Leita í fréttum mbl.is

Kostuleg ummæli innanríkisráðherra á Alþingi

Ögmundur JónassonRitari veit í raun ekki hvar hann á að byrja, en þetta sagði Ögmundur Jónasson á Alþingi í morgun, þegar svokallaðir IPA-styrkir voru ræddir: "

"Hæstv. forseti. Fyrst vil ég taka fram að við höfum staðið gegn þessum styrkjum sem við teljum óeðlilega og þar vísa ég til innanríkisráðuneytisins sérstaklega en ég tala fyrir hönd þess til þess umhverfis sem ég þekki helst.

Það er alveg rétt að það þarf að gæta jafnræðis í þessum kynningarmálum og reyndar er það fólgið í því að jafnræði ríki milli aðila innan lands en ekki að það komi utanaðkomandi aðili og heimti jafnræði á borð við okkur gagnvart þeim sem taka þátt í þessari umræðu hér.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að stofnanakerfið ánetjist þessari umræðu, því að nú er talað um eldvatnið. Hvernig stendur á því að alltaf þegar bornir eru upp samningar innan Evrópusambandsins, það er mjög algeng regla, er stofnanaveldið, hvort sem það er verkalýðshreyfing, atvinnurekendasamtök eða stjórnsýslan, hlynnt (Forseti hringir.) en almenningur á móti? Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma viku eftir viku, mánuð eftir mánuð (Forseti hringir.) út til Brussel þar sem menn halda við (Forseti hringir.) á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast (Forseti hringir.) Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir, (Forseti hringir.) fleiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þetta sem er að gerast, það er þess vegna sem stofnanaveldið (Forseti hringir.) ánetjast Evrópusambandinu."

Okkur er spurn: Hvað gengur Ögmundi til? Getur hann fært rök fyrir máli sínu til stuðnings? Og erum við þá ekki háð NATO eða Sameinuðu þjóðunum líka? Og Norðurlandaráði? Vill innanríkisráðherra kannski að við drögum okkur alla leið inn í skelina og lokum á umheiminn?

Eða er hann búinn að skipa sér í þann flokk manna sem vill draga umsóknina til baka og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir? Að almenningur á Íslandi fái að taka upplýsta ákvörðun um innihald hans.

Hér á landi eru nefnilega sterkir kraftar sem vilja halda öllu óbreyttu, halda sveiflukrónunni, halda hávaxtastefnunni á lífi, sem og verðtryggingu! Aðilar sem vilja ekki samkeppni og möguleika á lægra vöruverði. Þetta eru aðilar sem hafa það gott í skjóli óbreytts ástands!

Ummæli Ögmundar hafa vakið hörð viðbrögð þeirra aðila sem hann sjálfur einu sinni var í forsvari fyrir, BSRB. Samtökin segja málflutninginn einfaldlega ómaklegan og skyldi engan undra!

Í tilkynningu segir:

"„Núverandi ríkisstjórn sóttist eftir aðild að ESB en ekki opinberir starfsmenn sem eru væntanlega aðeins að vinna vinnuna sína eins vel og þeir geta. Sú vinna felst m.a. í því að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar og undir það falla vissulega fundir erlendis vegna umsóknar um aðild að ESB. Málflutningur Ögmundar er því algerlega óásættanlegur, sérstaklega komandi frá manni í hans stöðu," segir Helga Jónsdóttir jafnframt."

Að saka fólk um dagpeningafíkn, þegar það er aðeins að vinna vinnuna sína og fara eftir lýðræðislegum ákvörðunum, verður að teljast með ólíkindum. Getur ráðherra bara komist upp með þetta?

Meira um IPA-styrki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Margur heldur mig sig.

http://www.dv.is/frettir/2011/12/7/ogmundur-hefur-fengid-ruma-milljon/

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 00:16

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þessir styrkir eru ólöglegir samkvæmt lögum okkar. Þessir styrkir eru ólöglegir samkvæmt Vienna consular frá 1963 . það hafa öll sendiráð á íslandi farið eftir þessu og meira að segja þurfti Ameríska sendiráðið að loka upplýsingaþjónustunni og bókasafni hér á árunum áður. Ég get sent þessi lög ef menn vilja.

Valdimar Samúelsson, 26.1.2012 kl. 09:30

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Við erum í Norðurlandaráði og ráðherranefnd Norðurlanda, við erum í NATO og  við erum líks hluti af SÞ, en VIÐ ERUM EKKI Í ESB. ESB er á engan hátt hægt að líkja við Norðurlandasamstarf, NATO eða SÞ. ESB er bara sjúkt efnahagssamband með hundónýtan gjaldmiðil. Maður hlýtur að vera veikur er maður vill verða meðlimur í slíku þrotabúi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.1.2012 kl. 09:45

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hér eru lög um Sendiráð starfandi á íslandi og öðrum löndum. Þið hjá Evrópu félaginu ættuð að dreifa þeim til ykkar manna. Sjá link.

http://skolli.blog.is/admin/blog/?entry_id=1219027

Ps Gott hjá þér Vilmundur

Valdimar Samúelsson, 26.1.2012 kl. 09:54

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vilhjálmur

Erum við ekki í "sjúku" efnahagssambandi með EES samninginn?

Svo kallar þú Evruna sem ónýtan gjaldmiðill.....  hvað segir annars krónan gott?  Ennþá í höftum?

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2012 kl. 10:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

"Þessir styrkir eru ólöglegir samkvæmt lögum okkar. Þessir styrkir eru ólöglegir samkvæmt Vienna consular frá 1963."

Þá ferðu létt með að höfða mál vegna þessa, ásamt félögum þínum í Heimsksýn, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 12:24

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 1,61%, gagnvart Bandaríkjadollar um 1,29% og breska sterlingspundinu um 0,06%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 45,63% og breska sterlingspundinu um 34,15%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 116,04%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 12:36

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þvílík skömm af þessu. Múgabe Íslands.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2012 kl. 15:17

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Ögmundur. Gott að hann benti á kýlið.

Svo þarf að vinda sér að því fljótlega að fara í mál.

Stofnun þessarar "stofu" er nefnilega brot gegn lögum okkar nr. 62/1978. Þau eru hér:

Lög um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi

1978 nr. 62 - 20. maí. Tóku gildi 6. júní 1978. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983) og l. 162/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007).

"1. gr. -1) Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.

1) L. 162/2006, 13. gr.

2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.

3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.

4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.

5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum -1)

Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs."

1) L. 10/1983, 74. gr.

Augljóst er, að sendiráð Esb. er að fara í kringum þessi lög með því að setja hér á fót áróðursstofu. Skiptir þar engu, hversu "hlutlægar" upplýsingar forsvarsmenn þessa áróðursbatterís segja það munu veita. Jafnvel sjálft nafnið á henni er áróður: "Evrópustofa" -- ætti að vera EvrópuSAMBANDSstofa, enda er Esb. ekki nema 42,5% af Evrópu (43% eftir formlega inntöku Króatíu). Og þessi "stofa" telur það ekki hlutverk sitt að upplýsa Íslendinga um ALRÆÐI löggjafar Esb., þegar um ágreining í lagaefnum er að ræða við hvort heldur gamla eða nýja löggjöf "aðildarríkjanna" (sbr. Harald Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði).

Og athugið: 12 manns a.m.k. virðast vera í þessu verkefni hjá Athygli og hinu þýzka samstarfsfyrirtæki þess.

Jón Valur Jensson, 26.1.2012 kl. 15:32

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Fyrst þið FULLYRÐIÐ að hér sé GREINILEGA um LÖGBROT að ræða arkið þið í Heimsksýn að sjálfsögðu á fund sýslumannsins í Reykjavík strax Á MORGUN, föstudag, og krefjist LÖGBANNS á starfsemi Evrópustofunnar hér, elsku kallinn minn.

Í leiðinni getið þið bent sýslumanni á að Hvíta-Rússland og Rússland, stærsta ríki heimsins, séu ekki í Evrópusambandinu.

Hann verður áreiðanlega glaður að frétta það.

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 16:48

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Enginn þarf að efast um Ögmund.Né jón. Né Guðfríði Lilju.Steingrímur Sígfússon stendur á tímamótum.Hann segir að úrslit aðildarumsóknarinnar verði að koma í ljós á næstunni.VG ætlar ekki að fara með málið óútkljáð í kosningarnar eftir rúmt ár.En það er nauðsynlegt að allir andstæðingar aðildar Íslands haldi vöku sinni eftir sem áður þótt úrslitin virðist liggja fyrri, að ESB aðild verði hafnað eða viðræðunum slitið sem árangurslausum og kosið verði um það ínæstu kosningum.Það eina sem virðist getað bjargað VG frá tortímingu er að það verði gert og Steigrímur J. Sigfússon, elsku kallinn hans st.litla br. virðist hafa gert sér grein fyrir því. Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2012 kl. 20:25

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.12.2011:

"Í mars næstkomandi verða fleiri samningskaflar opnaðir og svo aftur í júní í lok dönsku formennskunnar í ESB.

Framundan er að takast á við erfiða kafla í samningaferlinu, þar á meðal um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál.
"

Staðan í viðræðunum um aðild Íslands að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 21:26

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurgeir, ég met mikils þín skrif fyrir Ísland, en staðan núna í skoðanakönnun MMR er 57% á móti inngöngu í Esb., 43% með. Þetta er allt of lítill munur, og raunar ætti að vera krafizt 75% meirihluta til að samþykkja að lýðveldið verði lagt inn í stórveldi sem yfirtæki öll æðstu löggjafarréttindi hér, já, samkvæmt aðildarsáttmála. Stofnun 230 milljóna batterís "Evrópustofu" er tangarsókn að sannfæringu Íslendinga, og nú fyrst verðum við að taka sterklega til varna, megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Eitt fyrsta varnarviðbragðið þarf að vera lögbann á þessa starfsemi hinnar rangnefndu Evrópustofu.

Þar að auki var gerður leynisamningur í Brussel hinn 8. júlí 2011 og er fyrst núna að koma fyrir Alþingi og fjallar um 5.000 milljóna króna IPA-styrki. "Þessar háu fjárhæðir eiga allar að fara inn í EES-stofnanir hér á landi að kröfu ESB og hinn almenni Íslendingur ber ekkert úr býtum," segir Vigdís Hauksdóttir um málið og bendir HÉR (IPA – styrkir ESB) á alvarlegustu ákvæði samningsins, sbr. einnig samantekt hér í dag: Hneyksli afhjúpað hálfu ári eftir leynisamning ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson, 27.1.2012 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband