Leita í fréttum mbl.is

ESB-málið: Stóru málaflokkarnir að bresta á

Steingrímur J. SigfússonÍ MBL í dag var fjallað um ESB-málið, en á þessu ári hefjast viðræður við ESB um "stóru málin" sjávarútveg og landbúnaðarmál (þó hlutur hans sé ekki mikið af heildarþjóðarfrmleiðslu landsins) og í frétt blaðsins sagði:

"Þetta voru gagnlegir fundir. Ég hitti fyrst Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Síðan átti ég klukkutíma fund með Mariu Damanaki [sjávarútvegsstjóra ESB] og voru þá fyrst og fremst sjávarútvegsmálin rædd. Síðan átti ég aftur fund með Füle og Dacian Ciolos [landbúnaðarstjóra ESB]. Þá var farið sameiginlega yfir stöðuna í viðræðunum og þá sérstaklega landbúnaðarmálin,« segir Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra um fundi með forystumönnum ESB í Brussel í gær.

»Það var ágætt að hitta þetta fólk. Ég var búinn að hitta Füle áður [...] og það var mikilvægt að hitta Damanaki og komast í milliliðalaust samband við hana,« segir hann um fyrsta fund sinn með Damanaki."

Steingrímur segir áhuga vera hjá ESB um að koma viðræðunum vel í gang og í frétt MBL segir ennfremur:

"Ég held að það sé áhugi á að koma þeim betur í gang, að komast í hinar eiginlegu viðræður. Ég lagði auðvitað áherslu á það af okkar hálfu að við vildum sem fyrst fara að geta látið reyna á þetta í alvöruviðræðum og vonandi tekst það. Það átta sig allir á því að þarna erum við með stóru hlutina undir, eða suma af þeim stærstu. Síðan er ekki hægt að neita því að það var svolítið rætt um makríl líka."

Í lokin segir svo í fréttinni:

"Ætli megi ekki að segja að þegar rætt er um þessi mál viðurkenna allir að Ísland hafi mikla sérstöðu og að það mun aldrei nást nein niðurstaða öðruvísi en að sú sérstaða sé viðurkennd. En í hve ríkum mæli og hvernig það yrði gert er auðvitað stóra efið. Þannig að það er ekki hægt að segja að þetta sé óvinsamlegt í þeim skilningi [...] Það liggur fyrir og er viðurkennt, t.d. í rýniskýrslunum, að ESB viðurkennir og áttar sig á sérstöðu Íslands. Hvað það þýðir þegar kemur til stykkisins í hinum eiginlegu samningum verður að koma í ljós,« segir hann."

Steingrímur er, eins og fram hefur komið, nýr sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, og hefur því forræði yfir þessum mikilvægu málaflokkum, sem efnhags og viðskiptaráðherra (opinber titill!) 

En það verður spennandi að sjá niðurstöðuna úr köflunum um sjávarútvegs og landbúnaðarmál, það er alveg á hreinu!

(Leturbreyting: ES-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.12.2011:

"Í mars næstkomandi verða fleiri samningskaflar opnaðir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB.

Framundan er að takast á við erfiða kafla í samningaferlinu, þar á meðal um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál.
"

Staðan í viðræðunum um aðild Íslands að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 21:27

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nauðsynlegt er að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig fram aftur til forseta vegna ESB aðildarumsóknarinnar.ESBeinrðisstjórninni á Íslandi er í engu treystandi.Hún væri vís til þess að hafa ráðgefandi kosningu um ESB aðild að engu og myndi hugsanlega knýja fram kosningu á Alþingi um aðildina,og láta hana standa sem aðild Íslands að ESB.Þess vegna verður Ólafur Ragnar Grímsson að halda áfram sem forseti sem gæti stöðvað valdníðsluna, hafnað að skrifa undir lögin og vísað þeim í þjóðaratkvæði.Nú verða allir að skora á forsetann að halda áfram því starfi sem hann hefur gegnt og hefur meðal annars falist í því að stöðva valdníðslu ESB á Íslandi og þess "aftaníossa" á Íslandi, þar á meðal "Elsku kallsins".

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2012 kl. 22:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.2009:

"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."

Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 23:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

DRAUMURINN UM ÍSLENSKA YFIRBURÐI:

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":


"NO ONE IS AFRAID TO WORK WITH US; people even see us as FASCINATING ECCENTRICS WHO CAN DO NO HARM and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I HOPE THAT MY ANALYSIS HAS HELPED TO CLARIFY WHAT HAS BEEN A BIG MYSTERY TO MANY.

Let me leave you with A PROMISE THAT I GAVE at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"YOU AIN'T SEEN NOTHING YET!""

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband