Leita í fréttum mbl.is

Lífið í landi óvissunnar - "geggjaði heimur krónunnar"

Jón KaldalJón Kaldal, ristjóri Fréttatímans fjallar um (hin óstöðugu) gjaldmiðilsmál í leiðara blaðsins þann 17.2 og segir meðal annars:

"Jón Sigurðsson forstjóri Össurar vandaði krónunni ekki kveðjurnar á Viðskiptaþingi á miðvikudag, en þar var hann aðalræðumaður. Sagði Jón að með hina tvískiptu krónu sem gjaldmiðil, verðtryggða og óverðtryggða, hefði þjóðin aldrei fast land undir fótum. Enda sýnir margra áratuga reynsla svo ekki verður um villst að óstöðugleikinn er það eina sem er stöðugt við íslensku krónuna.

Benti Jón á að besta leiðin til að auðgast á Íslandi sé sú að vera á réttum stað þegar fjármagnsflutningar verða í þessu umhverfi. Þegar Jón lét þau orð falla hefur hann væntanlega ekki gert ráð fyrir hversu hratt ný og afgerandi sönnun yrði færð fyrir þeim. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því hann lauk máli sínu þar til Hæstiréttur kvað upp dóm um lögmæti endurútreikninga gengislána. Dómurinn var skuldurum í hag. Uppi stóðu sem sigurvegarar þeir sem kusu að taka lán í erlendri mynt – og losna þar með við verðtryggingu og háa vexti krónulána – jafnvel þó þeir hefðu ekki tekjur á móti í erlendum gjaldmiðlum og tóku því meðvitaða og upplýsta áhættu.

Allt bendir til þess að dómur Hæstaréttar færi þessum skuldurum tugmilljarða ávinning þar sem áhrif tveggja stafa verðbólga undanfarinna ára á höfuðstól lána þeirra eru þurrkuð út.

Eftir standa hinir varfærnari, sem tóku lán í íslenskum krónum og sitja uppi með verðtryggingarbólginn höfuðstól. Þeir voru ekki á rétta staðnum, sem Jóni ræddi um í ræðu sinni, og njóta því ekki þessarar tröllvöxnu tilfærslu. Þegar er hins vegar hafin umræða hvort, og þá hvernig, sé hægt að rétta hlut verðtryggðu skuldaranna.

Þetta er í hnotskurn geggjaður heimur íslensku krónunnar."

(Leturbreytingar, ES-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er kominn tími til að almenningur standi upp og mótmæla þessu óréttlæti og ganga í ESB og taka upp EVRU.

Lægri vextir, stöðugt gengi og engin verðtrygging.

Mikið hagsmunamál fyrir heimilin í landinu.

Hefur hrunið ekki kennt okkur neitt?

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 14:31

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú hafa ESBð samtökin lokað fyrir að hægt sé að svara hirðskáldi samtakanna, st.br. nafnleysingja sem yrkir með klofinu í hrifningu ESB að séð verður.Samtökin bera því við að tími athugasemda sé liðinn við þá færslu sem skrifuð var á eftir þessari og fjallaði um Vigdísi Hauksdóttur.ESB samtökin virðast óttast málfrelsi nema þeirra sem hugsa með klofinu og hnoða saman leirburði.Verði samtökunum að góðu.Nei og aftur nei við ESB .

Sigurgeir Jónsson, 18.2.2012 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband