Leita í fréttum mbl.is

Talar um upptöku Kanadadollar, kominn í nefnd um gjaldmiðilsmál hjá Sjálfstæðisflokki

EvraÍ sandkorni í DV segir: "Kosning Heiðars Más Guðjónssonar, fjárfestis og krónugagnrýnanda, í efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi er áhugaverð fyrir margra hluta sakir.

Í fyrsta lagi hefur Heiðar Már talað fyrir því að Íslendingar taki upp aðra mynt en krónu, til dæmis Kanadadollar eða evru. Þessi skoðun fer þvert gegn sýn valdamanna í flokknum eins og Davíðs Oddssonar en sýnir hugsanlega að Bjarni Benediktsson er hallari undir gjaldmiðlabreytingar en hann vill vera láta."

Í Klinkinu á www.visir.is segir svo Heiðar að ..."tilrauninni með krónuna sé lokið og að nauðsynlegt sé að taka upp alþjóðlega mynt.

Hvað á Heiðar að gera í þessari nefnd Sjálstæðisflokksins? Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur jú sagt að það eina sem komi til greina sé krónan.

Um daginn sagði svo aðili úr sjávarútveginu að best væri að taka upp Evru einhliða. Á það hefur verið bent að hátt í 300 fyrirtæki hér á landi gera upp ársreikninga sína í annaðhvort Evrum eða Dollurum.

Það eru margir að tala um allt annan gjaldmiðil en krónuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Daníelsson er búinn að slá því út á borðinu að það sé yfirhöfuð hægt að taka einhliða upp gjaldmiðil

Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband