18.2.2012 | 17:38
Hannes Pétursson á flugi í FRBL
Hannes Pétursson, skáld, skrifaði reffilega grein í Fréttablaðið þann 16.febrúar og fjallaði þar meðal annar sum þá æðstu ósk sumra ESB-andstæðinga á landi hér (meðal annars Guðna Ágústssonar, fyrrum framsóknarleiðatoga) að forsetinn, dr. Ólafur Ragnar Grímsson, bjóði sig fram gegn því sem þessir sömu menn kalla "erlent yfirvald." Hannes er frábær penni og segir á einum stað:
"Bráðum hefur Ólafur Ragnar Grímsson gegnt embætti forseta Íslands í sextán ár samfellt, ásjárlegur maður og tungulipur. En enda þótt sönn tilbreyting hafi verið í því fólgin að fylgjast með millilendingum hans get ég ekki annað en tekið mér í munn hið gamalkveðna: Leiðir verða langsetumenn. Öðrum sýnist að sjálfsögðu allt annað, til að mynda Guðna Ágústssyni fyrrverandi ráðherra, nú grasrótarmanni. Ólafur yrði honum aldrei leiður, þótt hann næði abrahamískum aldri á forsetastóli.
Guðni stendur ásamt fleirum fyrir undirskriftasöfnun þar sem fólk skorar á Ólaf að fara hvergi, enda sé forsetinn lýðræðissinni, skrifar Guðni í hvatningargrein nýlega, og ærið verk að vinna fyrir kjarkgóðan mann á viðsjárverðum tímum. Og bætir við að framundan séu átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur, um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald.
Ekki er auðséð í fljótu bragði hvernig Guðni Ágústsson hugsar sér að forseti Íslands taki á öllum þessum málum, nema þá að hann auki valdsvið sitt frá því sem nú er. Vera kann að til þess sé einmitt ætlazt. Og gæti þá orðið fjör í kringum fóninn."
Síðar segir Hannes í lok greinarinnar um Guðna Ágússton: ..."það getur verið gaman að Guðna. Hann er mikill samvinnumaður og sambandsmaður, sambandsmaður samvinnufélaga, samvinnumaður sambandsfélaga og svo framvegis, allt er upp á sam hjá Guðna, sam þetta og sam hitt. Nema í einum punkti: honum er ákaflega í nöp við samvinnu Evrópuþjóða um frelsi, viðskipti og mannréttindi, Evrópusambandið, stærsta efnahagsveldi heims. Þess vegna kom það ýmsum sérkennilega fyrir sjónir að fyrsta verk Guðna Ágústssonar eftir að hann missti snögglega forystuvöld í Framsóknarflokknum var að pakka niður í ferðatöskurnar, hraða sér sem mest hann mátti til Keflavíkur og taka þaðan beint flug eins langt suður í Evrópusambandið og komizt varð, það er að segja til Kanaríeyja, suður í stöðugleika evrunnar, suður í ódýru ostana og ódýra rauðvínið. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hannes Pétursson er vissulega skárra hirðskáld ESB en st.br. En Hannes hefði gott af því að fara suður til Kanaríeyja og sjá þar atvinnuleysið og fátæktina.Og skoða verðlag á matvöru .Eftir að hafa rölt um fátækrahverfin i bæjum og þorpum á Gran Canaría er ekki víst að hið nýja hirðskáld ESB yrði jafnhrifið og það er nú áður, en skáldið skoðar herlegheitin.En það er ekki nýtt að íslensk "skáld" lifi í hrifningarinnar draumi um fyrirmyndarríkið.Áður var það kommúnisminn og Sovétríkin. Nú er það ESB.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.2.2012 kl. 18:26
DRAUMURINN UM ÍSLENSKA YFIRBURÐI:
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"NO ONE IS AFRAID TO WORK WITH US; people even see us as FASCINATING ECCENTRICS WHO CAN DO NO HARM and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I HOPE THAT MY ANALYSIS HAS HELPED TO CLARIFY WHAT HAS BEEN A BIG MYSTERY TO MANY.
Let me leave you with A PROMISE THAT I GAVE at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"YOU AIN'T SEEN NOTHING YET!""
Þorsteinn Briem, 18.2.2012 kl. 21:58
15.9.2009:
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."
Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar
Þorsteinn Briem, 18.2.2012 kl. 21:59
Ekkert bendir til annars en að Ólafur Ragnar Grímsson verði forseti næstu 2 ár í það minnsta.Meðan stjórnarskrármálið er óútkljáð og sú hætta er fyrir hendi að einhver geti sest að á Bessastöðum með kosningu upp á kanski 5-10% prósent kosningu, er ekki ábyrgt fyrir núverandi forseta að hætta.En ekki síst má núverandi forseti ekki hætta meðan það hangir yfir Íslandi að sú einræðisstjórn sem nú situr og er í dauðateygjunum, ætlar að koma Íslandi inn í ESB með góðu eða illu. Og hún mun hafa ráðgefandi kosningu þjóðarinnar að engu um ESB aðild ef henni sýnist svo.Allt þetta veit Ólafur og lítur að sjálfsögðu á það sem svik við þjóðina ef hann hættir nú.Forseti Íslands getur aldrei orðið neitt "sameinigartákn" meðan hann er kosinn, ekki frekar en forsetar annarra ríkja.Klisjan um að forseti Íslands sé sameinigartákn er klisja þeirra sem vilja að forsetinn sé einhverskonar kóngur.Það á foresti Íslends aldrei að vera, eða líta út fyrir.Já við Ólafi Ragnari Grímssyni, Forseta íslands. Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 19.2.2012 kl. 10:40
Það er ekki nóg að horfa á skreytta framhlið ESB. Það þarf að horfa á fátækrahverfin í því sambandi, samhliða vel auglýstri og fegraðri framhliðinni.
Stéttarskipting er mikil í ESB löndum. Það er staðreynd, þó því sé afneitað harðlega af auglýsendum ESB sambandsins.
Samstaða þjóðarinnar er eina öfluga og raunverulega sameiningartákn Íslands. Óþarfi að þvæla forsetanum í þá umræðu. Einn maður (þó hann sé forseti) hefur ekki sama vægi og sameinaðir réttlætissinnaðir Íslendingar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.2.2012 kl. 10:50
Stéttaskipting er í ÖLLUM LÖNDUM heimsins og verður það áfram.
Engin verkalýðshreyfing eða stjórnmálaöfl koma í veg fyrir stéttaskiptingu, hvorki í kommúnistaríkjum né öðrum ríkjum, eins og dæmin sanna.
Og Ólafur Ragnar Grímsson er HRUNKVÖÐULL í íslenskri hástétt.
Þar að auki kvæntur forríkum gyðingi.
Þorsteinn Briem, 19.2.2012 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.