Leita í fréttum mbl.is

Kýpur: Fullur stuðningur við umsókn Íslands í formennsktíðinni

UtanríkisráðuneytiðÁ vef Utanríkisráðuneytisins segir: "Í opinberri heimsókn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Kýpur hét Erato Kozakou-Marcoullis utanríkisráðherra Kýpur öflugum stuðningi við umsókn Íslendinga í formennskutíð landsins í Evrópusambandinu. Kýpur tekur við formennskunni af Dönum í júní.

Ráðherra fór yfir stöðu aðildarviðræðnanna og gerði grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs, sérstöðu landbúnaðar og öðrum atriðum sem verða mikilvæg í samningunum. Þá fór hann ítarlega yfir málstað Íslands í Icesave málinu og makríldeilunni.

Ráðherrarnir lýstu báðir áhuga á að efla viðskipti milli ríkjanna til að mynda með því að hvetja til þess að ferðamannastraumur milli Íslands og Kýpur verði aukinn."

Öll fréttin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband