Leita í fréttum mbl.is

Meira um gjaldmiðilsmál í FRBL

Þórður Snær Júlíusson skrifar áhugaverðan leiðara í FRBL í dag um gjaldmiðilsmál, sem hefst á þessum orðum: "Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku skýrslu sína um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í henni kom fram að verð á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauðsynjavörum heimila, hefði hækkað um 60% á síðustu sex árum. Sú verðhækkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnað um meira en helming gagnvart evru á umræddu tímabili.

Í skýrslunni segir orðrétt að „eftir gengislækkun krónunnar hefur matvöruverð á Íslandi færst frá því að vera hlutfallslega mun hærra til þess að vera því sem næst jafnt meðalmatvöruverði í ESB löndum, mælt í evrum á skráðu gengi. Í krónum talið hækkaði matvöruverð hins vegar gífurlega eftir hrunið".

Samkvæmt skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýverið voru um 88% allra húsnæðislána í byrjun október síðastliðnum verðtryggð. Ársverðbólga mælist nú 6,5% sem hefur bein hækkunaráhrif á höfuðstól verðtryggðra lána. Hún er hvergi meiri innan EES-svæðisins. Óhætt er því að draga þá ályktun að krónan sé að valda íslenskum skuldurum miklu tjóni. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp 30% í dollurum talið frá byrjun árs 2008. Á sama tíma hefur smásöluverð á bensíni á Íslandi hækkað um 75%,í krónum talið, enda bensínið innflutt."

Síðar segir: "Krónan hefur alltaf verið vandamál. Þegar Íslandsbanki hinn fyrsti var stofnaður árið 1924 fékkst ein íslensk króna fyrir hverja danska. Í dag þarf tæplega tvö þúsund og tvö hundruð íslenskar krónur til að kaupa eina danska, að teknu tilliti til þess að tvö núll voru fjarlægð aftan af þeirri íslensku árið 1981. Við rekum peningastefnu sem snýst um að halda verðbólgu innan við 2,5%, sem tekst nánast aldrei. Helsti kosturinn sem nefndur er við þetta fyrirkomulag er sá að þegar hagstjórnarafleikir stjórnmálamanna hafa komið okkur í nægilega vond mál þá sé hægt að fella gengið. Við það færast peningar frá heimilunum til útflutningsaðila og vöruskiptajöfnuði er náð líkt og töfrasprota sé veifað.

Samt er umræða um málið í lamasessi. Eini flokkurinn sem er með upptöku annars gjaldmiðils á stefnuskránni er í stjórnarsamstarfi við annan sem hefur algjörlega andstæða skoðun á málinu. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir virðast líka kjósa óbreytt ástand og því virðist mikill pólitískur meirihluti fyrir því að halda krónunni. Viðkvæðið er þá að þessari kynslóð stjórnmálamanna muni takast það sem aldrei áður hefur tekist í íslenskri hagsögu, að halda krónunni í skefjum. Íslenskir neytendur þurfa hins vegar, í ljósi ofangreindra atriða, að gera upp við sig hvort buddan heimili þeim að trúa slíkum málflutningi."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þórður Snær skautar framhjá því að stjórnmálamenn fella ekki gengið.Það er þegar fallið og þegar gengið er fast er gengisfall að eins viðurkenning á því að gengið hafi verið rangt skráð.Líka skautar Þórður fram hjá því að gengisfall á íslensku krónunni kemur fyrst og fremst til af því að viðskiptajöfnuður er neikvæður, sem stafar af of miklum innflutningi sem er afleiðing af of mikilli kaupgetu almennings með tilliti til útflutningsframleiðslu.Má þá ekki alveg eins kenna verkalýðsforkólfum og atvinnurekendum um fall krónunnar eins og stjórnmálamonnum.Þessi klisja um að fall krónu sé til að bjarga útflutningsgreinum er ekkert annað en þvæla sem fundinn var upp af hatursmönnum sjávarútvegsins.Síðasta stóra fall krónunnar var þegar hún var á floti og stjórnmálamenn komu þar hvergi nærri , heldur réði markaðurinn fallinu.Þórður gefur það í skyn að Ísland geti tekið upp evru því sem næst strax í dag, ef íslendingar ákveða það.Það er vitaskuld ekkert annað en áróður í pólitískum tilgangi, því því verður vart trúað að hann viti ekki að til þess þarf í það minnsta 10-15 ár og áður en til þes kemur verður Ísland að setja krónuna á flot, sem þýðir tuga % fall hennar með gjaldþroti fyrir allan almenning og þar næst banka, með óðaverðbólgu.Seðlabankinn hefur viðurkennt það sem staðreynt og hefur þess vegna ekki treyst sér til að setja krónuna á flot og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur varað við því.Það er Evrópusamtökunum til vansa að birta áróðursbull eins og kemur frá Þórði athugasemdalaust. Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 03:37

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þórður lýgur því líka að stjórnarandstöðuflokkarnir kjósi óbreytt ástand.Það hefur hvergi komið fram í þeyrra stefnulýsingum.Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa birt stenuskrár þar sem kemur fram að strax skuli farið í það að auka útflutning.Flokkarnir hafa líka viðurkennt það sem staðreynd að við sitjum uppi með krónuna í það minnsta 5-10 ár nema tekin sé upp annar gjáldmiðill einhliða sem yrði þá annar gjáldmiðill en evra,vegna hótana ESB ef það yrði gert.Baugsmiðill Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs, sem stefnt hefur verið fyrir dóm vegna fjármálamisferlis rekur hatramman áróður fyrir ESB.Leiðara blaðsins og öll skrif þess ber að skoða með hliðsjón af því.Leiðarahöfundurinn Þórður er trúr sínum húsbændum.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 03:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Við Íslendingar eigum LANGMEST viðskipti við Evrópska efnahagssvæðið og höfum ENGA góða ástæðu til að skipta þeim evrum, sem við fáum fyrir sölu á vörum og þjónustu til evrusvæðisins, í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi GRÍÐARLEGUM KOSTNAÐI.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi hér frá Evrópska efnahagssvæðinu
og 84% af útflutningi okkar fóru þangað.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Fyrstu ellefu mánuðina í fyrra voru fluttar hér út vörur fyrir 566 milljarða króna en inn fyrir 468,6 milljarða (fob).

Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 97,5 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 105,5 milljarða á sama gengi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Og héðan frá Íslandi er að sjálfsögðu útflutningur á BÆÐI VÖRUM OG ÞJÓNUSTU.

Þjónustan er þar í fyrsta sæti, iðnaðarvörur eru í öðru sæti og sjávarafurðir í því þriðja.

Og útflutingur héðan á landbúnaðarvörum til Evrópusambandslandanna, til að mynda lambakjöti og skyri, mun STÓRAUKAST þegar tollar falla þar niður á öllum íslenskum vörum við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:


Gjaldmiðilsmál.


"Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka, sem nú eru 15%."

"Verði tillagan samþykkt og Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu  er aðild að ERM II, sem sett var á fót til að auðvelda ríkjum að undirbúa upptöku evru og ná stöðugleika í efnahagsmálum, kostur í stöðunni innan fárra mánaða frá aðild.

Á því tímabili sem aðildarríki er í ERM II er gengi gjaldmiðilsins fest gagnvart evru og seðlabanki aðildarríkis og evrópski seðlabankinn sameinast um að verja þjóðargjaldmiðilinn gegn sveiflum.
"

"Meiri hlutinn vill jafnframt geta þess í ljósi mikillar skuldsetningar ríkissjóðs að skuldaskilyrði Maastricht-sáttmálans hafa ekki komið í veg fyrir að ríki með skuldastöðu yfir 60% af vergri landsframleiðslu hafi getað tekið upp evru, enda gerir sáttmáli Evrópusambandsins ráð fyrir að raunhæf áætlun til lækkunar skulda umfram það mark sé fullnægjandi."

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 05:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.

Economy of Slovenia


Malta
og Kýpur fengu
einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.

Economy of Malta


Economy of Cyprus

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 05:06

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"Elsku kallinn" st.br.verður að gera greinamun á vöruskiptajöfnuði og viðskiptajöfnuði.Það er sitthvað.Vöruskiptajöfnuður getur verið jákæður meðan viðskiptajöfnuður er neikvæður. En framtíðin fyrir Ísland er ekki björt ef fyrst fellur krónan kanski um 50% vegna þess að setja verður hana á flot til þess að Ísland fái evru og síðan fellur evran kanski rétt á eftir vegna þess að virði hennar er ekki það sem nú er skráð.Það er brjálæði að koma nálægt þessu evru rugli meðan svona ástand er.Elsku kallinn og aðrir aftaníossa ESB verða að gera sér grein fyrir því.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 09:40

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hefur hvergi komið fram að Ísland fengi sömu frávik á krónunni gagnvart evrui og Malta og Kýpur fengu og fengi það örugglega ekki.Það hefur það mikið breyst síðan þá.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 09:44

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.1.2012 (í dag):

"Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fyrir allt árið 2011 fluttar út vörur fyrir 626,4 milljarða króna en inn fyrir 521,9 milljarða króna fob (560,6 milljarða króna cif).

Afgangur var á vöruskiptum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, og nam hann 104,5 milljörðum króna en árið áður voru vöruskipti hagstæð um 119,9 milljarða á sama gengi.Nánar

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 17:54

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jöfnuður vöru OG þjónustu var hér HAGSTÆÐUR um 126,3 milljarða króna árið 2009, 154,3 milljarða árið 2010 og 123,2 milljarða árið 2011, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands:

Jöfnuður vöru og þjónustu á árunum 2009-2011

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 18:16

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vöruskiptajöfnuður, ekki viðskiptajöfnuður.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2012 kl. 18:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÞJÓNUSTUJÖFNUÐUR var HAGSTÆÐUR hér um 36 milljarða króna árið 2009 en 34 milljarða árið 2010 og 41,6 milljarða árið 2011, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands:

Jöfnuður vöru og þjónustu á árunum 2009-2011

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 18:31

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 18:39

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 318 þúsund manns.

Seðlabanki Evrópu
færi létt með að kaupa upp allar íslenskar krónur strax í fyrramálið og steypa úr þeim klump, sem hlunkað yrði niður sem minnisvarða um heimsku Framsóknarflokksins við innkeyrsluna í Sandgerði.

Economy of the European Union - The largest economy in the world

Þorsteinn Briem, 31.1.2012 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband