Leita í fréttum mbl.is

Reynsluboltar mætast: Jón Baldvin og Styrmir Gunnarsson ræða "stríðið um auðlindirnar""

SamfylkinginÞað verður örugglega heitt í kolunum, en á vef Samfylkingarinnar segir þetta:

"Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu í vetur. Fundirnir eru haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir. Þriðjudaginn 31. janúar ræða þeir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri um stríðið um auðlindirnar og svara spurningunni: Hverjir vilja selja landið? Fundarstjóri verður Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur.

Fundargestir eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón Baldvin, með öllu sínu kjaftablaðri, hefur hvergi fengist til að ræða ESS samninginn, sem er fyrst og fremst verk hans og er svo vanskapaður að hann var nærri búinn að orsaka gjaldþrot Íslands, fyrir utan það vera stjórnarskrár brot, eins og nú er að koma fyrst fram sem viðurkenning.Öllum var talinn trú um að EES samningurinn væri fullkominn og myndi bjarga öllu og enginn hætta stafaði af honum, þótt annað hafi komið á daginn.Svisslendingar sáu hverskonar óskapnaður samningurinn er og að bankakerfi Sviss stafaði hætta af honum og höfnuðu líka áróðursbulli Jóns Baldvins, sem íslendingar gerðu því miður ekki.En Jón vill nú í ellinni allt til ríkisins sem er skiljanlegt þar sem ríkið borgar honum eftirlaun sem eru margföld laun verkamanns og eru þar að auki tryggð af ríkinu,svo að þau geti ekki rýrnað.Styrmir virðist vera orðinn einhverskonar umsnúningur í ellinni.Um Baldur Þórhallsson þarf ekki að ræða.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 04:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.1.2012:

"Nýtt kvótafrumvarp fyrir febrúarlok.

Sem kunnugt er var endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins tekin úr höndum Jóns Bjarnasonar, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og málið falið sérstakri ráðherranefnd sem fór yfir málið ásamt þingmönnum stjórnarflokkanna.

Hópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og kynnti hann þingflokkum stjórnarflokkanna, fyrir helgi, verkáætlun en samkvæmt henni verður byrjað að semja nýtt kvótafrumvarp strax í upphafi þessarar viku.

Nokkrir vinnuhópar verða skipaðir um einstaka kafla frumvarpsins og ráðherranefndin verður áfram til ráðgjafar.

Gert er ráð fyrir að nýtt frumvarp verði lagt fram á Alþingi fyrir lok næsta mánaðar og verði það samþykkt sem lög í vor er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi fyrsta september 2012."

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 05:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Davíð Oddsson
var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 05:35

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón Baldvin hefur farið vítt og breitt um heiminn og gortað sig af því að EES samningurinn sé hans verk.Svo það er fullseint í rassinn gripið, og það ekki í fyrsta skiptið fyrir "elsku kallinn", að fara að reyna að klína því á Davíð Oddsson. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 09:54

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

" Elsku kallinn" er ekki að segja neinar nýjar fréttir af stöðu kvótafrumvarpsins.Steingrímur var á fundi VG í Keflavík á laugardaginn og vissi meira um stöðu þeirra mála en "elsku kallinn". Það liggur allt fyrir um efni frumvarpsins sem er að fara í prentun.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 10:00

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Frumvarpið á síðan eftir að fara í gegnum Alþingi og enginn veit afdrif þess þar, né afdrif ESB einræðisstjórnarinnar á Íslandi sem er í dauðateyjunum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 10:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

7. gr. Gerðir sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samning þennan, eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, binda samningsaðila og eru þær eða verða teknar upp í landsrétt sem hér segir:
   a. gerð sem samsvarar reglugerð EBE skal sem slík tekin upp í landsrétt samningsaðila;
   b. gerð sem samsvarar tilskipun EBE skal veita yfirvöldum samningsaðila val um form og aðferð við framkvæmdina.

Lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 19:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Rúmlega
80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.

Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.

Schengen
-samstarfið

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 19:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"I didn't do it!"

"Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands 1991-2004, LENGST ALLRA, en hann var einnig borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991, utanríkisráðherra 2004-2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005."

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband