Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Noregur og EES

FRBLÓlafur Þ. Stephensen skrifaði ágætan leiðara í FRBL þann 22.1. um Noreg og EES-skýrsluna, sem er nýútkomin þar. Leiðarinn hefst svona:

"Í síðustu viku kom út viðamikil skýrsla á vegum norskra stjórnvalda, þar sem samningum Noregs við Evrópusambandið er lýst. Sú skýrsla er um leið að verulegu leyti lýsing á sambandi Íslands við ESB, því að marga samninga við ESB eiga Ísland og Noregur sameiginlega.

Þar er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið klárlega viðamestur. Norska nefndin sem skoðaði málið kemst að þeirri niðurstöðu að EES og aðrir samningar Noregs við ESB hafi falið í sér umfangsmikla „Evrópuvæðingu" Noregs, á miklu fleiri sviðum en flesta gruni og meðal annars hafi það komið nefndinni, sem þó var skipuð færustu sérfræðingum, á óvart hversu aðlagað norskt samfélag og löggjöf sé orðið því sem gerist í ESB. Það helgist þó ekki sízt af þörfinni á því að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum og viðfangsefnum sem ekki virða landamæri og það útheimti skuldbindandi alþjóðlegt samstarf. Grundvöllur samstarfsins sé að Noregur deili bæði gildum og hagsmunum með ESB-ríkjunum 27. Óhætt er að fullyrða að það sama eigi við um Ísland."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég rakst á athyglisverðan punkt í greininni.

"Nefndin telur EES-samninginn hafa þjónað hagsmunum Noregs vel, en vandamálið við hann sé fyrst og fremst lýðræðislegt; Noregur hafi skuldbundið sig til að hlíta bæði stefnu Evrópusambandsins og lagasafni þess á mjög breiðu sviði, án þess að hafa aðild að ESB eða atkvæðisrétt innan sambandsins. „Þetta er það verð sem Noregur greiðir fyrir að njóta ávinningsins af evrópskum samruna án þess að vera meðlimur í þeim samtökum sem knýja áfram þróunina," segir í norsku skýrslunni."

Með öðrum orðum er verið að segja að reglur frá ESB hefur verið þjóðnni til hagsbóta en eini gallinn er að þjóðin er ekki í ESB.

Svo betur fer er Ísland í ESB ferli og við stöndum Noregi framar á því sviði.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband