Leita í fréttum mbl.is

Ásdís J. Rafnar um "útbrunna umræðuhefð" í FRBL

Ásdís J. RafnarÁsdís J. Rafnar, hæstaréttarlögmaður skrifar grein í FRBL í dag sem ber yfirskriftina "Útbrunnin umræðuhefð" og kemu í henni meðal annars inn á ESB-máið. Hún segir: "Íslensk samskiptahefð hefur um nokkurt skeið helst gengið út á að gera þann sem er ekki sammála þér í einu og öllu að persónugervingi hins illa. Er það í sjálfu sér rannsóknarefni hvers vegna samskipti á opinberum vettvangi eru svona neikvæð og málamiðlanir og samvinna fjarlægur kostur. Um það er sem betur fer rætt þessa dagana. Hatrömm og tilfinningaþrungin samskipti manna eru engum til gagns, allra síst þjóðarskútunni. Sá heimur sem maðurinn skapar, verður spegilmynd af sjálfum honum. Stjórnmálaumræðan er hér næsta útbrunnin og öll málefni í meira lagi sundurlaus.

Það er mikilvægt að menn færi rök fyrir skoðunum sínum, því þá þjálfa þeir á sama tíma hugsun sína og skilning og jafnframt hugsun þeirra sem fylgjast með orðræðunni. Í fjölmennum samfélögum lærist mörgum snemma að virða viðurkennda samskiptasiði ef þeir vilja ná markmiðum sínum og gera samfélagið ánægjulegra. Meðal annars að sýna nærgætni, áhuga og virðingu í hvers konar mannlegum samskiptum."

Síðar segir Ásdís: "Evrópusambandið er samband fullvalda lýðræðisríkja sem hafa ákveðið að hafa með sér mjög nána samvinnu. Um töku ákvarðana innan þessa samstarfs gilda ákveðnar reglur. Samvinna þeirra og ákvarðanir krefjast samráðs, samskiptahæfni fulltrúa þeirra og virðingar fyrir málefnum hverrar aðildarþjóðar. Áhugavert væri að sjá þróun íslenskrar umræðu- og samskiptahefðar í því umhverfi. Það væri góður skóli og líklega sá eini sem er í boði á því sviði."

Í lokin segir svo Ásdís: "Hugsanlega felast mestir möguleikar í þeirri ákvörðun Alþingis að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þeim tilgangi að fá niðurstöðu um hvort aðild að sambandinu væri okkur hagstæð eða ekki að mati kosningabærra manna. Enginn getur sagt til um það fyrirfram hvað út úr þeim viðræðum kemur, þótt öðru sé stundum haldið fram. Það er mikilvægt að nýta þetta tækifæri til þess að yfirfara alla okkar hagsmuni gagnrýnum augum og vinna að úrbótum á þeim sviðum sem nauðsyn ber til. Spyrja í einstökum tilvikum hvernig þetta væri ef við værum aðilar að ESB! Ef til vill hafa einhverjir stjórnmálaflokkar þessar spurningar uppi innan sinna vébanda þótt það fari ekki hátt."

(Mynd: Vísir/FRBL)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því miður er ekki sjáanlegt annað en að Ásdís J. Rafnar sé blind eða hún þurfi að fá sér gleraugu.Allavega er´það ljást að hún þarf að temja sér það sem hún segir að sé ekki til staðar í þjóðfélaginu, að fólk færi rök fyrir skoðunum sínum, temji sér rökræna hugsun og skilning.Hún segir að ESB sé samband ríkja sem temji sér samráð og sameiginlega ákvarðanatöku.Engum dylst sem fylgst hefur með fréttum undanfarna mánuði að tvær persónur sem eru í forsvari fyrir tvö af ríkjum innan ESB hafa stjórnað ferðinni þar og oft án þess að hafa haft neitt samráð við önnur ESB ríki að því að séð verður.Iðulega hafa birst fráttir af einkafundum Sarkósy og Angelu Merkel og stundum fréttir af því að þau hafi verið í stöðugu símasambandi. Hvergi hefur komið fram að þau hafi haft til þess umboð annarra ríkja.Ásdís J. Rafnar á að byrja á sjálfri sér í sínum umvöndunum.Allt tal hennar er lýðskrum og blekkingar.

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2012 kl. 20:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Þýskaland og Frakkland
eru FJÖLMENNUSTU ríkin í Evrópusambandinu og því EÐLILEGT að þau ræði saman um til dæmis evruna.

Þessi tvö ríki geta hins vegar ENGAN VEGINN tekið ein ákvarðanir sem varða allt evrusvæðið eða Evrópusambandið.

Fólk getur einnig rætt saman án þess að Hádegismóri og Tígulgosinn þinn frétti af því, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 21:22

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lýðræðisást st."elsku kalls" br. er í samræmi við ESB hugsunina.Þeir eiga að stjórna smælingjunum sem eru stærri en þeir.Þessi skoðun "elsku kallsins" kemur ekki þeim á óvart sem lesið hafa skif hans. 

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2012 kl. 21:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Í Evrópusambandinu eru nú 27 ríki.

Þýskaland og Frakkland
eru með samtals 29,5% af íbúum sambandsins og þau eru þar stærstu ríkin.

Hins vegar myndu nú aðrar þjóðir í Evrópusambandinu ekki halda því fram að Þýskaland og Frakkland ráði þar öllu.

Og ég myndi í þínum sporum mun frekar hafa áhyggjur af skuldum Sandgerðis en evrunni, þegar þú biður bænirnar þínar í kveld, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 22:08

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"Elskukallinn" þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af skuldum Sandgrðisbæjar frekar en ég.Og ég hef heldur engar áhyggur af evrunni.Hún er of hátt skráð og ekki þýðir annað en að horfast í augu við það, sem ESB og "elsku kallinn " neita að gera.En það væri ráðlegt fyrir "elsku kallinn" að biðja bæði fyrir evrunni og ESB þegar hann leggst á krataeyrað, því ekki mun af veita.

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2012 kl. 22:34

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 1,61%, gagnvart Bandaríkjadollar um 1,29% og breska sterlingspundinu um 0,06%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 45,63% og breska sterlingspundinu um 34,15%.

Í fyrra, árið 2011, HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 116,04%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 26.1.2012 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband