17.2.2012 | 08:33
Lífið í landi óvissunnar - "geggjaði heimur krónunnar"
Jón Kaldal, ristjóri Fréttatímans fjallar um (hin óstöðugu) gjaldmiðilsmál í leiðara blaðsins þann 17.2 og segir meðal annars:
"Jón Sigurðsson forstjóri Össurar vandaði krónunni ekki kveðjurnar á Viðskiptaþingi á miðvikudag, en þar var hann aðalræðumaður. Sagði Jón að með hina tvískiptu krónu sem gjaldmiðil, verðtryggða og óverðtryggða, hefði þjóðin aldrei fast land undir fótum. Enda sýnir margra áratuga reynsla svo ekki verður um villst að óstöðugleikinn er það eina sem er stöðugt við íslensku krónuna.
Benti Jón á að besta leiðin til að auðgast á Íslandi sé sú að vera á réttum stað þegar fjármagnsflutningar verða í þessu umhverfi. Þegar Jón lét þau orð falla hefur hann væntanlega ekki gert ráð fyrir hversu hratt ný og afgerandi sönnun yrði færð fyrir þeim. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því hann lauk máli sínu þar til Hæstiréttur kvað upp dóm um lögmæti endurútreikninga gengislána. Dómurinn var skuldurum í hag. Uppi stóðu sem sigurvegarar þeir sem kusu að taka lán í erlendri mynt – og losna þar með við verðtryggingu og háa vexti krónulána – jafnvel þó þeir hefðu ekki tekjur á móti í erlendum gjaldmiðlum og tóku því meðvitaða og upplýsta áhættu.
Allt bendir til þess að dómur Hæstaréttar færi þessum skuldurum tugmilljarða ávinning þar sem áhrif tveggja stafa verðbólga undanfarinna ára á höfuðstól lána þeirra eru þurrkuð út.
Eftir standa hinir varfærnari, sem tóku lán í íslenskum krónum og sitja uppi með verðtryggingarbólginn höfuðstól. Þeir voru ekki á rétta staðnum, sem Jóni ræddi um í ræðu sinni, og njóta því ekki þessarar tröllvöxnu tilfærslu. Þegar er hins vegar hafin umræða hvort, og þá hvernig, sé hægt að rétta hlut verðtryggðu skuldaranna.
Þetta er í hnotskurn geggjaður heimur íslensku krónunnar."
(Leturbreytingar, ES-bloggið)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er kominn tími til að almenningur standi upp og mótmæla þessu óréttlæti og ganga í ESB og taka upp EVRU.
Lægri vextir, stöðugt gengi og engin verðtrygging.
Mikið hagsmunamál fyrir heimilin í landinu.
Hefur hrunið ekki kennt okkur neitt?
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 14:31
Nú hafa ESBð samtökin lokað fyrir að hægt sé að svara hirðskáldi samtakanna, st.br. nafnleysingja sem yrkir með klofinu í hrifningu ESB að séð verður.Samtökin bera því við að tími athugasemda sé liðinn við þá færslu sem skrifuð var á eftir þessari og fjallaði um Vigdísi Hauksdóttur.ESB samtökin virðast óttast málfrelsi nema þeirra sem hugsa með klofinu og hnoða saman leirburði.Verði samtökunum að góðu.Nei og aftur nei við ESB .
Sigurgeir Jónsson, 18.2.2012 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.