15.2.2012 | 22:29
Fíllinn í stofunni!
Þegar menn á borð við Jón Sigurðsson í Össuri h/f tala um gjalmiðilsmál, leggja menn við hlustir. Hann talaði á Viðskiptaþingi í dag og óhætt er að segja að krónan hafi fengið falleinkunn. Á RÚV stendur:
"Vandamálið sé ónýtur gjaldmiðill sem hafi átt þátt í gríðarlegum eignatilfærslum milli hópa hér á landi í gegnum tíðina. Besta leiðin til að auðgast á Íslandi hafi löngum verið sú að vera á réttum stað þegar ósköp dynja yfir. Þetta hafi slævt vitund Íslendinga um hvað í raunverulegri verðmætasköpun felist. Erlendri fjárfestingu er hér illa tekið og við glímum enn við afleiðingar þess að enginn treysti krónunni sagði Jón. Krónan þurfi bakhjarl til að auka tiltrú og því verði Íslendingar að tengjast stærra gjaldmiðilssvæði."
Og á www.visir.is segir ennfremur:
"Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í ræðu á Viðskiptaþingi í dag íslensku krónuna vera uppsprettu illinda í íslensku samfélagi. Hún væri eins og fíll inn í stofu á heimilum fólks og það eina sem fólkið gerði væri að moka því út sem kæmi úr afturenda hans. Nauðsynlegt væri að tengjast stærra myntsamstarfi.
Jón Sigurðsson sagði íslensku krónuna valda miklum óstöðugleika í íslensku hagkerfi. Hann líkti því við stíflu í tómatsósuflöskum, þar sem annað slagið gusaðist út sósa á meðan oft gengi erfiðlega að koma sósunni úr flöskunni. Miklar sveiflur í hagkerfinu væri birtingarmynd krónunnar. Hann sagði reiðina í samfélaginu, ekki síst eftir hrunið, væri að miklu leyti vegna krónunnar. Hún skapaði hraða og öfgakennda fjármagnsfutninga á milli fólks, sem væri ekki boðlegur nútímasamfélögum, og væri eins óhentugur fyrirtækjarekstri og hægt væri að hugsa sér."
Þarf að segja meira?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Jón getur sjálfur verið fíllinn í stofunni Íslendingar láta nokkra menn selja heildarhagsmuni þjóðarinnar fyrir eigin hagsmuni!! Þjóðini gekk ágætlega áður en efnahagsböðlar Evrópusambandsins fóru ránshendi um þjóðfélagið og reyndu að gera þjóðina gjaldþrota til að búa í haginn fyrir innlimun í Evrópusambandið!!!Niður með Evrópusambandið!
Undir hæl Þjóðverja Paste/
Aþena: „Nýfátækum“ fjölgar-súpueldhús hafa ekki undan-fjöldi sjálfsmorða tvöfaldast
15. febrúar 2012 klukkan 09:48
Súpueldhús í Aþenu hafa ekki undan. Heimilislausum á götum borgarinnar fjölgar stöðugt og eru nú taldir um 25 þúsund. Fólk sefur á götunni eða í tjöldum. Fjöldi sjálfsmorða hefur tvöfaldast. Nýtt hugtak er komið til sögunnar í Grikklandi. Það er „nýfátækt“. Frá þessu segir þýzka tímaritið Der Spiegel, sem hefur kynnt sér ástandið og talað við hjálparfólk, sem dag hvern dreifir út matabögglum til fólks. Í einu tilviki fannst fimm manna fjölskylda í tjaldi í hliðargötu.
Örn Ægir Reynisson, 16.2.2012 kl. 01:48
Villa :Átti að vera: Íslendingar láta ekki nokkra menn í viðskiptaráði selja heildarhagsmuni þjóðarinnar fyrir eigin hagsmuni!!!!
Örn Ægir Reynisson, 16.2.2012 kl. 01:50
Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.
En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.
Þorsteinn Briem, 16.2.2012 kl. 02:32
Örn
Það væri ennþá meiri fátækt ef Grikkland væri ekki í ESB. Í rauninni væri þetta land löngu orðið gjaldþrota.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 14:26
En það ber að taka Jón alvarlega. HAnn er að skapa milljarða í gjaldeyristekjur fyrir Íslendinga á hverjum degi. Og Össur HF er að hugleiða að flytja úr landi. Þetta fyrirtæki er t.d kominn í kauphöllina í Köben.
Svo er fleiri mikilvæg íslensk fyrirtæki sem vilja ganga í ESB.
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/CCP.pdf
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.