbúafjölda Evrópusambandsins, sem til þyrfti til að skáka þessari reglu um bindandi gildi samþykkta ríkja með 65% af íbúafjölda Sambandsins, ríkja sem jafnframt eru a.m.k. 55% af fjölda þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu.

Q.e.d., einu sinni enn! Og lemdu nú hausnum við stein, einu sinni enn!

Svo sést í innleggi Steina kl. 06:46, að hann réttlætir yfirgang Esb. gagnvart Ungverjalandi, af því að einhverjum "mannréttindasamtökum" (sem eru iðulega einberir þrýstihópar sérhagsmuna) hafi þókknazt að ráðast á stjórnarskrárbreytingar þar.

Steini myndi eflaust ráðast á lagabreytingar hér, ef Esb. hefði gengið þar á undan með ljótu fordæmi að ráðast á þær.

Jón Valur Jensson, 21.1.2012 kl. 20:30

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Lissabon-sáttmálinn:


"16. gr. ...

3.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.

Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst."

Aðildarríki Evrópusambandsins eru nú 27 og minnihluti fulltrúa í Ráðinu er því samkvæmt 16. gr. Lissabon-sáttmálans tólf fulltrúar EÐA færri, þar sem fimmtán fulltrúa EÐA fleiri þarf nú til mynda þar aukinn meirihluta, AÐ MINNSTA KOSTI 55% þeirra sem sæti eiga í Ráðinu.

Og þessir fimmtán fulltrúar þurfa að vera fulltrúar AÐ MINNSTA KOSTI 65% af íbúafjölda sambandsins.

Aukinn meirihluti í Ráðinu GETUR VERIÐ fimmtán ríki með samtals 92,2% af íbúum Evrópusambandsins og MINNIHLUTINN því tólf ríki með samtals 7,8% af íbúum sambandsins.

Og FJÖGUR þeirra EÐA FLEIRI GETA stöðvað framgang mála í Ráðinu, samkvæmt 16. gr. Lissabon-sáttmálans.

Þorsteinn Briem, 21.1.2012 kl. 21:25

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ungverjaland verður að sjálfsögðu að fara eftir Lissabon-sáttmálanum, sem landið á aðild að.

17.1.2012:

"Orban [forsætisráðherra Ungverjalands] has been under fire from the European Parliament AND CIVIL RIGHTS ORGANIZATIONS that fear he could push the country back into authoritarianism, by imposing government control over institutions whose independence is PROTECTED BY EU TREATIES."

The European Union sues Hungary, fearing authoritarianism

Þorsteinn Briem, 21.1.2012 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband